Fór í stutta og skemmtilega ferð austur fyrir fjall eftir vinnu í dag, já maður getur víst líka gert eitthvað skemmtilegt á virkum dögum!
Ég og samstarfskona mín fórum til vinkonu minnar sem á fullt af kisum á Selfossi. Samstarfskona mín hafði nefnilega nýlega fengið kisu hjá henni og var spennt að sjá fleiri kisur. Við kíktum á kisurnar og krakkarnir léku sér á meðan. Við vorum auðvitað alltof lengi í heimsókninni enda alltaf gaman að koma til Selfoss þannig að þegar henni var lokið var komið að matartíma og allir svangir. Við rúntuðum um Selfoss en fundum ekkert spennandi, ég hringdi meira að segja í eina vinkonu mína í Hveragerði til að kanna veitingarhúsaflóruna þar. Þá fengum við þá snilldarhugmynd að fá okkur humarsúpu á Stokkseyri og það sló í gegn, a.m.k. hjá okkur konunum, krakkarnir fengu sér nú bara skinkusamloku og nagga. Það er ekki að því að spyrja krakkarnir sofnuðu áður en við komum til höfuðborgarinnar.
Ég og samstarfskona mín fórum til vinkonu minnar sem á fullt af kisum á Selfossi. Samstarfskona mín hafði nefnilega nýlega fengið kisu hjá henni og var spennt að sjá fleiri kisur. Við kíktum á kisurnar og krakkarnir léku sér á meðan. Við vorum auðvitað alltof lengi í heimsókninni enda alltaf gaman að koma til Selfoss þannig að þegar henni var lokið var komið að matartíma og allir svangir. Við rúntuðum um Selfoss en fundum ekkert spennandi, ég hringdi meira að segja í eina vinkonu mína í Hveragerði til að kanna veitingarhúsaflóruna þar. Þá fengum við þá snilldarhugmynd að fá okkur humarsúpu á Stokkseyri og það sló í gegn, a.m.k. hjá okkur konunum, krakkarnir fengu sér nú bara skinkusamloku og nagga. Það er ekki að því að spyrja krakkarnir sofnuðu áður en við komum til höfuðborgarinnar.
Ummæli