Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá 2008

Letijól

Nóg að gera um jólin í því að gera ekki neitt, hvað þá að maður nenni að blögga. Já þetta hafa verið sannkölluð letijól þar sem við höfum gert sem minnst, borðað sem mest og verið eins lengi og við getum í náttfötunum. Frekar þægileg jól en byrjaði í vinnunni aftur í dag en verð ekki lengi í vinnunni og fer aftur í 6 daga frí á gamlársdag.

Skírn

Bróðir minni skírið yngri son sinn í dag. Hér er mynd af okkur systkinunum með afkvæmin.

Gleðileg jól

Með ósk um gleðileg jól og verið nú góð við hvort annað.

Erfið nótt

Úppúr miðnætti hóf einkasonurinn að kasta upp og hélt þeim leik áfram í alla nótt. Því var lítið sofið og þvottavélin var í gangi í meira og minna í alla nótt. Það var því þreytt fjölskylda í dag enda sofnuðum við öll eftir hádegi. Hann var samt voða duglegur og aumingja barnið reyndi að hughreysta foreldrana, "þetta er bara vatn, pabbi" sagði hann í eitt skiptið í nótt þegar hann var að kasta upp. Við hjónin fórum þó á jólabrunch á nítjándu hæðina í turninum í Kópavogi í hádeginu með góðum vinum. Enda pestin horfin þá en ég skil ekki af hverju ælupestir koma alltaf á næturna. Jólabrunchinn gerði þvílika lukku og ég er ennþá södd. Gaman að hitta góða vini og ekki spillti maturinn fyrir. Svo er það bara síðasta vikan fyrir jól á morgun.

Sveinkarnir og jesúleikur

Jólasveinarnir eru komnir til byggða og í kvöld kemur sá þriðji. Einkasonurinn er frekar spenntur yfir komu sveinkanna. Í gær þá bara gat hann ekki sofnað þar sem hann var alltaf að athuga hvort að það væri eitthvað komið í skóinn. Síðan sofnaði hann loksins en vakti okkur kl. 5.30 til að sýna okkur hvað jólasveinninn gaf honum. Sem betur fer tókst öllum að sofna aftur. Stekkjastaur kom með lítið vasaljós og Giljagaur gaf honum tréliti og litla litablokk með. Þá er bara að bíða og sjá hvað Stúfur kemur með í nótt. Einkasonurinn átti sinn fyrsta leiksigur í gær þegar hann lék pabbann í jesúleiknum eins og hann orðaði það. Reyndar var hann Jósep í Helgileiknum sem leikskólinn heldur alltaf fyrir hver jól og að sjálfsögðu stóð hann sig með prýði og foreldrarnir voru að rifna úr stollti þegar þau horfðu á soninn í einu af aðalhutverkunum. Ég á von á fleiri leiksigrum næstu árin.

Samskiptin

Við hjónin þurfum líklega að bæta aðeins samskiptaleiðir okkar. Ég fór í gær í smá heimsókn til vinkonu minnar eftir vinnu en hún býr rétt hjá vinnu eiginmannsins. Ætlunin var svo að sækja eiginmanninn þegar hann væri búinn að vinna. Við töluðum saman í síma áður en ég fór til hennar og ég skildi það þannig að hann myndi hringja í mig þegar hann væri búinn en hann skildi það þannig að ég kæmi kl. 18.15 ef hann myndi ekki hringja í mig. Ég beið sem sagt eftir því að hann hringdi og hann beið eftir því að ég kæmi. Það varð til þess að hann þurfti að bíða eftir okkur og auðvitað var hann ekki með GSM í þetta skiptið. Það endaði þó með því að við mættumst á miðri leið þannig að ætli það sé ekki hægt að segja að okkur hafi tekist að ná saman að lokum. Jæja, best að drífa sig í sextugsafmæli en móðursystir mín átti afmæli í síðasta mánuði og í dag er 29. í afmæli og hún býður í boð.

Geymslan og konuboð

Vá hvað ég var þreytt í gær. Vorum að laga til í geymslunni allan sunnudaginn alveg langt fram á kvöld og jafnvel fram á nótt og þó að hún líti miklu betur út þá er það verk sko alls ekki búið. Var svo með konuboð á mánudaginn. Þar sem gekk svo hægt að laga til á sunnudaginn ákvað ég að taka mér frí eftir hádegi og klára það sem klárað varð fyrir konuboðið. Boðið heppnaðist auðvitað mjög vel og allir voru sáttir þar á meðal gestgjafinn. Ég var hinsvegar svo þreytt eftir stuð helgarinnar sem sem sagt náði fram á mánudagskvöld að ég sofnaði bara fyrir kl. 21 í gær með einkasyninum, vá hvað það var næs!

Letidagur og ekki

Í gær var letidagur. Eiginmaðurinn fór að vinna og ég og einkasonurinn gerðum barasta ekki neitt allan daginn, það var næs! Við fórum og sóttum eiginmanninn í vinnuna og kíktum loksins á litla frænda hann Þórir Ingólfsson sem er orðinn tveggja vikna gamall. En þar sem ég er búinn að vera slöpp með hina og þessa kvilla í rúmlega viku þá hætti ég ekki á að kíkja á hann fyrr. Hann er að sjálfsögðu svaka flottur og glæsilegur strákur. Langflottastur. Í gærkvöldi fórum við svo á jólagleði með vinnufélögum eiginmannsins. Ég varð frekar svekkt þegar ég komst að því að ekki var um jólahlaðborð að ræða heldur kvöldverð þar sem ég var búinn að hlakka svaka til að fara loksins á jólahlaðborð alla vikuna. En maturinn var svo sem ekki síðri og svo var happadrætti. Síðast þegar happadrætti var á árshátíðinni hjá vinnunni hans þá unnum við ekki neitt þó svo að vinningarnir væru yfir 50%. Ég fór auðvitað að hugsa, jæja maður vinnur aldrei neitt en svo ákvað ég að taka SECRETIÐ á þetta og að sjálfsögð...

Veikindasagan lokins á enda - í bili?

Ætla ekki að tala mikið um veikindi, held að veikindasagan sé loksins á enda, a.m.k. þangað til næst. Ég og einkasonurinn fórum í Smáralindina í dag og þar skoðuðum við Piparkökuhúsin hjá Kötlu og Kristófer Óli valdi sér hús sem hann ætlar að gera með Möggu fræknku sinni. Snjóhús með ísbirni og mörgæsum og já kannski kastala líka. Takmarkið er sett hátt en ég hef fulla trú á því að frænka hans ráði við þetta enda meistarabari. Ég á hinn bógin ætla ekki að reyna við piparkökuhús, læt piparkökukarlana nægja.

Augnsýking - Dagur 4

Ég held bara að ég sé að lagast af augnsýkingunni, en þori ekki að gefa út neinar yfirlýsingar fyrr en eftir nóttina. Hins vegar er ég að versna af hálsbólgunni illt í hálsinum, erfitt að kyngja og byrjuð að hósta hressilega! Hvar endar þetta? og það ekki einu sinni kominn janúar. Ætli maður þurfi ekki bara að fara í einangrun. Allir skíthræddir við mig í vinnunni yfir því að smitast af mér og kannski best að halda sig bara heima. Jæja, ætla að taka mér frí eftir hádegi á morgun þannig þetta reddast kannski fyrir horn. Annað mál þá fannst mér svolítið skrítið í dag þegar ég var að keyra heim úr vinnunni rúmlega fjögur að það var að verða dimmt. Jæja eftir nokkra daga getur maður sagt að það fari að vora eða a.m.k. að birta aftur.

Augnsýking - Dagur 3

Kæri Jóli Ég þakka þér kærlega fyrir jólagjöfina sem þú gafst mér í byrjun mánaðarins en ó boj, ó boj, augnsýking! Ég helt að það yrði kannski eitthvað skemmtilegra sem ég fengi frá þér og í dag fékk ég einnig hálbólgu, hvar endar þetta! Ég er hrædd við að opna pakkann á morgun. En jæja, augnsýkingin heldur áfram og við bætist meiri hálsbólga. Mér var ráðlagt að fara heim í dag í vinnunni og drífa mig til augnlæknis. Auðvitað gerið ég hvorugt og vann í staðinn til kl. 18 í dag. Eftir vinnu fór ég svo til tengdó í mat og því næst á einhverja brjálaða útsölu þar sem fólk stóð í röðum inn eftir allri búð og í röðum til að komast inn í næstu búð. Mér varð svo mikið um að ég keypti ekki neitt en er samt feginn að vita að mig vantar bara alls ekki neitt. Núna er ég alveg búin og er að spá í að skríða upp í rúm.

Augnsýking - Dagur tvö

Vaknaði í morgun og þá voru bæði augun klemmd aftur þannig að ég gat ekki opnað þau fyrr en ég var búinn að nudda gröftinn úr þeim. Ákvað því að drífa í því að leysa út lyfseðilinn sem ég fékk í gær og er komin með þessa fínu augndropa. Við skulum vona að ég fari eitthvað að lagast en verð að viðurkenna að ég sá ekki mikið á tímabili í dag þegar ég var að setja dropana í augun í dag. En svo er það auðvitað kvefið og hálsbólgan sem ég ætla ekki að nefna neitt meira. Já, ég held bara að ég sé loksins komin með nokkra reynslu af öllum þessum veikindum og hætt að kippa mér upp við hitt og þetta, a.m.k. þangað til næst.

Jóladagatalið

Einkasonurinn var í fyrsta skipti að fatta jóladagatalið og það var spenntur strákur sem opnaði jóladagatal sjónvarpsins í morgun. Við vorum að enda við að klára að horfa á fyrsta þáttinn og hann var frekar hissa á því hvað þátturinn væri stuttur. Hann sagði aftur og aftur "þetta er ekki búið". Já, við viljum að jóladagatalið sé lengra!

