Það eru örugglega fimmtán til tuttug ár síðan ég beið í svona bíóröð eins og í kvöld. Fór fyrst í Smárabíó en þar var uppselt á myndina, keypti því miða í Háskólabíó á staðnum og brunaði svo vestur í bæ. Þar þurfti ég að bíða í röð fyrir utan bíósalinn í um 15 mínútur áður en við komumst inn. Minnti mig á bíóferð hérna um árið í gömlu Bíóborginni (Austurbæjarbíói) þegar ég var í menntaskóla og var að fara á Dick Tracy. Verð nú að segja að þetta var alveg þess virði myndin var mjög skemmtileg, kemur manni í gott skap. Mæli með henni.
Þið getið séð það betur hérna...
Að hlusta á lögin minnti mig á aðra tíma, jæja ég er ekki svo gömul að ég muni eftir því þegar Abba vann Eurovision, en á mínum djammárum þá var Abba í tísku og ég kann því einhver Abbalög, reyndar furðu mörg komst ég að í kvöld.
Þið getið séð það betur hérna...
Að hlusta á lögin minnti mig á aðra tíma, jæja ég er ekki svo gömul að ég muni eftir því þegar Abba vann Eurovision, en á mínum djammárum þá var Abba í tísku og ég kann því einhver Abbalög, reyndar furðu mörg komst ég að í kvöld.
Ummæli