Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá 2004

Lélegt ,,Comeback"

Endurkoma mín á blöggið ætlar að verða eitthvað léleg. Ekki búin að skrifa á hverjum degi síðan ég ákvað að byrja aftur að skrifa. En þetta er a.m.k. önnur færslan mín í ágúst! Mamma átti afmæli í síðustu viku þannig að við fórum til hennar í kaffi, köku og rúllutertubrauð þann 19. ágúst. Svo á ég afmæli í næstu viku, við sjáum nú til með hvað ég verð dugleg. Hef nú ekki verið þekkt fyrir mín verk sem húsmóðir. Ætli maður komi ekki með kökur eða brauð í vinnuna, ætla reyndar að taka mér sumarfrídag á sjálfan afmælisdaginn og gæti nú vel trúað því að það endaði með því að ég keypti bara eitthvað brauð í bakaríinu. Ótrúlegt samt hvað manni finnst alltaf spennandi þegar að það kemur einhver með smá í goggin á vinnustaðinn. Sama hvaða vinnustaður það er, eða a.m.k. allir þeir vinnustaðir sem ég hef unnið á, það eru kannski ekki margir staðir en nokkrir. Þannig að maður verður nú að standa sig þegar maður á afmæli.

Hvað gerðist sumarið 2004

Jæja þá er þögnin rofin. Ég ætla að reyna að skrifa eitthvað meira á þessa síðu en ég hef gert í sumar. Skrifaði síðast í maí. Sumarið 2004 hefur flogið áfram og ég hef lítið sem ekkert gert. Það litla sem við gerðum var vel myndað bak og fyrir og litlar myndir settar inná heimasíðu okkar sem við höfum hjá simnet. Sumarið hefur nefnilega farið í það að endurnýja baðherbergið okkar, sem er nú flísalagt í hólf og gólf og skipta út eldhúsinnréttingunni í eldhúsinu. Lítið annað hefur verið gert þetta sumarið. Það er búið að vera frábært veður og alveg veður til ferðalaga en þar sem ég fer í barneignarleyfi í byrjun október og hætti þá í raun einnig í vinnunni, þá ákvað ég að taka sumarfríið mitt með barneignarleyfinu og hef bara átt einn og einn dag og helgarnar hafa að mestu farið í framkvæmdir innandyra. Við höfum hinsvegar farið í góða bíltúra og göngutúra á kvöldin að mestu í Reykjavík. Farið í heimsóknir, ég fór á Pink tónleika með Möggu mákonu minni og svo hefur bumban haldið áfr...

Garðvinna og grill

Ég held barasta að það sé loksins komið sumar, eða a.m.k. vor. Eftir kuldakast og rok og í kjölfarið kvef, hósti og hiti, síðustu daga þá var helgin frábær. Yfir tíu gráður - sem er gott á Íslandi og meira að segja sól öðru hverju. Á laugardaginn kíktum við á nýju íbúðna hjá Sigurborgu og Oddsteini og fórum svo í garðvinnu í Hörgatúnið. Siggi, pabbi og mamma voru að grafa upp og niður einhverjar snúrustaura á meðan ég stjórnaði! Í dag hélt garðvinnan áfram hjá Sigga þar sem hann tók til í garðinum okkar eftir veturinn en ég fór í staðinn í bakaríið og tók aðeins til hérna innan dyra. Við vorum svo boðin í vígslugrill (vígja nýja grilið) hjá Ingu og Ingólfi. Hamborgari með öllu, var það. Eftir grillið fórum við svo í Laugarvegsbíltúr og komum við hjá Nínu og Sibba á Bergþórugötunni þar sem þau voru sveitt að pússa og flísaleggja. Vonandi geta þau fljótlega farið að flytja inn. Annars eru nánast allir sem ég þekki, eða a.m.k. nokkrir að kaupa sér nýja íbúð, Jói bróðir hans S...

Kermit the frog

Já svona til að segja eitthvað þá tók ég smá test á netinu og hvaða Prúðuleikari haldið þið að ég hafi verið, jú enginn annar en Kermit froskur. You are Kermit the Frog. You are reliable, responsible and caring. And you have a habit of waving your arms about maniacally. FAVORITE EXPRESSIONS: "Hi ho!" "Yaaay!" and "Sheesh!" FAVORITE MOVIE: "How Green Was My Mother" LAST BOOK READ: "Surfin' the Webfoot: A Frog's Guide to the Internet" HOBBIES: Sitting in the swamp playing banjo. QUOTE: "Hmm, my banjo is wet." What Muppet are you? brought to you by Quizilla

