Ekkert varð úr sundferð í dag þar sem við héldum okkur í hinum ýmsu búðum, á heitasta degi ársins hér á höfuðborgarsvæðinu. Hefði kannski verið gáfulegra að gera eitthvað annað, dagurinn var engu að síður skemmtilegur í skemmtilegum félagsskap og auðvitað rakst maður á ýmsa sem maður þekkti.
Dagurinn byrjaði þó með Ikea rúmlega 10.00 þar sem hádegisverður var einnig snæddur áður en við héldum lengra, ódýrasti veitingarstaður bæjarins. Næst fórum við í Smáralindina, þá til Reynis bakara, í sérbúðina Kjöt og Fisk og loks í Bónus. Það var nú ekki mikið keypt, aðallega í Bónus en það voru þreytt mæðgin sem komu heim í dag rúmlega fjögur. Enda höfum við bara verið að slappa af síðan.
Dagurinn byrjaði þó með Ikea rúmlega 10.00 þar sem hádegisverður var einnig snæddur áður en við héldum lengra, ódýrasti veitingarstaður bæjarins. Næst fórum við í Smáralindina, þá til Reynis bakara, í sérbúðina Kjöt og Fisk og loks í Bónus. Það var nú ekki mikið keypt, aðallega í Bónus en það voru þreytt mæðgin sem komu heim í dag rúmlega fjögur. Enda höfum við bara verið að slappa af síðan.
Ummæli