Í gær var letidagur. Eiginmaðurinn fór að vinna og ég og einkasonurinn gerðum barasta ekki neitt allan daginn, það var næs!
Við fórum og sóttum eiginmanninn í vinnuna og kíktum loksins á litla frænda hann Þórir Ingólfsson sem er orðinn tveggja vikna gamall. En þar sem ég er búinn að vera slöpp með hina og þessa kvilla í rúmlega viku þá hætti ég ekki á að kíkja á hann fyrr. Hann er að sjálfsögðu svaka flottur og glæsilegur strákur. Langflottastur.
Í gærkvöldi fórum við svo á jólagleði með vinnufélögum eiginmannsins. Ég varð frekar svekkt þegar ég komst að því að ekki var um jólahlaðborð að ræða heldur kvöldverð þar sem ég var búinn að hlakka svaka til að fara loksins á jólahlaðborð alla vikuna. En maturinn var svo sem ekki síðri og svo var happadrætti. Síðast þegar happadrætti var á árshátíðinni hjá vinnunni hans þá unnum við ekki neitt þó svo að vinningarnir væru yfir 50%. Ég fór auðvitað að hugsa, jæja maður vinnur aldrei neitt en svo ákvað ég að taka SECRETIÐ á þetta og að sjálfsögðu röðuðum við inn vinningunum eftir það, já við unnum bæði! Ég glæsilegan konfektkassa og eiginmaðurinn flotta kaffihitakönnu. Ekki amalegt.
Í dag var svo jólaball leikskólans sem foreldrafélagið sá um. Það tókst þetta svakalega vel þó að ég segi sjálf frá. Gerði nú mest lítið þar sem við erum með svakalega duglegan formann en ég tók þó aðeins til eftir að ballinu var lokið. Tveir jólasveinar kíktu á ballið við mikinn fögnuð þeirra yngstu.
Við drifum okkur svo í Bónus og keyptum jólamatinn. Nú eigum við bara eftir að kaupa jólatréið og skreyta það, pakka gjöfunum og svo geta jólin bara komið. Á reyndar eftir að skrifa jólakort en er að spá í að sleppa því þetta árið en er þó ekki alveg búinn að gera það upp við mig.
Eftir að ég kom heim hef ég verið að laga til í plastkössunum endalausu og já, mér hefur orðið eitthvað ágengt aldrei þessu vant. Ætli það sé ekki best að halda því áfram.
Það var sem sagt alveg fullt gert þessa helgi og ég sem hélt bara að þetta hefði verið letihelgi!
Við fórum og sóttum eiginmanninn í vinnuna og kíktum loksins á litla frænda hann Þórir Ingólfsson sem er orðinn tveggja vikna gamall. En þar sem ég er búinn að vera slöpp með hina og þessa kvilla í rúmlega viku þá hætti ég ekki á að kíkja á hann fyrr. Hann er að sjálfsögðu svaka flottur og glæsilegur strákur. Langflottastur.
Í gærkvöldi fórum við svo á jólagleði með vinnufélögum eiginmannsins. Ég varð frekar svekkt þegar ég komst að því að ekki var um jólahlaðborð að ræða heldur kvöldverð þar sem ég var búinn að hlakka svaka til að fara loksins á jólahlaðborð alla vikuna. En maturinn var svo sem ekki síðri og svo var happadrætti. Síðast þegar happadrætti var á árshátíðinni hjá vinnunni hans þá unnum við ekki neitt þó svo að vinningarnir væru yfir 50%. Ég fór auðvitað að hugsa, jæja maður vinnur aldrei neitt en svo ákvað ég að taka SECRETIÐ á þetta og að sjálfsögðu röðuðum við inn vinningunum eftir það, já við unnum bæði! Ég glæsilegan konfektkassa og eiginmaðurinn flotta kaffihitakönnu. Ekki amalegt.
Í dag var svo jólaball leikskólans sem foreldrafélagið sá um. Það tókst þetta svakalega vel þó að ég segi sjálf frá. Gerði nú mest lítið þar sem við erum með svakalega duglegan formann en ég tók þó aðeins til eftir að ballinu var lokið. Tveir jólasveinar kíktu á ballið við mikinn fögnuð þeirra yngstu.
Við drifum okkur svo í Bónus og keyptum jólamatinn. Nú eigum við bara eftir að kaupa jólatréið og skreyta það, pakka gjöfunum og svo geta jólin bara komið. Á reyndar eftir að skrifa jólakort en er að spá í að sleppa því þetta árið en er þó ekki alveg búinn að gera það upp við mig.
Eftir að ég kom heim hef ég verið að laga til í plastkössunum endalausu og já, mér hefur orðið eitthvað ágengt aldrei þessu vant. Ætli það sé ekki best að halda því áfram.
Það var sem sagt alveg fullt gert þessa helgi og ég sem hélt bara að þetta hefði verið letihelgi!
Ummæli