Er núna á tveggja daga námskeiði í GIS (landupplýsingakerfi og kortagerð fyrir þá sem ekki þekkja) og ég verð að segja að það er virkilega skemmtilegt en seinni dagurinn er á morgun. En vá, hvað ég var þreytt í kvöld, það tekur á "að vera í skóla" allan daginn.
Ætlaði svo á annað námskeið í kvöld, sem sagt sundnámskeið með einkasyninum en honum tókst að sofna í bílnum á leiðinni á námskeiðið þannig að ég nennti ekki að standa í því að vekja hann og drösla honum ofaní sundlaugina hálfsofandi enda vorum við líka orðin sein. Því dreif ég mig bara til baka en fyrir vikið þá sofnaði hann frekar seint í kvöld. Reyndar skil ég hann vel að hafa sofnað svona, enda dimmt og drugnalegt í allan dag. Hvar er dagsbirtan? Kannski komin í frí fram yfir jól?
Ætlaði svo á annað námskeið í kvöld, sem sagt sundnámskeið með einkasyninum en honum tókst að sofna í bílnum á leiðinni á námskeiðið þannig að ég nennti ekki að standa í því að vekja hann og drösla honum ofaní sundlaugina hálfsofandi enda vorum við líka orðin sein. Því dreif ég mig bara til baka en fyrir vikið þá sofnaði hann frekar seint í kvöld. Reyndar skil ég hann vel að hafa sofnað svona, enda dimmt og drugnalegt í allan dag. Hvar er dagsbirtan? Kannski komin í frí fram yfir jól?
Ummæli