Nóg að gera um jólin í því að gera ekki neitt, hvað þá að maður nenni að blögga. Já þetta hafa verið sannkölluð letijól þar sem við höfum gert sem minnst, borðað sem mest og verið eins lengi og við getum í náttfötunum. Frekar þægileg jól en byrjaði í vinnunni aftur í dag en verð ekki lengi í vinnunni og fer aftur í 6 daga frí á gamlársdag.
Í dag eru þrjú ár síðan ég átti einkasoninn, já ótrúlega fljótt að líða. Að sjálfsögðu er ég eins og flestar mæður og segi það hiklaust að þetta sé stærsta upplifun lífsins og besta og mesta afrek sem ég hef gert. Á þessum tíma fyrir þremur árum var ég búin að vera með hríðir í rúmlega sólahring og búið að sprengja belginn, komin með dripp í æð og ljósmóðirin sem var að fara að vakt var hálf svekkt yfir því að þurfa að fara þar sem hún var viss um að barnið væri að koma. Hann leit dagsins ljós sex tímum seinna.
Ummæli
Bergrún
Kv. LBK