Á fornar slóðir

Á föstudaginn lagði ég uppí langferð. Ég fór nenfilega alla leið á Hvolsvöll, minn gamla heimabæ. Ég fór þar á norrænan fund á vegum vinnunnar og var hann haldinn á mínum gamla vinnustað, Hótel Hvolsvelli. Já, það var heldur furðulegt að koma aftur eftir mörg ár á Hvolsvöll. Á leiðinni úr þorpinu þá keyrði ég framhjá gamla húsinu okkar en fannst ég þá vera búin að sjá nóg þannig að ég lagði bara af stað heim. Þetta var alveg stórfurðulegt. Ég keyrði fram og tilbaka á sama deginum og mér fannst það nú heldur mikið mál, hérna einu sinni þá kippti maður sér nú ekki upp við það að fara fram og til baka til Reyjavíkur á einum degi. Já, tímarnir breytast og mennirnir með.

Á bílnum í vinnuna

Siggi hjólaði í vinnuna í dag í fyrsta skipti þetta árið. Í staðinn fékk ég að fara á bílnum í vinnuna og nýtti ég mér tækifærið og svaf aðeins lengur, en mætti þó í vinnuna 20 mínútum yfir átta. Oh, það var næs. Hinsvegar er verið að yfirfara holræsin í götunni minni og ekkert vatn í allan dag frá kl. 7:45 og fram á kvöld. Þegar ég var að fara á bílnum í vinnuna voru því einhverjir vinnubílar að skoða holræsin og ég eiginlega föst inní götunni. Það endaði með því að ég gerðist lögbrjótur og keyrði þar sem ég má ekki keyra, segi ekki meir ef löggan les reglulega síðuna! Í gær fór ég í vikulegan göngutúr með Sigurborgu frænku og í þetta skiptið kom Hulda frænka með okkur. Við löbbuðum um laugardalinn og hverfið þar í kring, í yndislegu vorveðri. Svona á lífið að vera.

Nýr sófi

Í dag var ætlunin að klára að mála stofuna þannig að hún passaði við nýja sófan, já ég sagði nýja sófann. Við erum loksins búin að fá nýjan sófa sem hægt er að sitja í en ekki bara liggja og þar sem ég á svo frábæran pabba sem er húsgagnabólstrari þá þurfti ég ekki að borga neitt fyrir hann. Það eru nú ekki allir eins heppnir og ég. En það er nú saga að segja frá því hvernig við fengum nýjan sófa. Við vorum nú búin að ræða við pabba að okkur langaði í nýjan sófa, búin að velja áklæði sem var keypt um áramótin en ekkert bólaði á sófanum. Já málið var nefnilega það að á föstudaginn kom ég heim eftir vinnu í mínu mesta sakleysi en dauðbrá þegar ég kom inn. Það var búið að færa kommóðun sem er á ganginum og það fyrsta sem Lilju taugaveikluðu datt í hug var náttúrulega að það hefðu komið einhverjir þjófar og stolið frá okkur. Ég leit inní stofu og það var eitthvað breytt þannig að ég var næstum því viss um að einhverjir óboðnir gestir hefðu komið inn til okkar. Jú víst voru það gestir en...

Letilíf

Enn einu sinni komið frí. Þetta er bara algjört letilíf. En ég gat nú ekki sofið út, ó nei. Ég var svo þreytt í gær að ég fór bara að sofa kl. 23.00 en Siggi var í snóker með vinnufélögunum. En í staðinn vaknaði ég kl. 7.00 eins og vanalega og þá var mín sko bara búin að sofa út og gat ekki sofið lengur. Siggi fór að hjálpa pabba kl. 7.30 að tæma einhvern gám og svo fór hann í vinnuna beint í framhaldi af því þannig að ég er ein heima í kotinu og hef það gott. Já, þetta er sko algjört letilíf.

Gleðilegt sumar

Já, þá er sumarið víst komið og tja jafnvel farið þetta árið. í gær var sumardagurinn fyrsti og aldrei man ég eftir að það haf verið janf gott verður á sumardagin fyrsta og í gær, algjör bongóblíða. Ingólfur bróðir átti afmæli í gær, 22. apríl, þannig að við fórum í smá kaffiboð til hans og Ingu og fengum þessa fínu súkkulaðitertu með jarðaberjum og rjóma, namm, namm og takk fyrir mig. En við stóðum í stórræðum í gær, þó aðallega Siggi en ég sá um að stjórna. Siggi málaði nefnilega stofuna hjá okkur. Reyndar náði hann bara að mála þrjá veggi en þá kláraðist málingin. Að sjálfsögðu er núna miklu bjartara og fallegra inní litlu stofunni okkar og við skiljum bara ekki af hverju við vorum ekki búin að gera þetta miklu fyrr. Við héldum svo uppá sumarið með því að skella okkur á “stælinn” (þýðing: American Style) um kvöldið. Ekki leiðinlegur dagur það. Í dag er svo hálfgerður mánudagur en í raun er föstudagur. Mjög svo skemmtilegt því á morgun er nefnilega komin helgi aftur. Mætt...

