Jæja þá er þögnin rofin. Ég ætla að reyna að skrifa eitthvað meira á þessa síðu en ég hef gert í sumar. Skrifaði síðast í maí.
Sumarið 2004 hefur flogið áfram og ég hef lítið sem ekkert gert. Það litla sem við gerðum var vel myndað bak og fyrir og litlar myndir settar inná heimasíðu okkar sem við höfum hjá simnet. Sumarið hefur nefnilega farið í það að endurnýja baðherbergið okkar, sem er nú flísalagt í hólf og gólf og skipta út eldhúsinnréttingunni í eldhúsinu. Lítið annað hefur verið gert þetta sumarið.
Það er búið að vera frábært veður og alveg veður til ferðalaga en þar sem ég fer í barneignarleyfi í byrjun október og hætti þá í raun einnig í vinnunni, þá ákvað ég að taka sumarfríið mitt með barneignarleyfinu og hef bara átt einn og einn dag og helgarnar hafa að mestu farið í framkvæmdir innandyra. Við höfum hinsvegar farið í góða bíltúra og göngutúra á kvöldin að mestu í Reykjavík. Farið í heimsóknir, ég fór á Pink tónleika með Möggu mákonu minni og svo hefur bumban haldið áfram að stækka, já þetta var það helsta sem gerðist sumarið 2004.
Sumarið 2004 hefur flogið áfram og ég hef lítið sem ekkert gert. Það litla sem við gerðum var vel myndað bak og fyrir og litlar myndir settar inná heimasíðu okkar sem við höfum hjá simnet. Sumarið hefur nefnilega farið í það að endurnýja baðherbergið okkar, sem er nú flísalagt í hólf og gólf og skipta út eldhúsinnréttingunni í eldhúsinu. Lítið annað hefur verið gert þetta sumarið.
Það er búið að vera frábært veður og alveg veður til ferðalaga en þar sem ég fer í barneignarleyfi í byrjun október og hætti þá í raun einnig í vinnunni, þá ákvað ég að taka sumarfríið mitt með barneignarleyfinu og hef bara átt einn og einn dag og helgarnar hafa að mestu farið í framkvæmdir innandyra. Við höfum hinsvegar farið í góða bíltúra og göngutúra á kvöldin að mestu í Reykjavík. Farið í heimsóknir, ég fór á Pink tónleika með Möggu mákonu minni og svo hefur bumban haldið áfram að stækka, já þetta var það helsta sem gerðist sumarið 2004.
Ummæli