Við stórafmæli er venjan að hafa margra daga veislur. Veit ekki hvort mitt afmæli flokkast sem stórafmæli en í dag var veisla, þriðja daginn í röð.
Á laugardagskvöldið fórum við litla fjölskyldan í smá bíltúr á Stokkseyri og fengum okkur humarsúpu og humar.
Í gær, daginn eftir afmæið mitt þá fór ég í Brunch með nokkrum vinkonum og ég var södd allan daginn. Síðan fór ég í Kringluna og keypti mér tvær afmælisgjafir. Nýjan GSM síma (sá sem ég átti var orðinn 4 1/2 árs og batteríið farið að gefa sig) og nýja skó. Loks var spilakvöld um kvöldið með "risablöðkupæi" eins og ein kallaði það.
Í dag var svo afmælisveisla í vinnunni. Þó svo að við séum bara rúmlega 30 sem vinnum á mínum vinnustað þá á önnur samstarfskona mín einmitt afmæli sama dag. Þar sem við erum fæddar sama dag þá föttuðum við báðar seint í gærkvöldi að það væri afmælisveisla í vinnunni daginn eftir. Við hittumst því bara hjá Jóa Fel í morgun og redduðum afmælisveislunni sem var að sjálfsögðu glæsileg, afmælissögnurinn sunginn og allt kláraðist.
Á laugardagskvöldið fórum við litla fjölskyldan í smá bíltúr á Stokkseyri og fengum okkur humarsúpu og humar.
Í gær, daginn eftir afmæið mitt þá fór ég í Brunch með nokkrum vinkonum og ég var södd allan daginn. Síðan fór ég í Kringluna og keypti mér tvær afmælisgjafir. Nýjan GSM síma (sá sem ég átti var orðinn 4 1/2 árs og batteríið farið að gefa sig) og nýja skó. Loks var spilakvöld um kvöldið með "risablöðkupæi" eins og ein kallaði það.
Í dag var svo afmælisveisla í vinnunni. Þó svo að við séum bara rúmlega 30 sem vinnum á mínum vinnustað þá á önnur samstarfskona mín einmitt afmæli sama dag. Þar sem við erum fæddar sama dag þá föttuðum við báðar seint í gærkvöldi að það væri afmælisveisla í vinnunni daginn eftir. Við hittumst því bara hjá Jóa Fel í morgun og redduðum afmælisveislunni sem var að sjálfsögðu glæsileg, afmælissögnurinn sunginn og allt kláraðist.
Ummæli