Fór í góða göngu í gær þar sem við löbbuðum á gamlar slóðir, sjálft Kársnesið en það mætti segja að ég sé ættuð af Kársnesinu enda gengum við framhjá mörgum stöðum sem ég þekki vel og sem ættingja búa eða hafa búið. Gönugtúrinn hófst frá Sporthúsinu og hringinn í kringum Kársnesið. Skemmtilegar umræður og góður göngutúr, stoppuðum eitt pissustopp á leiðinni og rétt náðum til baka í Sporthúsið áður en það fór að hvessa og rigna aðeins.
Í kvöld var svo fyrirlestur hjá foreldrafélaginu sem varð frekar lítið úr vegna tæknilegra örðugleika, við reynum aftur eftir tvær vikur.
Í kvöld var svo fyrirlestur hjá foreldrafélaginu sem varð frekar lítið úr vegna tæknilegra örðugleika, við reynum aftur eftir tvær vikur.
Ummæli