Helgarfléttan - enn og aftur

Hef nú ekkert skrifað fyrr en fyrir helgi þannig að ég verð bara að sameina þetta allt saman í einni helgarfléttu. Haldið þið ekki bara að ég hafi tekið mér frí í vinnunni á föstudaginn. Fyrsti sumarfrísdagurinn minn þetta árið. Já, það var svo erfitt að koma aftur í vinnuna eftir allt páskafríið að ég varð bara að fá mér einn frídag. En það var sko kærkomin frídagur. Ég svaf út og svo fór ég til mömmu og pabba og dró mömmu með mér í Smáralindina en eftir tvo tíma þá vorum við orðnar drulluþreyttar þannig að við fórum bara heim aftur. Ég var svo bara heima hjá mömmu og pabba þangað til Siggi var búinn í vinnunni og þá fór ég og sótti hann og við Siggi fórum í Bónus í Hafnarfirði ásamt öllum hinum Hafnfirðingunum og einnig þeim sem búa á Álftanesi (hitti nefnilega eina sem er að vinna með mér og hún býr sko á Álftanesinu). Það var sem sagt margt um manninn í Bónus og eftir þá ferð þá fórum við aftur í Hörgatúnið og í þetta skiptið skelltum við í okkur pizzu með mömmu, pabba og Ingól...

Busy woman

Ég er sko búin að vera dugleg stelpa síðustu dagana. Á þriðjudaginn fór ég í göngutúr með Sigurborgu frænku en það kom grenjandi rigning á okkur og þar sem við vorum eiginlega ekki klæddar fyrir rigningu, þá drifum við okkur bara heim til Sigurborgar og spiluðum Scabble. Í gærkvöldi fór ég svo á kaffihús með Rakel vinkonu minni. Hún er nýbúin að kaupa sér bíl, Nissan Micra 2000 og voða ánægð með það. Hún sótti mig auðvitað á nýja bílnum og við rúntuðum aðeins niður Laugarveginn áður en að við skelltum okkur á Kaffi París. Ég fékk mér meira að segja ristaða samloku með pepperoni þar sem ég hafði ekki fengið mér neinn kvöldmat. Þetta var hin besta skemmtun en núna held ég bara að ég verði heima í kvöld. Er ekki vön því að vera svona dugleg kvöld eftir kvöld, tja það er svona að vera kominn yfir þrítugt. Á morgun ætla ég að taka mér sumarfrí í vinnunni þar sem það hefur verið svo lítið um frí að undarförnu (eða þannig, heheheh). Ég vinn því aðeins þrjá daga í þessari viku. Frekar ...

Lífið er ljúft

Já ég er sko búin að hafa það gott um páskana. Ég er búin að gera nánast ekki neitt og njóta þess í botn. Hef sko ekki samviskubit yfir því. En allir góðir hlutir taka enda og á morgun er það vinna og aftur vinna. Ekkert frí nema að maður taki sér eitthvað sumarfrí í sumar, en það lítur því miður ekki út fyrir það. Ég tók mig þó til og sett inn fullt af myndum í dag á heimasíðu okkar Sigga enda kominn tími til. Fleira var ekki í fréttum í dag.

Gleðilega páska

Í dag er páskadagur hérna hjá okkur á Íslandi og í stórum hluta Evrópu, a.m.k. Við fengum okkur páskaegg í morgun og drifum okkur svo í bíltúr. Við enduðum á Þingvöllum í grenjandi rigningu. Við létum það nú ekkert á okkur fá og drifum okkur í smá göngutúr og tókum nokkrar myndir. Það er aldrei að vita nema að ég komi inn nokkrum myndum á heimasíðuna okkar í dag eða á morgun. Síðustu myndir sem settar voru inn eru frá því í janúar, já það er sko framtaksleysi á þessum bæ. Við röltum smá um Þingvelli og tókum svo lengri leiðina heim, þar sem við keyrðum til Nesjavalla og keyrðum svo Nesjavallaleiðna í bæinn. Sáum fullt af gönguleiðum sem vert væri að kíkja nánar á í sumar. Á eftir erum við svo að fara í hamborgarhrygg til mömmu og pabba í Hörgatúnið. Ekki er það verra. Já það er sko sælt að vera í fríi og slappa af og borða, enda höfum við nú ekki gert mikið meira en það síðustu daga.