Slöpp helgi

Helgin var heldur betur slöpp í orðsins fyllstu merkingu. Ég var nefnilega slöpp og gerði því mest lítið um helgina. Var ekki alveg veik en alls ekki frísk heldur. Ég toppaði svo helgina með því að fá augnsýkingu og í morgun gat ég ekki opnað annað augað þar sem það var fast aftur fullt af greftri. Já, ekki mikið um að vera hérna þessa dagana. Er að reyna að laga til í plastkössunum frægu en það er víst líka eitthvað slappt hehehe! Jæja, best að halda áfram að vera slöpp.

Jólagjafirnar tilbúnar

Jæja, ég er að mestu búin að kaupa allar jólagjafirnar og er að spá í að klára það á morgun enda sögur um að allt muni hækka um helgina. Það fer því hver að verða síðastur þar sem ekki hækka launin, þau bara lækka. Hef svo sem ekki skrifað mikið um þessa blessuðu kreppu hérna enda nóg talað um hana annars staðar. Ætli það sé ekki bara best að taka einn dag fyrir í einu, einn mánuð fyrir í einu og sjá hvernig þetta spilast en eiginmaðurinn er t.d. einn af þeim sem missir vinnuna þann 1. febrúar. Æ, en það eru að koma jól og aðventan einn skemmtilegasti tími ársins. Er nokkuð hægt annað en að gleðjast yfir því, ég er t.d. búinn að setja jólaljós í gluggana hjá mér og á dagskrá að setja upp restina af jólaskrautinu um helgina.

Vá hvað ég er þreytt núna. Hef lítið sem ekkert verið heima hjá mér síðustu daga og loksins er ég bara búin á því. Ég ætla ekki að gera neitt í kvöld og fara snemma að sofa. Best að drífa sig að gera ekki neitt.

Slysaforvarnir

Ég var að koma af skemmtilegu og mjög áhugaverðu námskeiði/fyrirlestri hjá foreldrafélagi leikskólans um slysaforvarnir barna flutt af Herdísi Storgaard. Verst hvað það mættu ótrúlega fáir þar sem maður hefur mjög gott af því að fá kennslu og áminningu um öll þau atriði sem rædd voru á námskeiðinu. Mér finnst nú helst að það ætti að vera skylda fyrir foreldra að fara á svona námskeið. Ég lærði a.m.k. fullt.

7 ár - ullarbrúðkaup

Ég hef verið gift eiginmanninum í 7 ár í dag, skv. bókunum er þetta ullarbrúðkaup sem á vel við í kreppunni. Ótrúlegt til þess að hugsa að við höfum verið gift í heil sjö ár og þekkst í alls 12 ár. Já, tíminn líður hratt þegar lífið er skemmtilegt. Ætlunin er að fara eitthvað út að borða líklega bara á skyndibitastað þar sem við ætlum að ná í bíó á eftir klukkan átta. Það er sjálfur Jón bóndi eða James Bond sem við hjónakornin ætlum að sjá. Legg ekki í tíu bíó þar sem ég er hrædd um að þá muni ég nú bara sofna. Best að drífa sig, ekki á hverjum degi sem maður kemst í bíó saman þegar maður er með lítinn gaur.

Jólaboðið og amma Sigga

Jólaboðið tókst vel. Við mættum rétt um hádegisbilið og gerðum allt tilbúið. Frændfólkið fór svo að týnast inn um eitt leitið og um tvö leitið var kaffiborðið orðið svo fullt að það komst ekki snitti meira á það þannig að þá var kominn tími til að borða og kjafta. Það gerðum við næstu tvo tímana og það voru glaðir og saddir veislugestir sem fóru heim tveimur tímum seinna. Við hjálpuðum svo til við að ganga aðeins frá en vá hvað ég var þreytt þegar ég kom heim. Hef ekki gert neitt og mun ekki gera neitt meira í kvöld. Amma Sigga hefði orðið 83 ára í dag en hún var kjarnakona sem eignaðist alls 15 börn og kom þeim öllum til manns. Það hefur verið fjör á því heimilinu á Sunnubrautinni þegar allir krakkarnir voru ungir. Ekki nóg með það heldur voru amma og afi eggjabændur í Kópavoginum. Æ, ég sakna hennar.

Það styttist í jólin

Það styttist í jólin og fyrsta jólaboðið er á morgun. Reyndar hefði amma mín orðið 83 ára á morgun þannig að ákveðið var að halda jólaboð fjölskyldunnar á þeim degi sem er bara ágætt. Þá er enginn búinn að bóka sig eitthvað annað enda hafa alls 64 (börn og fullorðnir) skráð sig í jólaboðið og þetta eru allt afkomendur ömmu 'Siggu og afa Ingólfs (og auðvitað líka þeir sem hafa verið svo heppnir að gifta sig inn í þessa glæsilegu fjölskyldu). Gleðifréttir dagsins eru þær að bróðir minn eignaðist sinn annan son í dag. Hann er fimm árum yngri (sko bróðir minn) og strax kominn fram úr mér með barnaskarann, hahaha! Óska foreldrunum innilega til hamingju með þennan gullmola.

Með mömmu í vinnuna

Í dag fékk ég tvo gesti með mér í vinnuna. Þegar við vorum að leggja af stað í morgun þá var einkasonurinn alveg ómögulegur, hann var viss um að Raggi rostungur og Palli hákarl vildu alls ekki vera heima. Ég var ekkert á því að fara með þá í leikskólann enda miði uppi í leikskóla þar sem mælst er til þess að krakkar komi einungis með bækur eða geisladiska með sér í leikskólann. Einkasonurinn vildi hinsvegar alls ekki skilja vini sína eða tuskudýrin eftir heima og þar sem mér finnst leiðinlegt að rífast á morgnanna áður en maður byrjar daginn kom ég með þá málamiðlun (eftir smá tíma) að þeir færum bara með mér í vinnuna. Einkasonurinn var hæstánægður með það og einnig Raggi rostungur og Palli hákarl, allir fóru því sáttir af stað út í daginn. Þegar í vinnuna var komið þá ákváðu þó Raggi rostungur og Palli hákarl að bíða bara í bílnum, þeir biðu því stilltir í bílnum í allan dag og tóku á móti einkasyninum þegar við sóttum hann á leikskólann seinnipartinn.

Glóðurauga við sjónvarpsgláp

Frægt er orðið í minni fjölskyldu þegar ég fékk glóðurauga við það að horfa á sjónvarpið á mínum yngri árum. Ég verð að viðurkenna að þegar ég varð eldri skildi ég ekki hvernig mér tókst það. Núna hef ég skipt um skoðun. Einkasonurinn getur ekki setið kyrr fyrir framan sjónvarpið og er út um allt. Hann er frekar rólegur fyrir framan sjónvarpið en þarf alltaf að vera að hnoðast út um allan sófa og öll gólf, ég bíð bara eftir því að hann fái einnig glóðurauga einn daginn þegar hann er að horfa á sjónvarpið.

Námskeið í fleirtölu

Er núna á tveggja daga námskeiði í GIS (landupplýsingakerfi og kortagerð fyrir þá sem ekki þekkja) og ég verð að segja að það er virkilega skemmtilegt en seinni dagurinn er á morgun. En vá, hvað ég var þreytt í kvöld, það tekur á "að vera í skóla" allan daginn. Ætlaði svo á annað námskeið í kvöld, sem sagt sundnámskeið með einkasyninum en honum tókst að sofna í bílnum á leiðinni á námskeiðið þannig að ég nennti ekki að standa í því að vekja hann og drösla honum ofaní sundlaugina hálfsofandi enda vorum við líka orðin sein. Því dreif ég mig bara til baka en fyrir vikið þá sofnaði hann frekar seint í kvöld. Reyndar skil ég hann vel að hafa sofnað svona, enda dimmt og drugnalegt í allan dag. Hvar er dagsbirtan? Kannski komin í frí fram yfir jól?

Smákökubakstur

Helgin hefur einkennst af smákökubakstri frá a-ö. Í gær bökuðum við einkasonurinn tvær sortir af smákökum, fyrst lakkrístoppa og síðan piparkökur sem einkasonurinn var þvílíkt æstur að fá að skreyta sem hann fékk ekki að gera fyrr en í morgun. Í dag voru einnig heldur betur framkvæmdir í hólminum. Í íbúðinni voru bakaðar um 1300 Sörur, geri aðrir betur. Reynar vorum við fjórar fullorðnar konur þannig að Sörurnar voru bakaðar í góðum félagsskap og hluti a þessum Sörum verður í jólaboði stórfjölskyldunnar eftir viku. Verð samt að viðurkenna að ég er nokkuð þreytt eftir daginn en ánægð með afrekin og ég veit að ég er smá skrítin en þetta var bara nokkuð skemmtilegt. Svo er það bara á sama tíma að ári, einhverjar yfirlýsingar voru um að baka ekki svona margar kökur en það kemur í ljóst hvort það stenst eftir ár. Ég er sem sagt búinn að baka þrjár smákökutegundir og aðventan ekki byrjuð. Er ég kannski búinn með smákökubaksturinn fyrir þessi jól?

Tónleikar

Hvað er betra í miðri kreppu en að fara á tónleika og lyfta sér aðeins upp. Það gerði ég í gær en ég dreif mig á skemmtilega tónleika með vinkonu minni. Skemmti mér vel og hugsaði bara jákvætt eins og ótrúlegt hvað við eigum marga góða tónlistarmenn og konur sem öll gáfu vinnu sína til að styrkja gott málefni. Nú er eins gott að leika Pollýönnuleikurinn á hverjum degi.

