Það er búið að vera nóg að gera síðan ég kom heim frá Paris. Ég var dauðþreytt á mánudaginn og sofnaði bara mjög snemma. Í gærkvöldi var svo aðalafundur leikskólans og þá einnig aðalfundur foreldrafélagsins þar sem ég er gjaldkeri. Ég mætti því þar og ákvað að vera a.m.k. eitt ár í viðbót. Eftir aðalfundinn kynntu deildirnar svo starf sitt fyrir foreldrum. Ég var einnig dauðþreytt eftir það þannig ég held því að ég sé ennþá að berjast við ferðaþreytuna.
Í kvöld er ég svo að fara á tónleika í Neskirkju með söngsveitinni Fílharmóníu, Ragnheiði Göndal og Hauki Gröndal. Nú er ég hinsvegar að elda hrísgrjónagraut, best að drífa sig að hræra í honum.
Í kvöld er ég svo að fara á tónleika í Neskirkju með söngsveitinni Fílharmóníu, Ragnheiði Göndal og Hauki Gröndal. Nú er ég hinsvegar að elda hrísgrjónagraut, best að drífa sig að hræra í honum.
Ummæli