Vaknaði í morgun og þá voru bæði augun klemmd aftur þannig að ég gat ekki opnað þau fyrr en ég var búinn að nudda gröftinn úr þeim. Ákvað því að drífa í því að leysa út lyfseðilinn sem ég fékk í gær og er komin með þessa fínu augndropa. Við skulum vona að ég fari eitthvað að lagast en verð að viðurkenna að ég sá ekki mikið á tímabili í dag þegar ég var að setja dropana í augun í dag. En svo er það auðvitað kvefið og hálsbólgan sem ég ætla ekki að nefna neitt meira. Já, ég held bara að ég sé loksins komin með nokkra reynslu af öllum þessum veikindum og hætt að kippa mér upp við hitt og þetta, a.m.k. þangað til næst.
Í dag eru þrjú ár síðan ég átti einkasoninn, já ótrúlega fljótt að líða. Að sjálfsögðu er ég eins og flestar mæður og segi það hiklaust að þetta sé stærsta upplifun lífsins og besta og mesta afrek sem ég hef gert. Á þessum tíma fyrir þremur árum var ég búin að vera með hríðir í rúmlega sólahring og búið að sprengja belginn, komin með dripp í æð og ljósmóðirin sem var að fara að vakt var hálf svekkt yfir því að þurfa að fara þar sem hún var viss um að barnið væri að koma. Hann leit dagsins ljós sex tímum seinna.
Ummæli