Nöfnin

Það er greinilegt að einkasonurinn er að verða stór strákur og ekkert smábarn lengur. Í gær þegar við vorum að keyra í sund þá var hann aðeins að velta fyrir sér hlutunum eins og oft áður. Einkasonurinn: "Mamma af hverju kallar þú pabba Sigga, Sigga?" Móðirin: "Nú af því að hann heitir Siggi" Einkasonurinn: "Nei, hann heitir Sigurður Ólafsson" (ákveður að vera ekkert að rífast um þetta og spyr því) Móðirin: "En veistu hvað ég heiti?" Einkasonurinn: "Mamma Lilja" Móðirin: "Ég heiti Lilja Bjarklind Kjartansdóttir" (Einkasonurinn reynir að endurtaka nafnið og hugsar sig um en hlær og segir svo): "Þetta er bara einhver útlenska"

Úlfarsfell

Eftir frekar myglaða helgi fórum við, litla fjölskyldan fór í gær, sunnudag í ágætis göngutúr á Úlfarsfell. Einkasonurinn var mjög ánægður með framtakið en var frekar hræddur um að við myndum rekast á einhverja úlfa enda vorum við að fara á "úlfafjall". Við sluppum sem betur fer við alla úlfana en skemmtum okkur þeim mun betur í staðinn. Mæli með því að drífa sig aðeins út í náttúruna frekar en að hanga inni. Fleiri myndir á heimasíðu einkasonarins.

Ísbíltúr

Litla fjölskyldan fór í tvo bíltúra í dag og gleymdum því á meðan hvað bensínið er orðið dýrt og nutum þess að vera í bíltúr.  Fyrr í dag keyrðum við niður Laugaveginn en það höfum við ekki gert heillengi. Það var bara mjög gaman, allt krökkt af fólki á Laugaveginum enda þokkalega gott veður. Við hefðum örugglega drifið okkur í göngutúr en þar sem húsmóðirin er að reyna að ná úr sér ljótum hósta ákvaðum við að láta það vera í þetta skiptið og létum okkur nægja að keyra niður Laugaveginn.  Yfirleitt erum við svo bara heima á laugardagskvöldum enda með lítinn stubb sem fer snemma að sofa. Eftir kvöldmatinn var húsmóðirin hinsvegar aftur orðin eitthvað eirðarlaus og við drifum okkur aftur í smá bíltúr sem endaði í ísbúð Vesturbæjar sem er staðsett á Grensásveginum. Þar splæsti eiginmaðurinn á einn líter af gamla ísnum. Einkasonurinn er oftast farinn að sofa á þessum tíma en hann sofnaði í fyrri bíltúrnum í dag og er því ennþá nokkuð hress. Þeir feðgar eru núna að horfa á fjölskyldumynd á ...

Kósíkvöld

Hvað er betra að gera á föstudagskvöldi en að borða heimatilbúinn föstudagsborgara ala eiginmaðurinn og hafa það næs fyrir framan sjónvarpið með fjölskyldunni. Kveikja á kertum og hafa kósíkvöld. Það ætla ég að gera í kvöld.

Eitt og annað

Fór í góða göngu í gær þar sem við löbbuðum á gamlar slóðir, sjálft Kársnesið en það mætti segja að ég sé ættuð af Kársnesinu enda gengum við framhjá mörgum stöðum sem ég þekki vel og sem ættingja búa eða hafa búið. Gönugtúrinn hófst frá Sporthúsinu og hringinn í kringum Kársnesið. Skemmtilegar umræður og góður göngutúr, stoppuðum eitt pissustopp á leiðinni og rétt náðum til baka í Sporthúsið áður en það fór að hvessa og rigna aðeins. Í kvöld var svo fyrirlestur hjá foreldrafélaginu sem varð frekar lítið úr vegna tæknilegra örðugleika, við reynum aftur eftir tvær vikur.

Nóttin

Af hverju er svona erfitt að vakna á morgnanna? Það hefur líklega eitthvað með það að gera að það er frekar dimmt úti þessa dagana. Einkasonurinn skilur þetta alls ekki, af hverju þurfum við að vakna þegar nóttin er? Af hverju erum við að fara í leikskólann þegar það er ennþá nótt? Í dag fórum við í sund um kl. 18, þegar ég var að drífa hann í útifötin fór hann að skellihlæja, fannst ég stórskrítin, við færum sko ekkert í sund því að það væri komin nótt. Hvað ætlaði ég eiginlega að gera í sundinu að nóttu til, við ættum nú bara frekar að fara að hátta. Við drifum okkur þó í sund og höfðum gaman að þó svo að það væri komin nótt.

Fjögur ár

Einkasonurinn varð fjögurra ára í dag og að sjálfsögðu var haldin heljarinnar veisla með fullt af afmælisgestum og pökkum. Íbúðin var troðfull út að dyrum en við vonum að allir hafi skemmt sér vel, a.m.k. gerði afmælisbarnið það og foreldrarnir. Einkasonurinn var sérstaklega ánægður með allar gjafirnar og þökkum við vinum og vandamönnum kærlega fyrir. Það var ánægður strákur sem fór að sofa í kvöld. Ótrúlegt að hugsa til þess að akkúrat fyrir ári síðan þá vorum við á leiðinni í fjölskylduferð til Florida, dollarinn undir 60 kr. og íslenska hagkerfið, þar á meðal bankakerfið á blússandi siglningu. Já, þá var öldin önnur.

Afmælisundirbúningur

Er á fullu að undirbúa fjögurrára afmæli sem verður haldið hérna kl. 14 á morgun. Þriðja kakan í ofninum og nóg að gera. Ég ætla að reyna að búa til Spidermanköku sem var einlæg ósk einkasonarins, ég er þó ekki alveg viss um hvernig það tekst til enda ekki fræg fyrir listræna hæfileika mína, það endar kannski bara með einfaldri súkkulaðiköku. Best að halda áfram. Uppfært: Ein mynd segir meira en þúsund orð:

Starfsdagur í leikskólanum

Í dag er starfsdagur í leikskólanum og ég tók mér frí í vinnunni og ætla að nota daginn til þess að fara með einkasoninn til eyrnalæknis og í klippingu svo að eitthvað sé nefnt. Einnig þarf að undirbúa eitthvað afmæli sem er á sunnudaginn. Einkasonurinn bað hinsvegar sérstaklega um það að fá að horfa á Dýrin í Hálsaskógi. Þar sem við erum tæknilega komin í helgarfrí þá fékk hann það og situr núna og horfir á Mikka ref og Lilla klifurmús meðan móðirin vafrar um á vefnum.

Sögur fyrir svefninn

Við höfum alltaf verið dugleg að lesa fyrir einkasoninn áður en að hann fer að sofa. Núna er hinsvegar mest spennandi þegar við segjum honum heimatilbúna sögu. Hann hefur fjörugt ímyndunarafl og stundum segir hann okkur eins og eina sögu fyrir svefninn. Oftast segir hann okkur sögur um strák og stelpu sem eru að gera eitthvað spennandi, búa jafnvel við sjóinn og hitta hákarla eða hvali. Í gærkvöldi sagði ég honum sögu um tvo stráka sem komust í hann krappann þegar þeir hittu ljón. Hann varð alveg skíthræddur og ætlaði ekki að geta sofnað þar sem hann var svo hræddur um að dreyma þetta þannig að ég þurfti að róa hann með sögu um tvær stelpur sem ræktuðu blóm.

Styttist í afmæli

Styttist í afmæli einkasonarins. Hann er búinn að skipta um skoðun mörgum sinnum hvernig afmælinu skal háttað. Hann ætlar að fá Spiderman afmæli, Sjóræningjaafmæli, Sprotafmæli og ég veit ekki hvað og hvað. Hann er einnig viss um að hann verði voða stór þegar hann er orðinn fjögurra ára og að skólaganga hans hefjist fljótlega eftir fjögurra ára afmælið. Það er svo sem kannski ekki fjarri lagi.

Tveir mánuðir til jóla

Ég skrapp í Smáralindina áðan og þar var sko engin Kreppa. Að minnsta kosti var bjálað að gera og við ætluðum varla að fá stæði. Þegar inn var komið var fullt af fólki og allir að versla eitthvað. Já, þar var sko enginn kreppa. Mér tókst að fá eina jólagjöf á góðum prís, já ég er sko byrjuð að kaupa jólagjafirnar þó svo að þetta verði nú engin BMW eða Rolex jól. Tja, ég hef svo sem aldrei fengið BMW í jólagjöf þannig að það er spurning hvort að það verði mikil breyting. Reyndar var ég að heyra að það væri spurning um innflutning á jólatrjám, tja það kemur bara í ljós hvort jólin í ár verða haldin án jólatrés.

Allt og ekkert

Ég er búinn að vera hálfslöpp alla vikuna og svo er búið að vara brjálað að gera í vinnunni en það er nú bara gaman. Ég er því búinn að vera hálfþreytt alla vikuna en hef svo sem ekki haft vit á því að fara snemma að sofa frekar en fyrri daginn. Í kvöld fór ég svo á mjög svo sérstakt leikrit, já maður lærir alltaf eitthvað nýtt. Kannski maður ætti að drífa sig að sofa fyrir kl. 23 í kvöld eða kannski leita að einhverju til að horfa á í sjónvarpinu.

Hvað er í gangi?

Ég er ennþá með með hósta og það er skítkalt úti. Hvað er eiginlega í gangi? Ég var að koma inn úr kuldanum og ég segi nú bara brrrrrr brrrrr og aftur brrrr og ætla bara að drífa mig í rúmmið, eins gott að það sé hlýrra þar.

Myndataka í París

Reyndum að taka mynd af okkur og Effelturinum uppá sigurboganum. Tókst í fjóðra skiptið. Lilja færðu þig aðeins. Ha aðeins í hina áttina? Ok, kannski sniðugt að Siggi færi sig. Loksins sést Effelturninn.

Spáð og spekúlerað

Einkasonurinn: Veistu hvað Bubbi getur ekki?" Faðir hans: "hvað?" Einkasonurinn: "Bubbi getur ekki svarað því"' Faðir hans: "Nú?" Einkasonurinn: "út af því að hann er svo gamall" Einkasonurinn syngur... ó ég get ekki, ó ég get ekki, ég get ekki svarað því...

