Frá því að við fluttum hingað fyrir um þremur árum hefur alltaf staðið til að laga almennilega til í geymslunni. Tiltektin þar hefur verið af skornum skammti og einhvern veginn fylltist bara geymslan smá saman. Þar sem við bjuggum áður var geymslan 1/2 - 1 fermeter og var hún ávallt full. Geymslan okkar í dag er 9 fermetrar og hún er einnig ávallt full.
Í dag var Operation 1 í geymslutiltekt. Þó svo að þetta sé bara fyrsta skrefið var þetta stórt skref og aldrei að vita nema framhald verði á þessari aðgerð. Við fórum yfir alla bókaskassana (ekki alveg búið) og þrjár ferðir í sorpu þar sem bíllin var fullur í hvert skipti. Þetta er bara byrjunin, það ræðst á næstu vikum hvort að okkur takist að klára dæmið. Það verður a.m.k. ekki á morgun því þá er plönuð jeppaferð með vinnufélögunum, verst hvað það er leiðinleg veðurspá. Það er bara að bíða og vona að veðurfræðingarnir hafi rangt fyrir sér.
Í dag var Operation 1 í geymslutiltekt. Þó svo að þetta sé bara fyrsta skrefið var þetta stórt skref og aldrei að vita nema framhald verði á þessari aðgerð. Við fórum yfir alla bókaskassana (ekki alveg búið) og þrjár ferðir í sorpu þar sem bíllin var fullur í hvert skipti. Þetta er bara byrjunin, það ræðst á næstu vikum hvort að okkur takist að klára dæmið. Það verður a.m.k. ekki á morgun því þá er plönuð jeppaferð með vinnufélögunum, verst hvað það er leiðinleg veðurspá. Það er bara að bíða og vona að veðurfræðingarnir hafi rangt fyrir sér.
Ummæli