Föstudagurinn langi

Jæja þá er föstudagurinn langi runinn upp og ég er nú ekki að standa mig í blögginu. Þar sem þessi dagur hefur alltaf verið svo langur í minningunni, sérstaklega þegar maður var lítill og mátti ekki gera neitt þá ákvað ég að eyða hluta úr deginum við að gera svolítið sem ég hef ekki gert lengi, nefnilega skrifa hér á þessa síðu. Fór í bíó í gær með Sigurborgu frænku, við fórum að sjá Taking Lifes sem var ágætis skemmtun. Annars lítur út fyrir að þessir páskar verði afslöppun og aftur afslöppun. Svaf frá kl. 17.30 til 19.15 í gær og á miðvikudaginn frá kl. 17 til kl. 21. Er greinilega að vinna upp svefn þessa dagana. Við fórum reyndar í sund í gær en það fór alveg með okkur og endaði með því að við gerðum lítið meira þann daginn. Ekki erum við búin að vera duglegri í dag. Við erum reyndar boði í fisk hjá mömmu og pabba í hádeginu í dag og svo í kvöld ætlum við Sigurborg að kíkja til hennar Huldu frænku. Jæja, best að leggja sig áður en maður fer í hádegismat.

Lilja er...

Lilja er veik Lilja er náttla bara yndisleg manneskja í húð og hár Lilja er búin að vera löt!! Lilja er núna komin í hóp krakka sem eru flestir eldri en hún, eru löngu dottnir út úr skóla og vinna ekkert Lilja er tíður gestur á spjallþráðum femin.is Lilja er fædd Í Reykjavík 4. apríl 2000 Lilja er buin ad vera vinkona min fra tvi i leikskola og hun er rosa godur vinur Lilja er nemandi á öðru ári í Menntaskólanum að Laugarvatni á nátttúrufræðibraut Lilja er fædd þann 15. ágúst 1966 Lilja er búin að fatta að ef það kemur matur í munninn er ekkert sem segir að hún þurfi að kyngja honum Lilja er búinn að vera lasin alla helgina og er ekki allshress með það Lilja er húsgagnasmiður Lilja er ekki við Lilja er margfaldur Íslandsmeistari Lilja er hjúkrunarfræðingur Lilja er fyrsta íslenska ljóskan sem sérhæfir sig í forritun og eðlisfræði og hennar mottó er: "Kynlíf er eins og eðlisfræði Lilja er ekki ýtna týpan skal ég segja þér, hún er ljúf og þægileg í framkomu Lilja...

Skilaboð

Var að láta inn skilaboðakerfi þannig að núna er hægt að skilja eftir skilaboð á síðunni. Handa öllum þeim fjölda sem les síðuna. hehehehehe!!!

Þögnin rofin

Já, þá er þögnin rofin hjá mér. Ég er bara búin að vera veik og er ennþá veik og ég er bara alltaf veik og ég þoli það ekki og, og, og.... Ég er vön því að vera frekar hraust og verða að meðaltali einu sinni til tvisvar veik yfir veturinn og þá er það bara búið en ó nei. Ég er búin að vera veik nánast í hverjum mánuði þennan veturinn. Veikindin hjá mér ætla engann endi að að taka. Var heima í síðustu viku og þá var mér illt í bakinu og gat aðeins legið og smá labbað en ekkert setið fyrir framan tölvuna. Núna held ég að ég sé að fá einhverja ógeðslega flensu sem mamma og pabbi eru búin að vera með og pabbi örugglega búin að vera með hana í hátt í tvær vikur. En það er ekkert skemmtilegt að tala um veikindi daginn út og daginn inn þó að svoleiðis hafi vikurnar verið hjá mér. Á sunnudaginn ákváðum við að vera dugleg og drífa okkur í göngutúr, jafnvel út úr borginni. Við litum út um kjallargluggan okkar og það var jú rigning og smá rok en hvað með það við ætluðum bara að klæða okkur ve...

Öskudagur

Jæja, þá er öskudagurinn liðinn. Allir krakkar búinir að mála sig í framan eða fara í einhvern skrípabúning og með fullan poka af nammi og æst af sykursjokki. Já svona var þetta ekki í mínu ungdæmi. Þá fór maður bara með öskupoka niður í bæ sem maður var búinn að vera að sauma heima hjá sér og ég lét nú ekki ösku í pokann, heldur einhverja miða og svo var mest spennandi að hengja þetta á einhverjar fínar frúr eða frakkaklædda karla. Ætli það sé ekki best að fara að sofa, komið lannnnngt yfir háttatímann minn, ó mæ god hvað það verður erfitt að vakna á morgun. Hvað er þetta eiginlega með blogger og íslenska stafi þæö!!!

