Ég er mætt aftur, þeim fáu sem lesa þetta til ómældrar ánægju. Ég hef svo sem ekkert verið að auglýsa þetta blögg mikið og því haldið lesendum í lágmarki. Ég var eitthvað að spá í að hætta þar sem ég var orðin þreytt á þessu og tók því langt sumarfrí. Þegar ég var að lesa gamlar færslur núna eftir sumarfrí þá fattaði ég að það þetta er fín dagbók og ágætis leið til að fá mig til að skrifa niður hvað gerist í lífinu, þannig að ég held áfram...
Í dag eru þrjú ár síðan ég átti einkasoninn, já ótrúlega fljótt að líða. Að sjálfsögðu er ég eins og flestar mæður og segi það hiklaust að þetta sé stærsta upplifun lífsins og besta og mesta afrek sem ég hef gert. Á þessum tíma fyrir þremur árum var ég búin að vera með hríðir í rúmlega sólahring og búið að sprengja belginn, komin með dripp í æð og ljósmóðirin sem var að fara að vakt var hálf svekkt yfir því að þurfa að fara þar sem hún var viss um að barnið væri að koma. Hann leit dagsins ljós sex tímum seinna.
Ummæli