Það fór nú ekki svo að ég yrði heima þetta laugardagskvöld. Þó svo að ég geti nú ekki sagt að laugardagskvöldin hjá mér séu mjög krassandi þá hafa laugardagskvöldin í maí verið nokkuð spennandi; árshátíð, bíó, París, Eurovisionpartý og aftur bíó. Því um kl. 19 hringdi frænka mín í mig og spurði hvort ég nennti ekki að koma með henni í bíó. Ég sló nú ekki hendinni á móti því og hringdi í aðra frænku sem fannst miklu skemmtilegra að fara í bíó með okkur en að vera heima og þrífa. Um klukkustund seinna vorum við allar komnar í bíósalinn með popp og kók á stórskemmtilega mynd. Já, ekki amalegt laugardagskvöld það fyrir úthverfahúsfrúna!
Í dag eru þrjú ár síðan ég átti einkasoninn, já ótrúlega fljótt að líða. Að sjálfsögðu er ég eins og flestar mæður og segi það hiklaust að þetta sé stærsta upplifun lífsins og besta og mesta afrek sem ég hef gert. Á þessum tíma fyrir þremur árum var ég búin að vera með hríðir í rúmlega sólahring og búið að sprengja belginn, komin með dripp í æð og ljósmóðirin sem var að fara að vakt var hálf svekkt yfir því að þurfa að fara þar sem hún var viss um að barnið væri að koma. Hann leit dagsins ljós sex tímum seinna.
Ummæli