Ég er grasekkja eða kannski réttara sagt golfekkja. Eiginmaðurinn er farinn í golf alla leið í gamla föðurlandið þ.e. Danmörk og ég dauðöfunda hann að vera kominn þangað aftur, koma tímar, koma ráð.
Við einkasonurinn unum hag okkar ágætlega og dúllum okkur saman en söknum að sjálfsögðu heimilisföðursins. Einkasonurinn var viss um að ég hefði verið að plata hann í morgun, þar sem ég var búinn að lýsa því yfir að nú væri sumarið búið og bara komið haust. Jæja í morgun var sumar og sól að hans mati og svo sem ekki fjarri lagi því í dag var um 15 °C hiti og það í September.
Við einkasonurinn unum hag okkar ágætlega og dúllum okkur saman en söknum að sjálfsögðu heimilisföðursins. Einkasonurinn var viss um að ég hefði verið að plata hann í morgun, þar sem ég var búinn að lýsa því yfir að nú væri sumarið búið og bara komið haust. Jæja í morgun var sumar og sól að hans mati og svo sem ekki fjarri lagi því í dag var um 15 °C hiti og það í September.
Ummæli