Eftir frekar myglaða helgi fórum við, litla fjölskyldan fór í gær, sunnudag í ágætis göngutúr á Úlfarsfell. Einkasonurinn var mjög ánægður með framtakið en var frekar hræddur um að við myndum rekast á einhverja úlfa enda vorum við að fara á "úlfafjall". Við sluppum sem betur fer við alla úlfana en skemmtum okkur þeim mun betur í staðinn.
Mæli með því að drífa sig aðeins út í náttúruna frekar en að hanga inni. Fleiri myndir á heimasíðu einkasonarins.
Mæli með því að drífa sig aðeins út í náttúruna frekar en að hanga inni. Fleiri myndir á heimasíðu einkasonarins.

Ummæli