Bolla Bolla

Jaeja eg er greinilega latasti bloggari ever. En nog um thad... Í dag er víst bolludagur á Íslandi og allir að belgja sig út af bollum og rjóma. Ég er greinilega ekki nógu mikil bollukerling þó ég sé þekkt fyrir ða vera sælkeri mikill. Ég var svo dugleg að baka gerbollur (mér finnst þær miklu betri en vatnsdeigsbollurnar) Í gær og lét meira að segja súkkulaði á þær Í gær buðu mamma og pabbi okkur í mat ásamt Ingólfi bróður og Ingu kærustunni hans og ég kom með bollur með mér handa þeim. Ég var hinsvegar svo södd eftir matinn að ég gat ekki borðað bolluna mína. Endaði með því aða ég þurfti að taka hana með mér heim og tókst að borða hana um kvöldið við illan leik. Í dag var boðið uppá bollur í vinnuni og ég fékk mér eina og það er sko eina bollan sem ég er búin að borða í dag á sjálfan bolludaginn. Á morgun er hinsvegar Sprengidagur og þá ætla ég sko að borða saltkjöt og baunir, túkall!!!

Aftur föstudagur

Vikurnar líða svo hratt að það virðist alltaf annað hvort föstudagur eða mánudagur. Í dag er föstudagur. Siggi fór í Snóker með vinnufélögunum en ég sit heima og hef það gott á netinu og tók kerlingamynd á myndbandsleigunni. Nú er verið að sýna Psyco í sjónvarpinu en ég þori ekki fyrir mitt litla líf og mitt litla hjarta að horfa á hana ein. Tók hana upp fyrir Sigga, sjáum til hvort að ég þori að horfa á hana einhverntíma með honum.

Læst inni

Ég fór í gönguferð í gær með Sigurborgu frænku, það var virkilega gaman í góða og hlýja veðrinu sem er loksins komið, maður fer að halda að það gæti komið vor bráðum. Jæja, ætli það eigi ekki eftir að koma einhver snjór og frost áður en það gerist. Við löbbuðum um hverfið, niður í bæ, upp tröppurnar við MR, um Þingholtin og svo til baka aftur. Þegar að við vorum búnar að því sáum við nú að við þyrftum nú að bæta þessu öllu á okkur aftur, þannig að við fórum bara á McDonalds og fengum okkur kjúklingaborgara. En þá er komið að sögu mánaðarins. Hvað ætli Lilju hafi tekist að gera í dag. Já, mér tókst að læsa mig inní þvottahúsi. Siggi var ekki heima og ég var ekki með síman minn (já þetta var eitt af þessu fáu stundum sem maður nauðsynlega þarf á síma að halda). Þannig er mál með vexti að það vantar hurðahún að innan en ég hef oft lokað þvottahúsinu og samt komist út. Nú var bara ekki nokkur leið að komast út, ó nei. Ég hjakkaði á hurðinni, barði hitaveiturör og loftið (þannig að ...

Nýjir og gamlir tímar

Ég fór í nýja Náttúrufræðahúsið í dag. Greinilega ekki alveg tilbúð ennþá. Það á eftir að taka marga áratugi að klára það. Hver er svo ábyrgur fyrir því? Allavega ekki stjórnmálamennirnir þar sem þeir eru ekki ábyrgir fyrir neinu hérna á Íslandi. Ef svo illa vildi til að þeir neyddust til að segja af sér, tja þá koma þeir bara inná þing í aftur í næsu kosningum. Vá ég er farin að tala um stjórnmál þessari síðu, þá er það nú orðið svart. En aftur um Náttúrufræðahúsið. Já, þetta var voða flott og bjart húsnæði, nú er sko ekkert meira að hýrast í dimmum holum og læra heldur á maður víst að njóta útsýnisins og birtunnar og fá innblástur af því. Allt hvítt og voða flott. Mér leist nú bara ágætlega á þetta húsnæði en það er náttúrulega ekki nærri eins kósí og gamla jarðfræðahúsið, ó nei.

