Það er greinilegt að einkasonurinn er að verða stór strákur og ekkert smábarn lengur. Í gær þegar við vorum að keyra í sund þá var hann aðeins að velta fyrir sér hlutunum eins og oft áður.
Einkasonurinn: "Mamma af hverju kallar þú pabba Sigga, Sigga?"
Móðirin: "Nú af því að hann heitir Siggi"
Einkasonurinn: "Nei, hann heitir Sigurður Ólafsson"
(ákveður að vera ekkert að rífast um þetta og spyr því)
Móðirin: "En veistu hvað ég heiti?"
Einkasonurinn: "Mamma Lilja"
Móðirin: "Ég heiti Lilja Bjarklind Kjartansdóttir"
(Einkasonurinn reynir að endurtaka nafnið og hugsar sig um en hlær og segir svo):
"Þetta er bara einhver útlenska"
Ummæli