Áætluð vorferð starfsmannafélagsins féll óvænt niður einum tíma fyrir brottför. Ástæðan var ófyrirséð og eitthvað sem enginn getur stjórnað, já ef það hefur farið framhjá einhverjum í dag þá varð stór jarðskjálfti á Suðurlandi. Ætlunin var að fara út að borða humar á Stokkseyri og gera eitthvað skemmtilegt í leiðinni með vinnufélögum og var áætluð brottfor kl. 18 frá Reykjavík. Ég var búinn að hlakka ýkt til en tveimur tímum fyrr varð jarðskjálfti sem breytti heldur betur planinu, svona aðeins til að minna mann á að maður hefur nú ekki stjórn á öllu. Ég fann vel fyrir jarðskjálftanum í vinnunni. Var að tala í símann og nánast skellti á viðkomandi, hoppaðu úr sætinu mínu og í næsta dyrakarm þar sem ég skalf á beinunum.
Reyndar er þetta í annað skiptið í mánuðinum sem ég þarf að fresta för minni til Stokkseyrar en um daginn ætluðum við að fara með vinafólki okkar við Fjöruborðið og borða humar en þá tókst mér að verða veik. Þetta fer að verða eitthvað gruggugt, eru tvær tilviljanir örugglega tilviljanir? Jæja, í staðinn fórum við hjónin í bíó að sjá hetju hvíta tjaldsins, sjálfan Indiana Jones. Hann klikkar sko ekki.
Reyndar er þetta í annað skiptið í mánuðinum sem ég þarf að fresta för minni til Stokkseyrar en um daginn ætluðum við að fara með vinafólki okkar við Fjöruborðið og borða humar en þá tókst mér að verða veik. Þetta fer að verða eitthvað gruggugt, eru tvær tilviljanir örugglega tilviljanir? Jæja, í staðinn fórum við hjónin í bíó að sjá hetju hvíta tjaldsins, sjálfan Indiana Jones. Hann klikkar sko ekki.
Ummæli