Kvebbi Lebbi

Já, ég er víst ennþá með kvef og síg uppí nös. Ég fór þó í vinnuna í dag og gekk það nú ágætlega þó að maður sé nú alltaf háflmáttlaus eftir svona veikindi. Enda er ég nokkuð þreytt núna. Hudleiðinlegt þetta kvef eða eins og Siggi segir. Kefið, það kemur bara allt í einu og svo ætlar það aldrei að fara aftur. Annars held ég að þessi vetur verði minnst sem Veikindaveturinn mikli, því ég held að ég hafi aldrei verið svona mikið frá vinnu áður. Mestalagi einu sinni á vetri. Enda varð maður jú þrítugur á árinu, já árin eru heldur betur farin að segja til sín. hehehhe. Í hádeginu fórum við, heilbrigðistölfræðisvið, (fimm kerlingar) á Kaffibrennsluna og fengum okkur hádegisverð. Það var mjög fínt. Ágætt að komast aðeins út úr húsi. Ég er nefnilega aldrei á bíl þannig að ég tek mitt hádegi yfirleitt á kaffistofunni og kemst ekkert lengra en í Hagkaup. Þannig að þetta var ágætistilbreyting fyrir mig.

Annar í veikindum

Var einnig bara heima í dag en er vonandi að skána eitthvað. Var inni og hundleiddist þannig að það er eiginlega bara minna að segja núna en í gær. Ætlaði að reyn að gera eitthvað að viti, en það varð nú lítið úr því. Siggi fór aðeins í vinnuna til pabba og hjálpaði honum ásamt Ingólfi bróður að flytja skrifstofuna hans úr einu herbergi í annað.

Veik

Já, ég er bara veik í dag og er búin að vera heima og láta mér leiðast. Þannig að það er nú ekki mikið að frétta. Er með kvef, hálsbólgu og hita - ojjjjj. Núna er víst komin helgi og ætli hún verði ekki bara að stórum hluta í rúmminu að ná þessu úr mér. Ég var loksins að láta inn nýjar myndir á heimasíðuna okkar en við áttum eftir að láta inn nokkra daga í janúar.

Áramótaheiti

Nína Brá og kærastinn hennar Sibbi komu í heimsókn í gærkvöldi. Það var mjög fínt og gaman að fá þau í heimsókn. Þá kemur í ljós hvað maður er alltaf latur á virkum kvöldum, nennir aldrei að fara í heimsón heldur situr bara fyrir framan imbann eða hinn imbann (sjóvarp eða tölva). Reyndar var nóg að gera, mamma hringdi og Jana frænka hringdi á meðan gestirnir voru í heimsókn. Svo koma dagar og kvöld þar sem ekkert gerist. En við ætlum að reyna að vera duglegri að gera eitthvað á virkum kvöldum, fara í heimsókn, gera eitthvað í íbúðinni, fara í göngutúr, fara í leikfim, fara í bíó o.s.frv., það er eitt að áramótaheitunum.

Sunnudagur til sælu

Í dag vorum við voðalega dugleg og löguðum smá til hérna inni í íbúðinni há okkur en þar sem meira var þá þrifum við sameignilega þvottahúsið og þar er sko langt síðan það var gert síðast og þá voru það líka við. Eftir þrifnaðinn fórum við náttúrulega í bíltúr á nýja bílnum í góða veðrinu. Við kíktum á Vatnsendahverfið en nú er að rísa fullt af húsum og götum sem maður hefur aldrei séð áður. Síðan fórum við í bakaríið og keyptum bakkelsi og fórum til tengdó. Eftir að við vorum búin þar hringdi Ingólfur og bauð okkur í mat til hans og Ingu sem við og þáðum, maður segir aldrei nei við Lasagne. Fórum svo á rúntinn með þau í nýja bílnum og Ingólfur fékk meira að segja að keyra bílinn. Við fórum svo og keyrðum þau heim en kíktum svo aftur niður í bæ í bókabúiðina í Austurstræti að því loknu drifum við okkur heim. Þetta kalla ég sko sunnudag til sælu, allavega gerðum við meira en nóg.

