Ég fór í lýtaaðgerð í dag. Var búinn að kvíða fyrir því í tvö ár og svo tók það ekki nema 5 mínútur og 6000 kr. Ég var með nokkra húðsepa á hálsinum sem ég fékk þegar ég var ófrísk og ákvað loks að láta taka í dag. Lækninum fannst þú þetta ekki mikið mál og svona eftirá þá verð ég að viðurkenna að það var það nú ekki. Núna er ég kominn með þennan fína háls og get farið að safna fleiri húðsepum, maður fær þá víst oftast á miðjum aldri en það er auðvitað mörg, mörg ár ef ekki áratugir í það hjá mér.
Í dag eru þrjú ár síðan ég átti einkasoninn, já ótrúlega fljótt að líða. Að sjálfsögðu er ég eins og flestar mæður og segi það hiklaust að þetta sé stærsta upplifun lífsins og besta og mesta afrek sem ég hef gert. Á þessum tíma fyrir þremur árum var ég búin að vera með hríðir í rúmlega sólahring og búið að sprengja belginn, komin með dripp í æð og ljósmóðirin sem var að fara að vakt var hálf svekkt yfir því að þurfa að fara þar sem hún var viss um að barnið væri að koma. Hann leit dagsins ljós sex tímum seinna.
Ummæli