Fyrsti vinnudagurinn eftir sumarfrí var í dag. Sumarfríið var fínt, rólegt, skemmitlegt og gott veður. Þó að eiginmaðurinn hafi fengið lítið sumarfrí þá tókst okkur að gera ótrúlega margt. Helstu atriði eru:
- Útilega í Þjórsárdal
- Sumarbústaður við Þingvallavatn um Verslunarmannahelgina með brennu og allt!
- Viku sumarbústaðaferð í Grímsnesið þar sem við fengum góða gesti
- Dagsferð á Selfoss í heimsókn til Selfyssinga
- Gullfoss og Geysir
- Þingvellir og rúntur í kringum Þingvallavatn
- Skógarfoss og Reynisfjara
- Frábært veður í sumarfríinu
- Óteljandi sundferðir
- Hjólatúrar í dalnum okkar
- og fleira og fleira og fleira...
Ummæli