Einkasonurinn varð fjögurra ára í dag og að sjálfsögðu var haldin heljarinnar veisla með fullt af afmælisgestum og pökkum. Íbúðin var troðfull út að dyrum en við vonum að allir hafi skemmt sér vel, a.m.k. gerði afmælisbarnið það og foreldrarnir. Einkasonurinn var sérstaklega ánægður með allar gjafirnar og þökkum við vinum og vandamönnum kærlega fyrir. Það var ánægður strákur sem fór að sofa í kvöld.
Ótrúlegt að hugsa til þess að akkúrat fyrir ári síðan þá vorum við á leiðinni í fjölskylduferð til Florida, dollarinn undir 60 kr. og íslenska hagkerfið, þar á meðal bankakerfið á blússandi siglningu. Já, þá var öldin önnur.
Ótrúlegt að hugsa til þess að akkúrat fyrir ári síðan þá vorum við á leiðinni í fjölskylduferð til Florida, dollarinn undir 60 kr. og íslenska hagkerfið, þar á meðal bankakerfið á blússandi siglningu. Já, þá var öldin önnur.
Ummæli