Mig langar að skrifa smá ferðasögu um París, set hana hérna aðallega fyrir sjálfa mig svo að ég gleymi nú ekki hvar ég setti söguna. Vona að einhverjir aðrir geti notið þess líka, en ég vara ykkur við. Þetta er langt!
Dagur 1 - Fimmtudagurinn 15. maí
Fórum út á flugvöll snemma á fimmtudagsmorgni og auðvitað svaf maður lítið sem ekkert þá nóttina. Við ákváðum að geyma bílinn á geymslusvæði við flughöfnina, þegar við vorum að leggja bílnum hittum við samsta
rfsfólk hans Sigga sem var að fara í dagsvinnuferð til Kaupmannahafnar. Greinilegt að við förum nú ekki alltof oft til útlanda þó það sé nú minna en ár síðan við fórum síðast því þegar inn var komið þá ætluðum við bara að planta okkur í röðina hjá Iceland Express. Sem betur fer voru vinnufélagar hans Sigga þarna því þau bentu okkur á að fara í miklu styttri röð hjá Icelandair. Við komust loksins í flugvélina og þá vorum við svo þreytt eftir lítinn svefn alla nóttina að ég svaf nánast alla leiðina, rétt vaknaði til að smakka á flugvélamatnum og hélt svo bara áfram að sofa.
Þegar við komum loksins til Parísar upphófst löng ganga um ranghala flugvallarins, sem er voða skrítinn, byggður í allskonar rör og ranghala. Á einum stað vorum við næstum því búinn að villast og vorum næstum því búinn að snúa við og fara að hliði 70-78 en sem betur fer þá hættum við við á síðustu stundu því þá hefðum við líklega bara farið aftur upp í flugvélina á leið til Íslands. Þegar við vorum búinn að sækja farangurinn okkar vorum við nú ekki alveg viss hvert við ættum að fara (allar leiðbeiningar á frönsku og svona) en þegar við ætluðum að fara að finna upplýsingaborðið þá spurði einhver okkur hvort við vissum hvar skutlan að Terminali 2 væri. Við sögðum nei en litum svo í kringum okkur og sáum leiðbeiningar að Terminal 2 þar sem skutlan væri á leið í lestina til Parísar. Franska frænkan hafði einmitt bent okkur á það að taka skutlu og lest inn í miðborgina.
Við komumst á lestarstöðina en þegar ætlunin var að kaupa miða þá virkaði kortið hans Sigga ekki og í asnaskap mínum hafði tekist að gleyma PIN-kóðanum á mínu Visakorti. NB. Maður fer ekki til útlanda nema maður viti PIN-kóðann og ég hef alltaf verið viss um hver PIN-kóðinn er, nema á þessu korti þar sem ég nota það aldrei í hraðbanka. Þar sem mitt Visakort átti bara að vera til vara þá hafði það einhvernveginn gleymst að athuga PIN-kóðann og í Frakklandi borgar maður ekki með kortin nema slá inn kóðann, það eru engar undirskriftir eins og hérna sem er í raun mjög gott því eins og allir vita þá er sjaldan litið á undirskriftirnar og ég í raun hissa að það sé ekki búið að taka upp þessi viðskipt hér í gósenlandi bankanna. Sem betur fer vorum við með 100 Evrur á okkur og gátum keypt okkur miða áleiðis til Parísar en þar sem kortið virkaði ekki gátum við ekki farið í sjálfsala og þurftum í staðinn að fara í svaka röð en komumst loks í lestina. Þegar til Parísar var komið skiptum við yfir í Metro og okkur reiknaðist til að hótelið væri rétt hjá Louvre safninu.
Við komum upp á torgi við safnið og kom þá kona sem bað Sigga um að taka mynd af sér við safnið sem hann að sjálfsögðu samþykkti. Konan var hinsvegar ekki par ánægð með myndatökuna og fór að skamma Sigga hvernig myndin hefði verið, endaði með því að ég þurfit að taka tvær aðrar myndir af henni áður en að hún varð ánægð. Þá hófst leitin að hótelinu, við fundum götuna sem það átti að standa við en gekk erfiðara að finna rétta númerið. Enduðum inn í einhverju porti sem hét sama og gatan, bara Plaza í stað Rué. Við fórum því til baka og loks sá ég húsið sem var á myndinni en það var allt lokað og læst og svartir gluggar. Við fórnuðum höndum, nú væri bara búið að loka hótelinu sem við höfðum pantað í síðustu viku á einni af mörgum netsíðum. Ákváðum þó að labba aðeins tilbaka og þá fundum við sem betur fer innganginn að hótelinu og þar áttum við pantað herbergi næstu þrjár næturnar. Hótelið er þriggja stjörnu hótel og við fengum snyrtilegt herbergi með baði á 4. hæð með svölum sem snéri að portinu sem við höfðum labbað á meðan við vorum að leita að hótelinu. Þetta var ágætis hótel og staðsetning var vægast sagt frábær.
