Helgin hefur einkennst af smákökubakstri frá a-ö. Í gær bökuðum við einkasonurinn tvær sortir af smákökum, fyrst lakkrístoppa og síðan piparkökur sem einkasonurinn var þvílíkt æstur að fá að skreyta sem hann fékk ekki að gera fyrr en í morgun.
Í dag voru einnig heldur betur framkvæmdir í hólminum. Í íbúðinni voru bakaðar um 1300 Sörur, geri aðrir betur. Reynar vorum við fjórar fullorðnar konur þannig að Sörurnar voru bakaðar í góðum félagsskap og hluti a þessum Sörum verður í jólaboði stórfjölskyldunnar eftir viku. Verð samt að viðurkenna að ég er nokkuð þreytt eftir daginn en ánægð með afrekin og ég veit að ég er smá skrítin en þetta var bara nokkuð skemmtilegt. Svo er það bara á sama tíma að ári, einhverjar yfirlýsingar voru um að baka ekki svona margar kökur en það kemur í ljóst hvort það stenst eftir ár.
Ég er sem sagt búinn að baka þrjár smákökutegundir og aðventan ekki byrjuð. Er ég kannski búinn með smákökubaksturinn fyrir þessi jól?
Í dag voru einnig heldur betur framkvæmdir í hólminum. Í íbúðinni voru bakaðar um 1300 Sörur, geri aðrir betur. Reynar vorum við fjórar fullorðnar konur þannig að Sörurnar voru bakaðar í góðum félagsskap og hluti a þessum Sörum verður í jólaboði stórfjölskyldunnar eftir viku. Verð samt að viðurkenna að ég er nokkuð þreytt eftir daginn en ánægð með afrekin og ég veit að ég er smá skrítin en þetta var bara nokkuð skemmtilegt. Svo er það bara á sama tíma að ári, einhverjar yfirlýsingar voru um að baka ekki svona margar kökur en það kemur í ljóst hvort það stenst eftir ár.
Ég er sem sagt búinn að baka þrjár smákökutegundir og aðventan ekki byrjuð. Er ég kannski búinn með smákökubaksturinn fyrir þessi jól?
Ummæli
B
Annars var samstarfskona eiginmannsins að baka 600 Sörur - þær voru 10 saman!
B