Söguhorn Kristófers Óla - Til minnis
Ég var að svæfa einkasoninn áðan og hann spurði hvort að ég vildi segja honum sögu og átti þá við heimatilbúna sögu. Þar sem búið var að lesa fyrir hann og klukkan orðin svolítið margt sagði ég að það væri kominn tími til að sofa og ég ætlaði ekki að segja honum neina sögu núna. Hann dó ekki ráðalaus og sagði: "Á ég að segja þér sögu?" Ég samþykkti það þannig að hann byrjaði söguna.
"Einu sinni var maður úti á sjó og svo drukknaði hann. Þá kom stór fiskur og dró hann í lítinn poll þannig að hann bjargaðist. Síðan varð pollurinn aftur stór og maðurinn drukknaði."
Þegar þarna var komi til sögu fannst mér nóg um að maðurinn hefði drukknað 2x þannig að ég spurði hvort að konan hans yrði ekki sár ef hann drukknaði. Þá hélt sagan áfram:
"Konan hans fór í pollinn og hún drukknaði líka. Síðan kom hákarl og borðaði manninn og svo borðaði hákarlinn konuna hans".
Ég var orðin nokkuð hrædd við hákarlinn enda sagan orðin all svakaleg og æpti yfir mig þá sagði einkasonurinn:
"Allt í lagi, allt í lagi. Hákarlinn á heima í sjónum og við eigum heima langt í burtu frá sjónum. Hákarlinn getur bara lifað í sjónum"
the end
Ummæli