Þegar eiginmaðurinn fór með einkasoninn á leikskólann í morgun kom besta vinkona einkasonarins til þeirra og segir, "ert þú pabbi Siggi"? Eiginmaðurinn greinilega þekktur í leikskólanum. Kristófer Óli hefur nefnilega tekið uppá því að kalla okkur "pabba Sigga" og "mömmu Lilju" þannig að það hljómar stundum eins og hann eigi marga pabba og margar mömmur. Ef hann þarf viriklega að fá athygli hjá mér þá segir hann stundum "Lilja mín", "Lilja mín", spurning hvort það virkar vel. En ef hann á bágt þá kallar hann nú bara á mömmu og pabba.
Í dag eru þrjú ár síðan ég átti einkasoninn, já ótrúlega fljótt að líða. Að sjálfsögðu er ég eins og flestar mæður og segi það hiklaust að þetta sé stærsta upplifun lífsins og besta og mesta afrek sem ég hef gert. Á þessum tíma fyrir þremur árum var ég búin að vera með hríðir í rúmlega sólahring og búið að sprengja belginn, komin með dripp í æð og ljósmóðirin sem var að fara að vakt var hálf svekkt yfir því að þurfa að fara þar sem hún var viss um að barnið væri að koma. Hann leit dagsins ljós sex tímum seinna.
Ummæli