Litla fjölskyldan fór í tvo bíltúra í dag og gleymdum því á meðan hvað bensínið er orðið dýrt og nutum þess að vera í bíltúr.
Fyrr í dag keyrðum við niður Laugaveginn en það höfum við ekki gert heillengi. Það var bara mjög gaman, allt krökkt af fólki á Laugaveginum enda þokkalega gott veður. Við hefðum örugglega drifið okkur í göngutúr en þar sem húsmóðirin er að reyna að ná úr sér ljótum hósta ákvaðum við að láta það vera í þetta skiptið og létum okkur nægja að keyra niður Laugaveginn.
Yfirleitt erum við svo bara heima á laugardagskvöldum enda með lítinn stubb sem fer snemma að sofa. Eftir kvöldmatinn var húsmóðirin hinsvegar aftur orðin eitthvað eirðarlaus og við drifum okkur aftur í smá bíltúr sem endaði í ísbúð Vesturbæjar sem er staðsett á Grensásveginum. Þar splæsti eiginmaðurinn á einn líter af gamla ísnum. Einkasonurinn er oftast farinn að sofa á þessum tíma en hann sofnaði í fyrri bíltúrnum í dag og er því ennþá nokkuð hress. Þeir feðgar eru núna að horfa á fjölskyldumynd á RÚV á meðan þeir borða ísinn.
Ummæli