Var að koma heim núna (sem er mjög seint svona á laugardagskvöldi fyrir úthverfamömmuna) og auðvitað þurfti ég aðeins að kíkja í tölvuna og hendað hér. Fór í þriðja skiptið í bíó í þessari viku, geri aðrir betur. Jæja, ætli maður fari nokkuð aftur fyrr en eftir einhverja mánuði. Allar myndirnar þrjár voru góðar hver á sinn hátt. Síðasta myndin sem ég sá í bíó þessa vikuna var stórmyndin The Dark Knight en við hjónin fórum saman á bíóstefnumót og sáum skemmtilega mynd. Og já það var líka uppselt á þessa mynd - eins gott að við höfðum vit á að kaupa okkur miða á netinu áður en við lögðum af stað því þegar við komum NB 25 mínútum áður en myndin átti að byrja var uppselt, og já við biðum í röð við innganginn að salnum - 2x í sömu vikunni, geri aðrir betur. En endilega drífið ykkur að sjá myndina með BATMAN!
Í dag eru þrjú ár síðan ég átti einkasoninn, já ótrúlega fljótt að líða. Að sjálfsögðu er ég eins og flestar mæður og segi það hiklaust að þetta sé stærsta upplifun lífsins og besta og mesta afrek sem ég hef gert. Á þessum tíma fyrir þremur árum var ég búin að vera með hríðir í rúmlega sólahring og búið að sprengja belginn, komin með dripp í æð og ljósmóðirin sem var að fara að vakt var hálf svekkt yfir því að þurfa að fara þar sem hún var viss um að barnið væri að koma. Hann leit dagsins ljós sex tímum seinna.
Ummæli