Við losuðum okkur við farangurinn og löbbuðum svo út að Louvre safninu og það var vægast sagt ótrúleg upplifun að sjá bygginguna, innganginn og glerpýramídana með eigin augum. Síðan löbbuðum við meðfram Signu og héldumst í hendur eins og í bíómyndunum áleiðis að dómkirkjunni Notre Dame og skoðuðum allt á leiðinni. Fyrstu kynni okkar að París er varla hægt að lýsa með orðum. Við gleyptum í okkur allt umhverfið með augunum og nutum andrúmsloftsins: Glæslilegar byggingarnar hver með sína sög, áin Signa og steinlagða bakka hennar, bóksalarnir við ánna, kaffihúsin, fólkið, veðrið, gróðurinn, umferðin, minnismerkin, brýrnar og ég veit ekki hvað og hvað. Við löbbuðum í kringum Notre Dame og kíktum einnig inn þar sem einmitt var einhver messa og fullt, fullt af fólki.
Þegar við vorum búinn að skoða Notre Dame
löbbuðum við áleiðis að Latinuhverfinu til að leita okkur að einhverju að borða, enda glorhungruð. Varla búinn að borða neitt þann daginn. Við enduðum því næstum inná fyrsta stað sem við sáum og fengum okkur pizzu sem var reynar ekkert voðalega góð og hrikalega dýr. Ok, fyrri helmingurinn var mjög góður en ég held að það hafi nú bara verið þar sem við vorum svo hrikalega svöng. Við löbbuðm svo aðeins um Latinuhverfið en svo löbbuðum við bara til baka að hótelinu enda dauðþreytt eftir ferðalag dagsins. Ótrúlegt að sjá Paríarbúa njóta lífsins með eitt hvítvínsglas á næsta kaffihúsi eða hóp hittast saman á göngubrú við Signu með brauð, osta og rauðvín og hafa það gott. Svona á lífið að vera.
Þegar á hótelið var komið þurftum við að redda nýju vísakorti eða PIN-kóða því vel hafði gengið á þær 100 Evrur sem við vorum með. Við enduðum með því að hringja í Visa á Íslandi þar sem okkur var tjáð að við gætum fengið PIN-kóðann í heimabankanum. Ég var auðvitað ekki með bankalykilinn en sem betur fer var ég búinn að búa til varaleið með SMS þannig að ég komst inn í heimabankann eftir nokkrar tilraunir, NB. franskt lyklaborð er allt öðruvísi en íslenskt og sumir "venjulegir" stafir á vitlausum stað. Fengum leiðbeiningar frá Visa og fundum sem betur fer PIN-kóðann, annars værum við kannski bara ennþá í París að vaska upp eða búa um rúm upp í skuldir!!!
Ég ætlaði nú að klára ferðasöguna í einni færslu, sé bara að ég hef ekki meiri tíma núna enda sagan orðin miklu lengra en ég ætlaði í upphafi. Þannig að þetta er orðin framhaldssaga.
Dagur 1 - Fimmtudagurinn 15. maí
Fórum út á flugvöll snemma á fimmtudagsmorgni og auðvitað svaf maður lítið sem ekkert þá nóttina. Við ákváðum að geyma bílinn á geymslusvæði við flughöfnina, þegar við vorum að leggja bílnum hittum við samsta
Þegar við komum loksins til Parísar upphófst löng ganga um ranghala flugvallarins, sem er voða skrítinn, byggður í allskonar rör og ranghala. Á einum stað vorum við næstum því búinn að villast og vorum næstum því búinn að snúa við og fara að hliði 70-78 en sem betur fer þá hættum við við á síðustu stundu því þá hefðum við líklega bara farið aftur upp í flugvélina á leið til Íslands. Þegar við vorum búinn að sækja farangurinn okkar vorum við nú ekki alveg viss hvert við ættum að fara (allar leiðbeiningar á frönsku og svona) en þegar við ætluðum að fara að finna upplýsingaborðið þá spurði einhver okkur hvort við vissum hvar skutlan að Terminali 2 væri. Við sögðum nei en litum svo í kringum okkur og sáum leiðbeiningar að Terminal 2 þar sem skutlan væri á leið í lestina til Parísar. Franska frænkan hafði einmitt bent okkur á það að taka skutlu og lest inn í miðborgina.