Skilnaður

Við skildum við gamla bílinn okkar að lokum í dag. Nonni frændi sem keypti hann af okkur og seldi okkur nýja bílinn kom og dró hann uppá verkstæðið sitt. Siggi sat í bílnum á meðan hann var dreginn héðan úr Vesturbænum og upp í Kópavog. Ég keyrði á eftir í nýja bílnum. Það var nú frekar erfitt að skilja við bílinn ég klappaði honum aðeins áður en að við fórum heim aftur. Vonandi getur Nonni frændi lagað hann og einhver annar notað hann. Hann er allavega búinn að duga okkur vel, keyptum hann á sínum tíma á 85.000 kr. og áttum hann í tvö ár næstum því uppá dag. Eins gott að nýji bíllinn dugi eins vel. Og hér með látum við þessari framhaldssögu um bílamál lokið í bili, nema ef eitthvað nýtt og spennandi gerist... ...maður veit aldrei.
Tveir fiskar og annar í fríi Soffía sem er að vinna með mér er alltaf að vinna í einhverjum hádegisverðarpottum á hinum ýmsu veitingarstöðum. Ég nýt góðs af því þar sem að hún bíður mér alltaf með, ég heppin. Í haust vann hún á Ask og núna í vikunni fengum við þorramat sendan í vinnuna til okkar frá Múlakaffi. Í dag toppaði hún þetta með því að vinna hádegisverð á veitingarhúsinu Tveir fiskar. Við fórum átta saman og fengum alveg dýrindis fiskirétti, bæði forrétt og aðalrétt. Fínn staður sem að ég á örugglega eftir að kíkja á oftar. Þetta var kærkomin tilbreyting í staðinn fyrir skyrið og samlokurnar sem maður borðar í hverju hádegi.
Hold kæft - det er kold Það er greinilegt að við búum á Ís-landi. Að minnsta kosti stóð nafnið undir sér í dag. Alveg skítakuldi og þegar að við Sigrún vorum að reyna að fara út í Hagkaup í hádeginu í dag þá var ég nú ekki viss um að við höfðum það af og ekki er nú ekki langt á milli. Við vorum svo heppnar að hitta samstarfskonu okkar í búðinni og fengum far með henni til baka, annars hefðum við örugglega bara orðið úti. Og það á að vera kaldara á morgun. Annars á maður nú bara að gleðjast yfir veðrinu, eins gott að það er ekki slydda og slabb. Það er kalt úti en það er hægt að hafa það notalegt heima hjá sér, t.d. í góðum sófa fyrir framan sjónvarpið undir flísteppi með kertaljós og bolla af kakó.
Nýr bíll Jæja undur og stórmerki hafa gerst í litlu fjölskyldunni á Holtsgötunni. Já nýr fjölskyldumeðlimur hefur litið dagsins ljós, ekki manneska en engu að síður fullgildur meðlimur. Við Siggi festum nefnilega kaup á nýjum bíl í gær. Við keyptum vínrauðan Renault Megane Classic árgerð 1998. Við erum nokkuð ánægð með hann þó hann sé keyrður svolítið mikið en auðvitað miklu nýrri bíll en við áttum fyrir. Það er náttúrulega voða hamingjua hérna hjá okkur enda þarf ekki mikið til. Nú er bara að finna út hvað barnið á svo að heita... ...kannski Rauði Rúdolf!
Tæknisjúklingur Bara að blögga tvisvar á sama degi. Geri aðrir betur. Hef svo sem ekkert meira að segja síðan í morgun en ákvað samt að prófa að blögga oftar en einu sinni á dag þar sem ég er búin að komast að því að ég er netsjúklingur og sjónvarpssjúklingur. Lá áðan fyrir framan sjónvarpið og horfði á enn einn raunveruleikaþáttinn, America´s next Top Model . Segir kannski eitthvað um mig fyrst að ég er búin að finna heimasíðu þáttarins en ég ákvað að það væri gáfulegra að finna út hver hefði unnið í staðinn fyrir að sitja fyrir framan skjáinn næstu mánudagskvöld. Nú get ég allavega fundið mér eitthvað gáfulegra að gera, hvort sem ég geri það eða ekki! Ætli það sé ekki bara best að halda áfram að vafra um á netinu og svo þegar að ég er orðin leið á því, já þá gæti maður kannski bara kíkt á sjónvarpið aftur...
Bílamál Það er víst bara framhaldsaga af bílnum okkar, gráa fiðringnum. Hann er víst að deyja núna eða allavega erum við því miður ekki það miklir bifvélavirkjar að við getum lagað hann. Núna lekur víst vatnskassinn og þruftum við alltaf að fylla á vatnskassann í áður en að við lölgðum af stað en nú er svo komið að ekki er hægt að keyra hann lengur. Því miður. Við höfum eitthvað verið að skoða hvort að við getum keypt nýjan bíl og hefur það átt hug okkar allan síðustu daga að velta þessu fyrir okkur. Við höfum ekki komist að neinni vitrænni niðurstöðu. Höfum verið að skoða Renault Megane Classic sem frændi minn á en enga ákvörðun tekið. Þetta verður víst allt að koma í ljós á næstu dögum.
