Nú veit ég afhverju ég er búinn að vera svona þreytt síðustu daga, hélt að ég væri að berjast við ferðaþreytuna en ég er bara orðin veik. Var eitthvað hálfslöpp í gærkvöldi og svo eftir tónleikana sem voru alveg frábærir þá var ég orðin slöpp, með bullnadi hausverk og illt í hálsinum. Það eina sem ég gat gert var að skríða uppí rúm, já, ég var orðin veik. Ég er því heima í dag en er að vonast til að ég verði ekki veik lengi, að mér hafi tekist að kæfa þetta í fæðingu. Það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn en það kemur í ljós á morgun.
Í dag eru þrjú ár síðan ég átti einkasoninn, já ótrúlega fljótt að líða. Að sjálfsögðu er ég eins og flestar mæður og segi það hiklaust að þetta sé stærsta upplifun lífsins og besta og mesta afrek sem ég hef gert. Á þessum tíma fyrir þremur árum var ég búin að vera með hríðir í rúmlega sólahring og búið að sprengja belginn, komin með dripp í æð og ljósmóðirin sem var að fara að vakt var hálf svekkt yfir því að þurfa að fara þar sem hún var viss um að barnið væri að koma. Hann leit dagsins ljós sex tímum seinna.
Ummæli
Láttu þér batna fjótt og vel
B
LBK