Fjör í París

Hér koma skemmilegu myndirnar úr Parísaferðinni Varð að taka mynd af þessu, fannst við verra komin 30 ár aftur í tímann, svo er spuring hvað gerist þarna innan dyra. Einn af vinum hans Sigga sem hann kynntist þegar ég var á ráðstefnunni Fararskjótinn okkar í París, þessi með myndinni... hahahahah Þarna erum við að reyna að taka mynd af okkur við sigurbogann, tókst svona og svona. Við Hvítu kirkjuna var heljarinnar útsala sem minnti bara á heimaslóðir. Við fundum loksin myllu rétt hjá hvítu kirkjunnu Sacré-Cœur. Vorum viss um að þetta væri Moulin Rouge en fannst smá skrítð að myllan væri ekki rauð. Komumst svo að því að þetta er allt önnur mylla, hahahah. Í lok ferðarinnar fórum við í Lúxemborgargarðinn og lékum okkur að lauflöðum. Svaka fjör hjá okkur, þetta var yndislegur dagur og krökkt af fólki.

Green lady

Ég er ennþá veik en miklu hressari en í gær og fyrradag, kom þó eitthvað grænt út úr öllum götum í morgum, ok a.m.k. einhverjum götum. Mig er farið að gruna flensusprautuna um þetta sem ég fékk á mánudaginn því að ég varð líka svona slöpp síðast þegar ég fékk flensusprautuna en svo er þetta líklega bara tilviljun. Mér er farið að dauðleiðast sem er merki þess að mér sé að batna, þá vill ég fara að gera eitthvað annað en að hanga!

Já, auðvitað

Nú veit ég afhverju ég er búinn að vera svona þreytt síðustu daga, hélt að ég væri að berjast við ferðaþreytuna en ég er bara orðin veik. Var eitthvað hálfslöpp í gærkvöldi og svo eftir tónleikana sem voru alveg frábærir þá var ég orðin slöpp, með bullnadi hausverk og illt í hálsinum. Það eina sem ég gat gert var að skríða uppí rúm, já, ég var orðin veik. Ég er því heima í dag en er að vonast til að ég verði ekki veik lengi, að mér hafi tekist að kæfa þetta í fæðingu. Það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn en það kemur í ljós á morgun.

Nóg að gera

Það er búið að vera nóg að gera síðan ég kom heim frá Paris. Ég var dauðþreytt á mánudaginn og sofnaði bara mjög snemma. Í gærkvöldi var svo aðalafundur leikskólans og þá einnig aðalfundur foreldrafélagsins þar sem ég er gjaldkeri. Ég mætti því þar og ákvað að vera a.m.k. eitt ár í viðbót. Eftir aðalfundinn kynntu deildirnar svo starf sitt fyrir foreldrum. Ég var einnig dauðþreytt eftir það þannig ég held því að ég sé ennþá að berjast við ferðaþreytuna. Í kvöld er ég svo að fara á tónleika í Neskirkju með söngsveitinni Fílharmóníu , Ragnheiði Göndal og Hauki Gröndal. Nú er ég hinsvegar að elda hrísgrjónagraut, best að drífa sig að hræra í honum.

I'm back

Ég er komin aftur. Ég vissi ekki hvað ég ætti eiginlega að segja um aðstæðurnar í síðustu viku þannig að ég flúði bara land í kreppunni og endaði í París á ráðstefnu. Mæli með því, kom endurnærð og aðeins rólegri tilbaka. Í París var 15-20 °C hiti og sól en vá hvað Evran var dýr. Ekkert verslað og hugaði mig tvisvar um hvað ég keypti mér að borða og drekka. Ég verð að viðurkenna að það hvarflaði að mér nokkrum sinnum hvað maður væri eigilega að gera hérna á Íslandi. En jæja ég er komin aftur og best að taka þátt í leiknum.

Fundið fé

Ég var að taka til í dótinu mínu í gær, aldrei þessu vant! Haldið ekki að ég hafi rekist á 13 bandaríska dollara og 5 Evrur. Verðgildi þeirra hefur heldur betur hækkað síðan ég keypti þetta, já ég er rík.

Allt er orðið snjótt

Smá update! Einkasonurinn fylgist spenntur með snjókomunni og hleypur á 5-10 mínútna fresti út í glugga og spyr af hverju við drífum okkur ekki bara út. Hefur smá áhyggjur af því að það verði komin rigning á morgun og áðan þegar hann kíkti út heyrðist í honum "allt er orðið snjótt" sem þýðir líklega að allt er orðið snjóhvítt! Best að drífa barnið upp í rúm.

Fyrsti snjórinn

Þegar við sátum við kvöldverðarborðið eftir að hafa grillað kjúkling á svölunum héldum við að við værum að sjá ofsjónir, gat það verið að það væri byrjað að snjóa. Já! fyrsti snjórinn kemur manni alltaf jafn mikið á óvart í byrjun hvers vetrar. Einkasonurinn man ekki mikið, ef eitthvað, eftir síðasta vetri þannig að hann spurði hvort þetta væru flugur úti en ekki snjókoma. Þegar hann komst að því að það væri að snjóa var hann viss um að jólin væru komin og þegar hann leit út um gluggan á snævi þakktan bílinn okkar vildi hann drífa sig út og skafa af bílnum, ég var ekki eins spennt og sagði að það væri nú nóg að gera það á morgun. Hann er farinn að plana ferð út að leika sér í snjónum á morgun en ég læt mig dreyma um það að það verði komin rigning svo ég þurfi ekki að skipta yfir á nagladekk alveg strax.

Menningarleg

Fékk ótrúlegt tilboð í gær sem ég ákvað svo að neita eftir að hafa skipt um skoðun svona 20x. Er mjög sátt við ákvörðunina þar sem ég tel mig vera frekar privat með allt mitt og svo finnst mér líka töff að vera nóbodý þó svo að ég haldi út þessu bloggi. Annars fór ég í kvöld á forsýningu Macbeth hjá Þjóðleikhúsinu ásamt eiginmanninum og systkynum hans. Var nú ekki alveg viss um út í hvað ég væri að fara og runnu á mig tvær grímur í upphafi verksins en þegar á leið þá vann verkið á og ég var mjög sátt við það í enda sýningar. Tel þó að það hafi líklega aðeins háð mér að ég hafði ekki hugmynd um hvað Macbeth fjallar um áður en ég fór á sýninguna. Flott sýning, góðir leikarar, já ég mæli þessu verki.

Barnafmæli og göngutúr

Við einkasonurinn fórum í barnaafmæli í dag sem tókst svona voða vel og ég var meira að segja svo hress á eftir að ég dreif mig út í rúmlega hálftíma göngutúr. Kannski líka þar sem veitngarnar voru svo glæsilegar að ég þurfti að labba einhverjar af mér. Við óskum Árna innilega til hamingju með fjögurra ára afmælið.

Stutt helgi

Ég missti af laugardagskvöldinu þannig að helgin styttist óeðlilega mikið! Mér tókst nefnilega að sofna með einkasyninum kl. 21 og vaknaði ekki aftur fyrr en kl. 2.30 í nótt en þá var ég líka glaðvakandi. Helgin átti að fara í tiltek en eitthvað hefur farið minna fyrir því en ætlunin var, reyndar hefur þetta frekar verið letihelgi. Jæja, sunnudagurinn er ekki búinn og best að drífa sig í geymsluna eða eitthvað annað. Af nógu er að taka.

Leikfimisdagur

Dreif mig í ræktina um kvöldmatarleitið en ég er nýbúinn að festa kaup á árskorti í sundlauginni og meðfylgjandi líkamsræktarsal. Þegar ég kom heim þá var vísifingur á lofti hjá einkasyninum sem sagði mér að ég hefði verið alltof lengi í leikfimi en hann tók mig í sátt þegar ég lofaði að kúra hjá honum. Hann er allt í einu að verða eitthvað svo stór strákur enda alveg að verða fjögurra ára.

Göngudagur

Eftir mikla umhugsun dreif ég mig í göngu hjá gönguklúbbnum í kvöld og sá svo sannarlega ekki eftir því. Við vorum einungis þrjár í þetta skiptið en gengum um fornar slóðir og kíktum m.a. á gömul hýbýli okkar í Vesturbænum, virkilega skemmtilega ganga. Tvær okkar urðum reyndar skíthræddar við einhvern mann sem var að elta okkur á meðan sú þriðja tók ekki eftir því. Enda erum við tvær fyrrverandi Vesturbæingar en núvernadi úthverfamýs, já ekki lengur einhverjar miðbæjarrottur. Við mættum sem sagt frekar skuggalegum manni sem um leið og hann var búinn að mæta okkur snéri við og fór að "elta" okkur. Við urðum frekar ráðvilltar en tókst með kænsku okkar að "stinga hann af" með því að hlaupa yfir götuna og breyta um stefnu. Það er svo stóra spurninginn hvort að viðkomandi var að elta okkur eða bara svona ruglaður að hafa beygt inn í vitlausa götu.

Sunddagur

Sundtími hjá einkasyninum í dag, einhvernveginn er maður alltaf svo þreyttur eftir sundið að það verður ekkert úr kvöldinu. Ég var einmitt alveg dauðþreytt í kvöld en eftir að hafa hvílt mig í tvo tíma dreif ég mig og lagaði fullt til og hef meira að segja aðeins kíkt í bókhaldið. Já, það hefur verið eitthvað svo mikið haust síðustu daga og vikur eins og hefur a.m.k. komið fram áður á þessari síðu enda rigning, rigning og aftur rigning. Hef svo sem ekkert mikið merkilegt að segja þessa dagana enda haust...