Svaðilförin mikla Jæja, jæja við komumst loksins í bústaðinn en ekki fyrr en á laugardaginn þar sem á föstudaginn var alveg brjálað verður. Reyndar var nú ekkert frábært veður á laugardaginn heldur. Við komumst auðveldlega næstum því að Kömbunum en þá fór gamanið nú heldur betur að kárna. Við sáum varla á milli stika og ég hélt á tímabili að við værum komin af veginum og á leiðinni niður fjallið vitlausu megin, ó boj. Komumst svo að því seinna að Kömbunum var lokað stuttu eftir að við keyrðum þar í gegn eða réttara sagt skriðum áfram. Þegar við vorum komin á láglendið þá héldum við nú að okkur væri borgið en alls ekki. Undir Ingólfsfjalli var einnig brjálaður bylur eða réttara sagt þæfingur eins og þeir segja hjá Vegagerðinni . Við sáum að einn jeppi hafði farið útaf í skurð og lögreglubíll og sjúkrabíll að reyna að komast til hans. Þegar við nálguðumst Selfoss, rétt við fyrsta hringtorgið sást ekki neitt við þurftum að stoppa og bílar fastir á víð og dreif. Reyndum beyja út af á a...
Grái fiðringurinn Jæja ég fór í annan leikfimistímann minn á árinu og það er kominn 15. janúar, jæja geri aðrir betur. Annars eru helstu fréttirnar þær að við Siggi erum á leiðinni í sumarbústað í Miðhúsaskógi nálægt Laugarvatni á morgun. Fengum leigðan sumarbústað hjá VR og ákváðum bara að drífa okkur um helgina, spennandi það. Svo verður víst enn meira spennandi að sjá hvernig færðin er og hvort að við yfir höfuð komumst upp á Laugarvatn. Reyndar er bíllinn okkar, grái fiðringurinn búinn að vera með einhverja stæla uppá síðkastið. Tók sig til og hætti að þurrka framrúðurnar þannig að við erum búin að vera án rúðuþurrkna í tvær vikur. Siggi fékk sem betur fer varahlut í hann í dag og lagaði það, varahluturinn kostaði kr. 4000 en ef við hefðum keypt þetta nýtt þá hefði það verið næstum kr. 12.000, við hefðum nú bara getað keypt nýjan bíl fyrir það. Nagladekkin voru farin að leka þannig að hann var á tveimur nagladekkjum og tveimur sléttum. Og síðast en ekki síst þá var loft inná ...
Tölvuvandræði Jæja í kvöld er ætlunin að fara til Ingólfs bróður míns og reyna að hjálpa honum að koma brennaranum í lag í tölvunni hans. Hann keypti einhverja tölvu í gegnum Danmörku á miklu betra verði en það er búið að vera voða vandamál með að fá allt til að virka hjá honum. Vinur hans sem er tölvunarfræðingur hjálpaði honum nú samt að setja upp stýrikerfið aftur. Ég veit nú í raun ekki hvað er í ólagi því þó að ég eigi að heita Kerfisfræðingur þá var nú lítið farið í alls konar tölvuviðgerðarmál hjá okkur. Okkur var nú bara kennt kerfisgreining, hönnun og forritun. Svo voru það tölvunördarnir sem voru við tölvuna allan daginn sem kunnu allt hitt. Ég var greinilega ekki ein af þeim þar sem að ég veit í raun frekar lítið hvað ég á að gera. Er búin að vera með tölvuna í eitt kvöld og tókst ekki að laga hana þannig að ég er nú ekkert voðalega bjartsýn. Ætla samt að gera eina heiðarlega tilraun í viðbót en alls ekki víst að það takist.
Jólafríið búið Núna þegar eini lesandi minn er farinn af landi brott ákvað ég að koma úr löngu og góðu jólafríi og fara að skrifa aftur reglulega á þetta blögg. Ég get nú ekki sagt að ég hafi staðist vonir mínar hvað varðar dugnað við skriftir en það er aldrei að vita hvað gerist á nýju ári. Batnandi mönnum og konum er best að lifa. Búin að hafa það þrusu gott um helgina. Horfðum á Idol á föstudaginn. Þar sem við erum ekki með Stöð 2 þá nýttum við okkur gestrisni tengdó. Í gær, laugardag, fórum við í Epal , Ikea , Griffil, Hagkaup og Bónus og gerðum helgarinnkaupin. Eyddum einhverju í öllum þessum búðum nema Epal. Já maður kann sko að lifa í neysluþjóðfélagi. Í dag elduðum við lambalærið sem við keyptum í Bónus í gær og buðum Ingólfi og Ingu í sunnudagssteikina með okkur. Gerðum reyndar ekki mikið meira nema að við löguðum til í ruslinu hjá okkur og það lítur aðeins betur út fyrir vikið. Já, Holtsgatan bara farin að líta út eins og á alvöru heimili!