Við komumst á lestarstöðina en þegar ætlunin var að kaupa miða þá virkaði kortið hans Sigga ekki og í asnaskap mínum hafði tekist að gleyma PIN-kóðanum á mínu Visakorti. NB. Maður fer ekki til útlanda nema maður viti PIN-kóðann og ég hef alltaf verið viss um hver PIN-kóðinn er, nema á þessu korti þar sem ég nota það aldrei í hraðbanka. Þar sem mitt Visakort átti bara að vera til vara þá hafði það einhvernveginn gleymst að athuga PIN-kóðann og í Frakklandi borgar maður ekki með kortin nema slá inn kóðann, það eru engar undirskriftir eins og hérna sem er í raun mjög gott því eins og allir vita þá er sjaldan litið á undirskriftirnar og ég í raun hissa að það sé ekki búið að taka upp þessi viðskipt hér í gósenlandi bankanna. Sem betur fer vorum við með 100 Evrur á okkur og gátum keypt okkur miða áleiðis til Parísar en þar sem kortið virkaði ekki gátum við ekki farið í sjálfsala og þurftum í staðinn að fara í svaka röð en komumst loks í lestina. Þegar til Parísar var komið skiptum við yfir í Metro og okkur reiknaðist til að hótelið væri rétt hjá Louvre safninu.
Við komum upp á torgi við safnið og kom þá kona sem bað Sigga um að taka mynd af sér við safnið sem hann að sjálfsögðu samþykkti. Konan var hinsvegar ekki par ánægð með myndatökuna og fór að skamma Sigga hvernig myndin hefði verið, endaði með því að ég þurfit að taka tvær aðrar myndir af henni áður en að hún varð ánægð. Þá hófst leitin að hótelinu, við fundum götuna sem það átti að standa við en gekk erfiðara að finna rétta númerið. Enduðum inn í einhverju porti sem hét sama og gatan, bara Plaza í stað Rué. Við fórum því til baka og loks sá ég húsið sem var á myndinni en það var allt lokað og læst og svartir gluggar. Við fórnuðum höndum, nú væri bara búið að loka hótelinu sem við höfðum pantað í síðustu viku á einni af mörgum netsíðum. Ákváðum þó að labba aðeins tilbaka og þá fundum við sem betur fer innganginn að hótelinu og þar áttum við pantað herbergi næstu þrjár næturnar. Hótelið er þriggja stjörnu hótel og við fengum snyrtilegt herbergi með baði á 4. hæð með svölum sem snéri að portinu sem við höfðum labbað á meðan við vorum að leita að hótelinu. Þetta var ágætis hótel og staðsetning var vægast sagt frábær.
Þegar við vorum búinn að skoða Notre Dame
Þegar á hótelið var komið þurftum við að redda nýju vísakorti eða PIN-kóða því vel hafði gengið á þær 100 Evrur sem við vorum með. Við enduðum með því að hringja í Visa á Íslandi þar sem okkur var tjáð að við gætum fengið PIN-kóðann í heimabankanum. Ég var auðvitað ekki með bankalykilinn en sem betur fer var ég búinn að búa til varaleið með SMS þannig að ég komst inn í heimabankann eftir nokkrar tilraunir, NB. franskt lyklaborð er allt öðruvísi en íslenskt og sumir "venjulegir" stafir á vitlausum stað. Fengum leiðbeiningar frá Visa og fundum sem betur fer PIN-kóðann, annars værum við kannski bara ennþá í París að vaska upp eða búa um rúm upp í skuldir!!!
Ég ætlaði nú að klára ferðasöguna í einni færslu, sé bara að ég hef ekki meiri tíma núna enda sagan orðin miklu lengra en ég ætlaði í upphafi. Þannig að þetta er orðin framhaldssaga.
Ummæli
Hlakka svoooo til að sjá næsta kafla
Bergrún
Kveðja, Lilja Bjarklind