Heimadagur

Fjölskyldan hefur átt náðugan dag heima. Eiginmaðurinn er að jafna sig eftir átök gærkvöldsins, sagðist vera svo illt í hægri hendinni eftir að hafa skálað svo mikið en ég er að jafna mig eftir það að hafa sofnað fyrir kl. 10 á laugardagskvöldi. Vaknaði kl. 6 í morgun og færði mig yfir í rúm einkasonarins þar sem það var orðið heldur þröngt um okkur þrjú í hjónarúmminu. Einkasonurinn bíður eftir mér núna, telur sig þurfa hjálp til að laga til í herberginu sínu og svo í kvöld er það grill og spilakvöld með góðum konum eða stelpum!

Sofið út

 Við sváfum næstum því yfir okkur í morgun því að öll fjölskyldan svaf til klukkan hálf tíu, líka einkasonurinn. Það er nokkuð lagt síðan það gerðist henda hefur einkasonurinn vakið okkur upp síðustu helgar fyrir klukkan átta. Þó var eins gott að við sváfum ekki lengur þar sem hlauparinn og eignimaðurinn átti að mæta í vinnuna klukkan tíu, hann rétt náði að henda sér í fötin og drífa sig í vinnuna. Við mæðginin höfðum það hinsvegar gott eða hugguðum okkur að dönskum sið fram að hádegi í náttfötunum. 

Það lekur inn í geymsluna

Haustlægðirnar eru komnar, sú fyrsta svakalega kom í vikunni og þá lak all hressilega inn í geymsluna okkar. Það var því tekið til við að þurrka allt upp þannig að ekki væri bleyta á gólfunum. Ég sá fram á að nú er lag til þess að laga allt sem laga þarf í geymslunni og best að hafa EKKERT á gólfinu en allt upp í hillu. Við vorum aðeins byrjuð á þessu en núna verða næstu dagar og tja kannski vikur geymsludagar þar sem hver málaflokkurinn af öðrum verður tekinn fyrir. Ó, já það er sko gaman þegar haustar.

Haust

Það er allt í einu komið haust sem er voðalega notalegt. Búið að vera ágætis sumar með frábæru veðri uppá nánast hvern einasta dag en núna er orðið dimmt uppúr átta, sérstaklega þegar svona svakalegar haustlægðir koma eins og í dag. Það er því um að gera að draga upp flísteppið, kveikja á kertunum og fara í hlýju og mjúku GAP sokkana sem ég keypti í USA hérna um árið, engrir lopasokkar hér.

Þreytt á mánudegi

Eiginmaðurinn er loksins kominn heim og ég er hætt að vera golfekkja. Eiginmaðurinn þreyttur en sáttur eftir skemmtilega golfferð til Danmerkur, hann liggur núna sofandi uppi í sófa á meðan ég skrifa þetta. Þetta var ein mesta letihelgi sem ég hef haft lengi en þó að ég hafi verið í letikasti alla helgina þá tókst mér nú samt að drífa mig á eina listaverkasýningu og eina leihússýningu. Okkur var hinsvegar tvisvar boðið í mat um helgina en ég valdi í staðinn að fara heim og slaka á heima. Fátt er betra en að sitja fyrir framan sjónvarpið í heimafötunum á laugardagskvöldi og horfa á góða bíómynd eða "hygge sig" á sunnudagskvöldi fyrir átök vikunnar. Í þetta skiptið gerði ég bæði, verst að ég er ennþá þreytt - þreytt að gera ekki neitt. Næstu helgi lofa ég að gera eitthvað meira, stefnan er tekin á smá ferðalag út fyrir bæinn en það fer þó eftir haustveðrinu.

Leikhúsferð á sunnudegi

Á sunnudegi er við hæfi að drífa sig í leikhús. Það var gert dag þegar ég og einkasonurinn fórum í Þjóðleikhúsið á Skilaboðaskjóðuna ásamt Árna Degi og föruneyti. Þetta er góð leið til þess að eyða sunnudagseftirmiðdegi þar sem bæði góðu persónurnar og vondu létu taka til sín. Einkasonurinn sagði nokkrum sinnum, þetta er bara í plati, þetta er bara í plati, en var ekki alltaf alveg viss. Hérna eru tvær myndir af gaurunum á Skilaboðaskjóðunni. Ég var aldrei þessu vant ekki með myndavél en prófaði myndavélina á nýja símanum mínum (sem er svona lala) þar sem ég sleppi ekki "Kodak momenti" þegar ég sé það. Á myndunum eru Kristófer Óli, Árni Dagur og Viktor.

Golfekkja á laugardegi

Ég er ennþá golfekkja og í gærkvöldi tókst mér að sofna um leið og einkasonurinn enda var ég glaðvöknuð kl. 7.30 á laugardagsmorgni (vaknaði reyndar fyrst kl. 3.30). Jæja, einkasonurinn vaknaði stuttu seinna eða um 7.45 og við fórum fram. Mér tókst að borða morgunmat og ganga frá, taka úr uppþvottavélinni og hengja uppúr þvottavélinni, taka af snúrunni áður en klukkan varð 9.00. Enda hef ég lítið gert síðan, frekar næs að eiga svona smá heima dag eða heimamorgunn. Er að fara á flakk og svo á eftir er ætlunin að fara á opnun listaverkasýningar . Sjáum til hvað gerist eftir það...

Grasekkja eða golfekkja

Ég er grasekkja eða kannski réttara sagt golfekkja. Eiginmaðurinn er farinn í golf alla leið í gamla föðurlandið þ.e. Danmörk og ég dauðöfunda hann að vera kominn þangað aftur, koma tímar, koma ráð. Við einkasonurinn unum hag okkar ágætlega og dúllum okkur saman en söknum að sjálfsögðu heimilisföðursins. Einkasonurinn var viss um að ég hefði verið að plata hann í morgun, þar sem ég var búinn að lýsa því yfir að nú væri sumarið búið og bara komið haust. Jæja í morgun var sumar og sól að hans mati og svo sem ekki fjarri lagi því í dag var um 15 °C hiti og það í September.

Húsfundur

Fór á húsfund í kvöld. Ekki var kosið í stjórn á þessum húsfundi þannig að ég gat ekki haft nein áhrif á völd, í staðinn voru bara ræddar framkvæmdir. Já, nú á ýmislegt að gerast, ok a.m.k. laga gluggan í stigaganginum. Sjáum svo til hvað gerist eftir að því er lokið. Ég er drulluþreytt og ætla að drífa mig að sofa, góða nótt.

Jeppaferðin

Áttum skemmtilega jeppaferð á sunnudaginn þar sem m.a. var skoðað: Farið útsýni frá Hagavatni Jarlhettur Gullkista

Geymslan

Frá því að við fluttum hingað fyrir um þremur árum hefur alltaf staðið til að laga almennilega til í geymslunni. Tiltektin þar hefur verið af skornum skammti og einhvern veginn fylltist bara geymslan smá saman. Þar sem við bjuggum áður var geymslan 1/2 - 1 fermeter og var hún ávallt full. Geymslan okkar í dag er 9 fermetrar og hún er einnig ávallt full. Í dag var Operation 1 í geymslutiltekt. Þó svo að þetta sé bara fyrsta skrefið var þetta stórt skref og aldrei að vita nema framhald verði á þessari aðgerð. Við fórum yfir alla bókaskassana (ekki alveg búið) og þrjár ferðir í sorpu þar sem bíllin var fullur í hvert skipti. Þetta er bara byrjunin, það ræðst á næstu vikum hvort að okkur takist að klára dæmið. Það verður a.m.k. ekki á morgun því þá er plönuð jeppaferð með vinnufélögunum, verst hvað það er leiðinleg veðurspá. Það er bara að bíða og vona að veðurfræðingarnir hafi rangt fyrir sér.

Borða með puttunum

Hér kemur enn ein saga af einkasyninum. Borðsiður einkasonarins eru ekki með besta móti. Það gengur eitthvað erfiðlega að láta hann borða með gaffli og helst vill hann bara nota guðsgafflana til að stinga matnum upp í sig. Við erum búinn að prófa ýmislegt til að bæta borðsiðina, m.a.: benda honum á að þetta séu nú ekki góðir borðsiðir og hvernig góðir borðsiðir eigi að vera, að svona geri bara litlir krakkar, hvort hann geri nokkuð svona í leikskólanum, segja honum að við ætluð að senda hann í mannasiðaskóla, og ég veit ekki hvað og hvað, en þetta virðist vera eílíf barátta. Suma daga gengur alveg ágætlega en aðra daga gleymir einkasonurinn sér og notar bara hendurnar. Einn daginn fyrir nokkrum vikum þegar ekki gekk nógu vel og ég var búinn að prófa öll trixin að ofan og fleiri til, þá bjó ég til smá sögu (kannski smá fordómafulla en hvað reynir maður ekki) um að svona gerðu nú bara villimennirnir í Afríku. Þeir eru þeir einu sem borða með höndunum aðrir "siðmenntaðir" menn ...

Alltaf í sundi

Einkasonurinn er byrjaður aftur á sundnámskeiði og móður hans til mikillar gleði hafði hann ekki gleymt neinu, vonandi að allar sundferðirnar í sumar hafi haft einhver áhrif. Við skemmtum okkur vel í sundi hjá Sóley eða Sólí eins og einkasonurinn kallar sundkennarann. Veðrið var heldur betur gott í dag, vona að það verði líka gott um helgina og þá sérstaklega á sunnudaginn og á öllu landinu. Meira um plan helgarinnar síðar.

