Á morgun ætla karlmennirnir á heimilinu að hlaupa í Reykjarvíkurmarþoninu. Einkasonurinn tekur reyndar þátt í Latabæjarhlaupinu en eiginmaðurinn ætlar að hlaupa 21 km eða hálft maraþon og það finnst mér nokkuð flott.
Við fengum bolina fyrir þá í Laugardagshöll í dag og einkasonurinn þurfti auðvitað strax að prófa hlaupabolinn. Hann er búinn að æfa sig fyrir morgundaginn með því að hlaupa á tásunum í hlaupabolnum og stuttbuxum út um alla íbúð. Hann er nefnilega alveg viss um að hann hleypur miklu hraðar þegar hann er í hlaupabolnum.
Við fengum bolina fyrir þá í Laugardagshöll í dag og einkasonurinn þurfti auðvitað strax að prófa hlaupabolinn. Hann er búinn að æfa sig fyrir morgundaginn með því að hlaupa á tásunum í hlaupabolnum og stuttbuxum út um alla íbúð. Hann er nefnilega alveg viss um að hann hleypur miklu hraðar þegar hann er í hlaupabolnum.
Ummæli