Jólasveinarnir eru komnir til byggða og í kvöld kemur sá þriðji. Einkasonurinn er frekar spenntur yfir komu sveinkanna. Í gær þá bara gat hann ekki sofnað þar sem hann var alltaf að athuga hvort að það væri eitthvað komið í skóinn. Síðan sofnaði hann loksins en vakti okkur kl. 5.30 til að sýna okkur hvað jólasveinninn gaf honum. Sem betur fer tókst öllum að sofna aftur. Stekkjastaur kom með lítið vasaljós og Giljagaur gaf honum tréliti og litla litablokk með. Þá er bara að bíða og sjá hvað Stúfur kemur með í nótt.
Einkasonurinn átti sinn fyrsta leiksigur í gær þegar hann lék pabbann í jesúleiknum eins og hann orðaði það. Reyndar var hann Jósep í Helgileiknum sem leikskólinn heldur alltaf fyrir hver jól og að sjálfsögðu stóð hann sig með prýði og foreldrarnir voru að rifna úr stollti þegar þau horfðu á soninn í einu af aðalhutverkunum. Ég á von á fleiri leiksigrum næstu árin.
Einkasonurinn átti sinn fyrsta leiksigur í gær þegar hann lék pabbann í jesúleiknum eins og hann orðaði það. Reyndar var hann Jósep í Helgileiknum sem leikskólinn heldur alltaf fyrir hver jól og að sjálfsögðu stóð hann sig með prýði og foreldrarnir voru að rifna úr stollti þegar þau horfðu á soninn í einu af aðalhutverkunum. Ég á von á fleiri leiksigrum næstu árin.
Ummæli