Hákarlasaga

Söguhorn Kristófers Óla - Til minnis Ég var að svæfa einkasoninn áðan og hann spurði hvort að ég vildi segja honum sögu og átti þá við heimatilbúna sögu. Þar sem búið var að lesa fyrir hann og klukkan orðin svolítið margt sagði ég að það væri kominn tími til að sofa og ég ætlaði ekki að segja honum neina sögu núna. Hann dó ekki ráðalaus og sagði: "Á ég að segja þér sögu?" Ég samþykkti það þannig að hann byrjaði söguna. "Einu sinni var maður úti á sjó og svo drukknaði hann. Þá kom stór fiskur og dró hann í lítinn poll þannig að hann bjargaðist. Síðan varð pollurinn aftur stór og maðurinn drukknaði." Þegar þarna var komi til sögu fannst mér nóg um að maðurinn hefði drukknað 2x þannig að ég spurði hvort að konan hans yrði ekki sár ef hann drukknaði. Þá hélt sagan áfram: "Konan hans fór í pollinn og hún drukknaði líka. Síðan kom hákarl og borðaði manninn og svo borðaði hákarlinn konuna hans". Ég var orðin nokkuð hrædd við hákarlinn enda sagan orðin all svakal...

3. í afmæli

Við stórafmæli er venjan að hafa margra daga veislur. Veit ekki hvort mitt afmæli flokkast sem stórafmæli en í dag var veisla, þriðja daginn í röð. Á laugardagskvöldið fórum við litla fjölskyldan í smá bíltúr á Stokkseyri og fengum okkur humarsúpu og humar. Í gær, daginn eftir afmæið mitt þá fór ég í Brunch með nokkrum vinkonum og ég var södd allan daginn. Síðan fór ég í Kringluna og keypti mér tvær afmælisgjafir. Nýjan GSM síma (sá sem ég átti var orðinn 4 1/2 árs og batteríið farið að gefa sig) og nýja skó. Loks var spilakvöld um kvöldið með "risablöðkupæi" eins og ein kallaði það. Í dag var svo afmælisveisla í vinnunni. Þó svo að við séum bara rúmlega 30 sem vinnum á mínum vinnustað þá á önnur samstarfskona mín einmitt afmæli sama dag. Þar sem við erum fæddar sama dag þá föttuðum við báðar seint í gærkvöldi að það væri afmælisveisla í vinnunni daginn eftir. Við hittumst því bara hjá Jóa Fel í morgun og redduðum afmælisveislunni sem var að sjálfsögðu glæsileg, afmælissögnu...

Birthday girl

Jæja, loksins komið afmæli. Veit ekki hvort ég sé afmælisstelpa eða kannski er ég orðinn kona loksins. Einkasonurinn sagði bara Váááááááá þegar hann heyrði hvað ég væri orðin gömul, mér líður hinsvegar alltaf eins og að ég sé bara 18 eða kannski 21 árs, ætli það beytist nokkuð þó að einu ári sé bætt við en ég er sem sagð orðin árinu eldri, fæddist um kl. 10.30. Svo er ég búinn að fá fullt af afmæliskveðjum í síma, á netinu og í tölvupósti og það ekki einu sinni komið hádegi. Þetta lítur út fyrir að verða ágætis afmælisdagur, og það spillir nú ekki fyrir að hann er á laugardegi og ég er búinn að reikna út að næsta stórafmæli verður á föstudegi eftir 5 ár en best að hugsa sem minnst um það og njóta bara dagsins í dag.

Brjálað að gera

Það er brjálað að gera í vinnunni og greinilegt að sumarfríið er búið. Ég geri ekki annað en að hrinja í sófann á kvöldin þegar ég kem heim og breytist í sófadýr. Afraksturinn af allri þessari vinnu birtist í fréttablaði á morgun, geri ráð fyrir að allir bíði spenntir. Hahahaha, bara fleiri brandarar. Annars styttist í afmæli, en ég verð dirtysomething á laugardaginn. Ætla að hafa það næs með stráknunum mínum. Eiginmaðurinn er að vinna alveg til kl. 16 þannig að ég geri bara ráð fyrir rólegum afmælisdegi með spennandi og rómantískum kvöldverði. Já, ætli ég sé ekki bara farinn að hlakka smá til.

Brandarahorn

Ég er ein af þeim sem finnst barnið mitt óheyrilega fyndið, jæja hverjum finnst það ekki um barnið sitt. Hér kemur einn úr brandarhorni Kristófers Óla. En einkasonurinn var að stríða pabba sínum í kvöld með því hvað hann væri gamall. Sonurinn: "Pabbi þú ert bara kall" Faðirinn: "Nei ég er ekki karl" Sonurinn: "Jú, þú ert 3000 kall"

Strákarnir mínir

Það var þreyttur en stolltur strákur sem kom heim í dag eftir að hafa hlaupið Latabæjarhlaupið. Faðir hans var einnig duglegur og að sjálfsögðu er ég að springa úr stollti yfir stráknunum mínum. Fljótlega eftir að við vorum komin heim í dag þá sofnuðu báðir í sófanum í stofunni. Sjaldan hefur nokkur verið svona ánægður með verðlaunapeninginn eins og einkasonurinn þó að hann hafi haft nokkrar áhyggjur af því að þeir sem hlaupa ekki allt hlaupið fengju ekki verðlaunapening. Peningurinn fór ekki af hálsinum fyrr en hann fór að sofa og þá bað hann mig vinsamlegast um að passa verðlaunapeninginn og rétti mér hann. Einnig benti hann mér á að passa vel að læsa fram á gang svo að verðlaunapeningnum yrði nú ekki stolið í nótt.

Hlaupagikkir

Á morgun ætla karlmennirnir á heimilinu að hlaupa í Reykjarvíkurmarþoninu. Einkasonurinn tekur reyndar þátt í Latabæjarhlaupinu en eiginmaðurinn ætlar að hlaupa 21 km eða hálft maraþon og það finnst mér nokkuð flott. Við fengum bolina fyrir þá í Laugardagshöll í dag og einkasonurinn þurfti auðvitað strax að prófa hlaupabolinn. Hann er búinn að æfa sig fyrir morgundaginn með því að hlaupa á tásunum í hlaupabolnum og stuttbuxum út um alla íbúð. Hann er nefnilega alveg viss um að hann hleypur miklu hraðar þegar hann er í hlaupabolnum.

Sultugerð

Á mánudaginn fór ég ásamt einkasyninum heim til samstarfskonu minnar og við týndum fullt af rifsberjum. Ég elska rifsber, bestu ber fyrir utan jarðaber. Jæja, ég týndi og einkasonurinn hafði meiri áhuga á tampolíni sem var í garðinum. Ég fékk vænan haug af rifsberjum og aðeins af sólberjum og í kvöld hafði ég loksins tíma til að bút til smá sultu og það tókst bara vel, þó að ég segi sjálf frá. Ég verð seint talin húsmóðursleg en ég er nú nokkuð stollt af því núna krukkur af heimatilbúinni sultu inni í ískáp, sem ÉG bjó til.

Afmæli

Mamma mín á afmæli í dag, ég óska henni innilega til hamingju með afmælið, að sjálfsögðu var farið í kaffiboð til hennar og ég fékk meira að segja með afganga sem verða líklega étnir upp til agna í vinnunni á morgun. Til hamingju með afmælið mamma.

Sumarfríi lokið

Fyrsti vinnudagurinn eftir sumarfrí var í dag. Sumarfríið var fínt, rólegt, skemmitlegt og gott veður. Þó að eiginmaðurinn hafi fengið lítið sumarfrí þá tókst okkur að gera ótrúlega margt. Helstu atriði eru: Útilega í Þjórsárdal Sumarbústaður við Þingvallavatn um Verslunarmannahelgina með brennu og allt! Viku sumarbústaðaferð í Grímsnesið þar sem við fengum góða gesti Dagsferð á Selfoss í heimsókn til Selfyssinga Gullfoss og Geysir Þingvellir og rúntur í kringum Þingvallavatn Skógarfoss og Reynisfjara Frábært veður í sumarfríinu Óteljandi sundferðir Hjólatúrar í dalnum okkar og fleira og fleira og fleira...

Mætt aftur

Ég er mætt aftur, þeim fáu sem lesa þetta til ómældrar ánægju. Ég hef svo sem ekkert verið að auglýsa þetta blögg mikið og því haldið lesendum í lágmarki. Ég var eitthvað að spá í að hætta þar sem ég var orðin þreytt á þessu og tók því langt sumarfrí. Þegar ég var að lesa gamlar færslur núna eftir sumarfrí þá fattaði ég að það þetta er fín dagbók og ágætis leið til að fá mig til að skrifa niður hvað gerist í lífinu, þannig að ég held áfram...

Það er næs...

... að vera í sumarfríi. Ég nýt þess í botn að vera í sumarfríi og bongóblíðunnar. Dagurinn í dag var hálfgerður letidagur en endaði með því að ég fór í dótabúð (ferð sem einkasonurinn var búinn að bíða eftir alla vikuna), til læknis og svo í kjörbúðina. Reyndar hef ég bæði þurft að fara bæði til tannlæknis og læknis í vikunni og það út af sama vandamálinu, getið þið nú. NB. Bæði tannlæknirinn minn og læknirinn minn eru í sumarfrí og því ekki hægt að ná í þau. Það er greinilega eitthvað með mig og skipulögð sumarfrí, enda alltaf hjá læknum! sbr. sumarfríið í fyrra.

Óhappadagur

Ég get ekki sagt annað en dagurin í dag eða réttara sagt gærdagurinn því klukkan er orðin meira en tólf hafi verið óhappadagur. Ég átti tíma hjá tannlækni sem eitt og sér gerir daginn frekar óspennandi. Á leiðinni til tannlæknis, NB yfirleitt ekki lengur en 5 mínútur að keyra þangað lenti ég á öllum rauðum ljósum, alls sex, þar af einu gönguljósi. Ég hugsaði með sjálfri mér hvað væri eiginlega í gangi en dreif mig til tannlæknis. Það kom svo í ljós þegar ég labbaði út af tannlæknastofunni og ætlaði inni í bílinn. Þá var sprungið á einu dekki og ég ákvað því að labba frekar heim og bíða þangað til í kvöld til að fá aðstoð frá eiginmanninum þegar hann kæmi heim úr vinnunni. Í kvöld var ég svo á leiðinni í grillpartý með vinnufélögunum og ákvað að dressa mig upp og fara í pils, aldrei þessu vant. Jæja, ég gafst upp á því þegar ég var búinn að eyðileggja einar sokkabuxur og einar leggings og fór bara í buxum og kom rúmlega hálftíma of seint. Grillpartýið gekk sem betur fer áfallalaust fyri...

Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór?

Sáum lögregluna vera að mæla hraðann í dag þegar við vorum að keyra, við vorum að sjálfsögðu á löglegum hraða. Við spurðum þá einkasoninn hvort hann ætlaði ekki að verða lögga, það var lítið um svör svo ég spurði hann aftur: "Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór?" Þá stóð ekki á svörum. "Bubbi, ég ætla að verða Bubbi og syngja Rómeo og Júlía" Þá vitið þið það.

Bíóvikan

Var að koma heim núna (sem er mjög seint svona á laugardagskvöldi fyrir úthverfamömmuna) og auðvitað þurfti ég aðeins að kíkja í tölvuna og hendað hér. Fór í þriðja skiptið í bíó í þessari viku, geri aðrir betur. Jæja, ætli maður fari nokkuð aftur fyrr en eftir einhverja mánuði. Allar myndirnar þrjár voru góðar hver á sinn hátt. Síðasta myndin sem ég sá í bíó þessa vikuna var stórmyndin The Dark Knight en við hjónin fórum saman á bíóstefnumót og sáum skemmtilega mynd. Og já það var líka uppselt á þessa mynd - eins gott að við höfðum vit á að kaupa okkur miða á netinu áður en við lögðum af stað því þegar við komum NB 25 mínútum áður en myndin átti að byrja var uppselt, og já við biðum í röð við innganginn að salnum - 2x í sömu vikunni, geri aðrir betur. En endilega drífið ykkur að sjá myndina með BATMAN!

Búðarferðir

Ekkert varð úr sundferð í dag þar sem við héldum okkur í hinum ýmsu búðum, á heitasta degi ársins hér á höfuðborgarsvæðinu. Hefði kannski verið gáfulegra að gera eitthvað annað, dagurinn var engu að síður skemmtilegur í skemmtilegum félagsskap og auðvitað rakst maður á ýmsa sem maður þekkti. Dagurinn byrjaði þó með Ikea rúmlega 10.00 þar sem hádegisverður var einnig snæddur áður en við héldum lengra, ódýrasti veitingarstaður bæjarins. Næst fórum við í Smáralindina, þá til Reynis bakara, í sérbúðina Kjöt og Fisk og loks í Bónus. Það var nú ekki mikið keypt, aðallega í Bónus en það voru þreytt mæðgin sem komu heim í dag rúmlega fjögur. Enda höfum við bara verið að slappa af síðan.

Stefnumót í sundi

Síðustu tvo daga höfum við Kristófer Óli átt stefnumót í sundlaugum bæjarins eða kannski á höfuðborgarsvæðinu. Í fyrradag fórum við alla leið upp í Mosó og hittum þar frænku mína ásamt börnum. Kristófer Óli prófaði allar rennibrautirnar ásamt frænda sínum sem er jafn gamall og hann, þetta var ein stór rennibrautarferð í rúmlega klukkutíma (renna sér og hlaupa í næstu rennibraut) enda voru sumir þreyttir í lok dagsins. Í gær fórum við svo aðeins nær og kíktum á gömlu/nýju sundlaugina í Kópavogi ásamt vinkonu minni og syni hennar. Nú er bara spurning í hvaða sundlaug við förum í dag, tja kannski bara Laugardalslaugina...

Bíókvöld

Það eru örugglega fimmtán til tuttug ár síðan ég beið í svona bíóröð eins og í kvöld. Fór fyrst í Smárabíó en þar var uppselt á myndina, keypti því miða í Háskólabíó á staðnum og brunaði svo vestur í bæ. Þar þurfti ég að bíða í röð fyrir utan bíósalinn í um 15 mínútur áður en við komumst inn. Minnti mig á bíóferð hérna um árið í gömlu Bíóborginni (Austurbæjarbíói) þegar ég var í menntaskóla og var að fara á Dick Tracy. Verð nú að segja að þetta var alveg þess virði myndin var mjög skemmtileg, kemur manni í gott skap. Mæli með henni. Þið getið séð það betur hérna... Að hlusta á lögin minnti mig á aðra tíma, jæja ég er ekki svo gömul að ég muni eftir því þegar Abba vann Eurovision, en á mínum djammárum þá var Abba í tísku og ég kann því einhver Abbalög, reyndar furðu mörg komst ég að í kvöld.

Nýtt hjól

Einkasonurinn var dekraður í tætlur í dag. Fórum í bíó á Kung Fu Panda og svo keyptum við einnig nýtt hjól handa honum, reyndar fyrsta hjólið sem við kaupum handa honum og fyrsta tvíhjólið hans. Það er í stærra lagi en við vonumst til að hann muni einhverntíma stækka upp í það. Það er nokkuð ljóst að næstu dagar og vikur fara í hjólaferðir.

Útilega

Sumarfríið byrjaði með stæl. Drifum okkur í útilegu á föstudagsmorgninum og enduðum í Þjórsárdal í bongóblíðu.

Sumarfrí

Þessi síða er greinilega komin í sumarfrí, aðeins á undan mér en ég byrja að í "stóra" sumarfríinu mínu 17. júlí er þó búinn að taka nokkra daga í júní. Það er svo sem ágætt að vera ekki að hanga í tölvunni þegar veðrið er svona gott. Ég þarf þó að koma að gullkorni frá einkasyninum, svona þannig að ég gleymi því ekki. Faðir hanns fór í golf í gær og við vorum bara tvö að borða kvöldmatinn. Það var frekar mikið að gera hjá Kristófer Óla og ég var alveg að missa þolinmæðina. Hann kom þá með gullkorn sem fékk mig til að skellihlæja. Einkasonurinn: "Af hverju ertu alltaf að skamma mig" Móðirin (þreytt): "Ef þú hlustaðir á mig og færir eftir því þá þyrfti ég ekki að vera alltaf að skamma þig" Einkasonurinn : "Æ, ég heyri stundum ekki nógu vel" Til hamingju með afmælið í dag Magga!

Pabbi Siggi og mamma Lilja

Þegar eiginmaðurinn fór með einkasoninn á leikskólann í morgun kom besta vinkona einkasonarins til þeirra og segir, "ert þú pabbi Siggi"? Eiginmaðurinn greinilega þekktur í leikskólanum. Kristófer Óli hefur nefnilega tekið uppá því að kalla okkur "pabba Sigga" og "mömmu Lilju" þannig að það hljómar stundum eins og hann eigi marga pabba og margar mömmur. Ef hann þarf viriklega að fá athygli hjá mér þá segir hann stundum "Lilja mín", "Lilja mín", spurning hvort það virkar vel. En ef hann á bágt þá kallar hann nú bara á mömmu og pabba.

Austur fyrir fjall

Fór í stutta og skemmtilega ferð austur fyrir fjall eftir vinnu í dag, já maður getur víst líka gert eitthvað skemmtilegt á virkum dögum! Ég og samstarfskona mín fórum til vinkonu minnar sem á fullt af kisum á Selfossi. Samstarfskona mín hafði nefnilega nýlega fengið kisu hjá henni og var spennt að sjá fleiri kisur. Við kíktum á kisurnar og krakkarnir léku sér á meðan. Við vorum auðvitað alltof lengi í heimsókninni enda alltaf gaman að koma til Selfoss þannig að þegar henni var lokið var komið að matartíma og allir svangir. Við rúntuðum um Selfoss en fundum ekkert spennandi, ég hringdi meira að segja í eina vinkonu mína í Hveragerði til að kanna veitingarhúsaflóruna þar. Þá fengum við þá snilldarhugmynd að fá okkur humarsúpu á Stokkseyri og það sló í gegn, a.m.k. hjá okkur konunum, krakkarnir fengu sér nú bara skinkusamloku og nagga. Það er ekki að því að spyrja krakkarnir sofnuðu áður en við komum til höfuðborgarinnar.

Í bústað

Búinn að vera í bústað við Laugarvatn alla helgina og rúmlega það, halda uppá eitt stykki sextugsafmæli, fara í fjallgöngu, á Sólheima og í minigolf. Við komum heim í kvöld og ég fer strax að vinna í fyrramálið. Búinn að þvo tvær vélar og ganga frá flestu. Held að það sé kominn tími til að fara að sofa. Gleðilega þjóðhátíð!

Beauty is pain

Tók mér sumarfrísdag í dag og fór í klippingu og strípur fyrir hádegi. Ég mætti kl. 9.30 og labbaði út af hárgreiðslustofunni kl. 12.09!!! Já rúmlega tveir og hálfur tími og mörgum þúsundköllum fátækari. Verð þó að segja að ég er nokkuð ánægð með útkomuna, en "Beauty is pain".

Vífilsstaðavatn

Labbaði tvo hringi í kringum Vífilsstaðavatn í kvöld. Skrítið fyrir um mánuði síðan hafð ég aldrei labbað í kringum þetta vatn en keyrt fram hjá því ótal mörgum sinnum. Núna er ég búinn að labba þrisvar sinnum í kringum það.

Krökkt af fólki

Ég ákvað að fara frekar út í góða veðrið en í sveittan leikfimissal og tók eina göngu í dalnum. Þar var allt krökkt af fólki sem var labbandi, hlaupandi, hjólandi og á línuskautum. Svo ekki sé talað um þá fjölmörgu hópa sem voru að spila fótbolta, hafnarbolta eða blak. Það er náttúrulega bara gaman að vera til á svona dögum. Fyrr um daginn fórum við einkasonurinn aftur í Kópavogslaug og hann var farinn að gera sig nokkuð heimakominn þar. Við vorum ekki einu sinni búinn að fara úr skónum heldur stóðum fyrir utan klefann þar sem skótauið er geymt þegar minn maður bara girti niður um sig, já hann var að fara í sund og að drífa sig úr fötunum og það strax. Baráttukveðjur til þeirra sem voru í þessari vél , grunar að þetta hafi ekki verið skemmtilegt.

