Tölvuvandræði
Jæja í kvöld er ætlunin að fara til Ingólfs bróður míns og reyna að hjálpa honum að koma brennaranum í lag í tölvunni hans. Hann keypti einhverja tölvu í gegnum Danmörku á miklu betra verði en það er búið að vera voða vandamál með að fá allt til að virka hjá honum. Vinur hans sem er tölvunarfræðingur hjálpaði honum nú samt að setja upp stýrikerfið aftur. Ég veit nú í raun ekki hvað er í ólagi því þó að ég eigi að heita Kerfisfræðingur þá var nú lítið farið í alls konar tölvuviðgerðarmál hjá okkur. Okkur var nú bara kennt kerfisgreining, hönnun og forritun. Svo voru það tölvunördarnir sem voru við tölvuna allan daginn sem kunnu allt hitt. Ég var greinilega ekki ein af þeim þar sem að ég veit í raun frekar lítið hvað ég á að gera. Er búin að vera með tölvuna í eitt kvöld og tókst ekki að laga hana þannig að ég er nú ekkert voðalega bjartsýn. Ætla samt að gera eina heiðarlega tilraun í viðbót en alls ekki víst að það takist.
Jæja í kvöld er ætlunin að fara til Ingólfs bróður míns og reyna að hjálpa honum að koma brennaranum í lag í tölvunni hans. Hann keypti einhverja tölvu í gegnum Danmörku á miklu betra verði en það er búið að vera voða vandamál með að fá allt til að virka hjá honum. Vinur hans sem er tölvunarfræðingur hjálpaði honum nú samt að setja upp stýrikerfið aftur. Ég veit nú í raun ekki hvað er í ólagi því þó að ég eigi að heita Kerfisfræðingur þá var nú lítið farið í alls konar tölvuviðgerðarmál hjá okkur. Okkur var nú bara kennt kerfisgreining, hönnun og forritun. Svo voru það tölvunördarnir sem voru við tölvuna allan daginn sem kunnu allt hitt. Ég var greinilega ekki ein af þeim þar sem að ég veit í raun frekar lítið hvað ég á að gera. Er búin að vera með tölvuna í eitt kvöld og tókst ekki að laga hana þannig að ég er nú ekkert voðalega bjartsýn. Ætla samt að gera eina heiðarlega tilraun í viðbót en alls ekki víst að það takist.
Ummæli