Endurkoma mín á blöggið ætlar að verða eitthvað léleg. Ekki búin að skrifa á hverjum degi síðan ég ákvað að byrja aftur að skrifa. En þetta er a.m.k. önnur færslan mín í ágúst!
Mamma átti afmæli í síðustu viku þannig að við fórum til hennar í kaffi, köku og rúllutertubrauð þann 19. ágúst. Svo á ég afmæli í næstu viku, við sjáum nú til með hvað ég verð dugleg. Hef nú ekki verið þekkt fyrir mín verk sem húsmóðir. Ætli maður komi ekki með kökur eða brauð í vinnuna, ætla reyndar að taka mér sumarfrídag á sjálfan afmælisdaginn og gæti nú vel trúað því að það endaði með því að ég keypti bara eitthvað brauð í bakaríinu. Ótrúlegt samt hvað manni finnst alltaf spennandi þegar að það kemur einhver með smá í goggin á vinnustaðinn. Sama hvaða vinnustaður það er, eða a.m.k. allir þeir vinnustaðir sem ég hef unnið á, það eru kannski ekki margir staðir en nokkrir. Þannig að maður verður nú að standa sig þegar maður á afmæli.
Sögur úr úthverfinu