Nú er úti verður gott

Ég er ekki frá því að það sé loksins komið sumar og 17. júní í næstu viku. Verst að mér finnst alltaf sumarið vera hálfnað þegar 17. júní búinn og reyni að flýta mér að gera eitthvað. Sem betur fer er búið að vera nóg að gera í maí og júní þannig að ég hef nýtt það sem af er sumri og vetri vel. En bara ef þið hafið ekki tekið eftir því, þá er bongóblíða úti, sumarhátíð leikskólans (sem foreldrafélagið stendur fyrir) á fimmtudaginn og nóg að gerast. Fór í smá leiðangur með einkasoninn að kíkja á tvíhjól. Hann vildi þó ekki fá tvíhjól, bara hjól með hjálparadekkjum, hahahah! Í þær tvær búðir sem ég fór voru bara til bleik stelpuhjól í hans stærð. Reyndar er hann á milli stærða þar sem hann er alltof langur en það er önnur saga. Hann var þó alveg sáttur við að fá bleikt hjól en móðir hans ákvaða að bíða í nokkur ár með það að láta hann ráða því og tekur stefnuna á fleiri búðir á morgun.

Minningar

Ég var að skoða gamlar færslur eins og uppáhals blöggarinn minn . Þá rakst ég á þetta hérna . Ég var búinn að steingleyma þessu en gaman að sjá að maður lætur nú stundum draumana rætast þar sem við fórum einmitt til Parísar núna í maí.

Lýtaaðgerð

Ég fór í lýtaaðgerð í dag. Var búinn að kvíða fyrir því í tvö ár og svo tók það ekki nema 5 mínútur og 6000 kr. Ég var með nokkra húðsepa á hálsinum sem ég fékk þegar ég var ófrísk og ákvað loks að láta taka í dag. Lækninum fannst þú þetta ekki mikið mál og svona eftirá þá verð ég að viðurkenna að það var það nú ekki. Núna er ég kominn með þennan fína háls og get farið að safna fleiri húðsepum, maður fær þá víst oftast á miðjum aldri en það er auðvitað mörg, mörg ár ef ekki áratugir í það hjá mér.

Sundlaug Kópavogs

Sundlaug Kópavogs er sundlaugin mín. Allt frá því ég var lítil stelpa og fór í sund í pinku lítilli sundlaug og fékk mér hálft fransbrauð á eftir í bakaríinu á móti eða labbaði í sund á menntaskólaárunum á meðan ég bjó hjá ömmu minni eða þegar ég gerði mér ferð í Kópavoginn á þeim tíma sem ég bjó í höfuðborginni. Ég á góðar minningar um þessa sundlaug og hef alltaf verið nokkuð heimakominn þar. Ég hef ekki farið mikið í þessa sundlaug hin síðustu ár, kannski dofnaði sjarminn, eða ég var kannski bara að gera eitthvað annað! Fyrr í vetur fór ég svo nokkrum sinnum aftur í þessa sundlaug en tókst kannski ekki að standa við stóru orðin, þ.e. fara í sund 1x í viku í vetur. Ég stend þó við það að þetta er lang besta laugin fyrir sundæfingar. Fyrir stuttu var Sundlaug Kópavogs svo opnuð enn og aftur með hátíðarhöldum, endurbætt með nýjum pottum, innisundlaug og nýjum klefum í stað "bráðabirgðaklefanna" sem stóðu í 15 eða 20 ár. Ég og einkasonurinn fórum og vígðum nýja hlutann í dag ...

Laugardagskvöld

Það fór nú ekki svo að ég yrði heima þetta laugardagskvöld. Þó svo að ég geti nú ekki sagt að laugardagskvöldin hjá mér séu mjög krassandi þá hafa laugardagskvöldin í maí verið nokkuð spennandi; árshátíð, bíó, París, Eurovisionpartý og aftur bíó. Því um kl. 19 hringdi frænka mín í mig og spurði hvort ég nennti ekki að koma með henni í bíó. Ég sló nú ekki hendinni á móti því og hringdi í aðra frænku sem fannst miklu skemmtilegra að fara í bíó með okkur en að vera heima og þrífa. Um klukkustund seinna vorum við allar komnar í bíósalinn með popp og kók á stórskemmtilega mynd. Já, ekki amalegt laugardagskvöld það fyrir úthverfahúsfrúna!

Engin vorferð

Áætluð vorferð starfsmannafélagsins féll óvænt niður einum tíma fyrir brottför. Ástæðan var ófyrirséð og eitthvað sem enginn getur stjórnað, já ef það hefur farið framhjá einhverjum í dag þá varð stór jarðskjálfti á Suðurlandi. Ætlunin var að fara út að borða humar á Stokkseyri og gera eitthvað skemmtilegt í leiðinni með vinnufélögum og var áætluð brottfor kl. 18 frá Reykjavík. Ég var búinn að hlakka ýkt til en tveimur tímum fyrr varð jarðskjálfti sem breytti heldur betur planinu, svona aðeins til að minna mann á að maður hefur nú ekki stjórn á öllu. Ég fann vel fyrir jarðskjálftanum í vinnunni. Var að tala í símann og nánast skellti á viðkomandi, hoppaðu úr sætinu mínu og í næsta dyrakarm þar sem ég skalf á beinunum. Reyndar er þetta í annað skiptið í mánuðinum sem ég þarf að fresta för minni til Stokkseyrar en um daginn ætluðum við að fara með vinafólki okkar við Fjöruborðið og borða humar en þá tókst mér að verða veik. Þetta fer að verða eitthvað gruggugt, eru tvær tilviljanir örug...

Göngukvöld

Það var ganga í kvöld hjá gönguhópnum og metþáttaka, alls fimm konur sem örkuðu af stað. Við löbbuðum upp Elliðarárdalinn að sundlauginni í Árbænum og til baka aftur. Skemmtileg leið, flugurnar voru aðeins að stríða okkur en ekki mikið, og ótrúlega mikið af fólki í góða veðrinu. Ég settist nú bara fyrir framan sjónvarpið þegar ég kom heim og er búinn að sitja þar síðan, ánægð með að hafa drifið mig af stað með þeim. Mig langar í nýja gönguskó!

París - ferðasaga, dagur 2

Eldhúsdagsumræður Alþingis í sjónvarpinu og tími til kominn að halda áfram með ferðasöguna... Varúð langt!!! Dagur 2 - Föstudagurinn 16. maí Við vöknuðum sem betur fer ekkert allof snemma en heldur ekki alltof seint og drifum okkur niður í morgunmat sem var alveg ágætur. Ekkert súperflottur en það vantaði samt ekki neitt og það sem var í boði var bragðgott. Ég drakk ör ugglega 1 líter af appelsínusafa þar sem ég var svo þyrst og fann ekki vatnið strax. (NB. drekk ekki kaffi og sjaldan te). Við ákváðum að dagurinn í dag væri dagurinn sem við færum upp í Effelturninnn, allt annað mætti mæta afgangi þannig að ef það tæki allan daginn væri það bara allt í lagi. Við sáum að það væri erfiðara fyrir okkur að skipta um Metro á þeirri stöð var næst hótelinu enda var þetta ágætis tækifæri til að byrja daginn á smá göngu og labba yfir Signu. Við drifum okkur þá á þarnæstu Metrostöð sem var hjá Orly safninu. Þegar við komum að stöðinni þá keyptum við okkur þriggjadaga Metropassa en þá hófst leiti...

Euorvisonpartý

Fórum í gær í Eurovisionpartý og fertugsafmæli sem var ágætisblanda. Fordrykkur, matur, afmæliskaka og ég veit ekki hvað og hvað. Skemmtum okkur vel þó svo að Ísland hafi ekki unnið. Óskum afmælisbarninu innilega til hamingju með afmælið þó svo að ég efist að hann lesi þetta blögg enda ekki á alla vitorði þó svo að það sé opið fyrir öllum. Alltaf gaman að fara í Eurovisionpartý það var þó mat manna að allof mörg lög væru allof léleg (m.a. sigurlagið frá Rússlandi). Samt horfir maður á þetta ár eftir ár, það er greinlega eitthvað sem trekkir að. Þá er það bara að sama tíma að ári, ég er strax farinn að hlakka til.

París - ferðasaga, dagur 1

Mig langar að skrifa smá ferðasögu um París, set hana hérna aðallega fyrir sjálfa mig svo að ég gleymi nú ekki hvar ég setti söguna. Vona að einhverjir aðrir geti notið þess líka, en ég vara ykkur við. Þetta er langt! Dagur 1 - Fimmtudagurinn 15. maí Fórum út á flugvöll snemma á fimmtudagsmorgni og auðvitað svaf maður lítið sem ekkert þá nóttina. Við ákváðum að geyma bílinn á geymslusvæði við flughöfnina, þegar við vorum að leggja bílnum hittum við samsta rfsfólk hans Sigga sem var að fara í dagsvinnuferð til Kaupmannahafnar. Greinilegt að við förum nú ekki alltof oft til útlanda þó það sé nú minna en ár síðan við fórum síðast því þegar inn var komið þá ætluðum við bara að planta okkur í röðina hjá Iceland Express. Sem betur fer voru vinnufélagar hans Sigga þarna því þau bentu okkur á að fara í miklu styttri röð hjá Icelandair. Við komust loksins í flugvélina og þá vorum við svo þreytt eftir lítinn svefn alla nóttina að ég svaf nánast alla leiðina, rétt vaknaði til að smakka á flugvé...