Ég fór í gönguferð í gær með Sigurborgu frænku, það var virkilega gaman í góða og hlýja veðrinu sem er loksins komið, maður fer að halda að það gæti komið vor bráðum. Jæja, ætli það eigi ekki eftir að koma einhver snjór og frost áður en það gerist. Við löbbuðum um hverfið, niður í bæ, upp tröppurnar við MR, um Þingholtin og svo til baka aftur. Þegar að við vorum búnar að því sáum við nú að við þyrftum nú að bæta þessu öllu á okkur aftur, þannig að við fórum bara á McDonalds og fengum okkur kjúklingaborgara.
En þá er komið að sögu mánaðarins. Hvað ætli Lilju hafi tekist að gera í dag. Já, mér tókst að læsa mig inní þvottahúsi. Siggi var ekki heima og ég var ekki með síman minn (já þetta var eitt af þessu fáu stundum sem maður nauðsynlega þarf á síma að halda).
Þannig er mál með vexti að það vantar hurðahún að innan en ég hef oft lokað þvottahúsinu og samt komist út. Nú var bara ekki nokkur leið að komast út, ó nei. Ég hjakkaði á hurðinni, barði hitaveiturör og loftið (þannig að það heyrðist í einhverjar íbúðir). Reyndi að snúa einhverjum takka með blómaskóflu sem gekk ekki nógu vel. Ég byrjaði svo að reyna moka út hurðina sem er eldgömul og má sko skipta um.
Þegar ég var búin að vera þarna í hálftíma þá kom nágranni minn (eldri maður sem býr í risinu) heim. Ég öskraði hjálp og halló, bankaði á gluggan og ég veit ekki hvað þegar að hann var að fara inn um aðalinnganginn (sem er við hliðiná þvottahúsinu, þvottahúsið er þó í kjallaranum en aðalinngangurinn er á fyrstu hæð). Sem betur fer heyrði hann í mér og mér var bjargað.
Ég var alveg búin að búa mig undir að vera þarna í nokkra tíma, eftir því hvenær Siggi kæmi heim og hvort hann heyrði þá í mér. Þannig að í raun fór þetta betur en á horfðist í fyrstu. En fyrir mig er þetta sko ævintýri mánaðarins.
En þá er komið að sögu mánaðarins. Hvað ætli Lilju hafi tekist að gera í dag. Já, mér tókst að læsa mig inní þvottahúsi. Siggi var ekki heima og ég var ekki með síman minn (já þetta var eitt af þessu fáu stundum sem maður nauðsynlega þarf á síma að halda).
Þannig er mál með vexti að það vantar hurðahún að innan en ég hef oft lokað þvottahúsinu og samt komist út. Nú var bara ekki nokkur leið að komast út, ó nei. Ég hjakkaði á hurðinni, barði hitaveiturör og loftið (þannig að það heyrðist í einhverjar íbúðir). Reyndi að snúa einhverjum takka með blómaskóflu sem gekk ekki nógu vel. Ég byrjaði svo að reyna moka út hurðina sem er eldgömul og má sko skipta um.
Þegar ég var búin að vera þarna í hálftíma þá kom nágranni minn (eldri maður sem býr í risinu) heim. Ég öskraði hjálp og halló, bankaði á gluggan og ég veit ekki hvað þegar að hann var að fara inn um aðalinnganginn (sem er við hliðiná þvottahúsinu, þvottahúsið er þó í kjallaranum en aðalinngangurinn er á fyrstu hæð). Sem betur fer heyrði hann í mér og mér var bjargað.
Ég var alveg búin að búa mig undir að vera þarna í nokkra tíma, eftir því hvenær Siggi kæmi heim og hvort hann heyrði þá í mér. Þannig að í raun fór þetta betur en á horfðist í fyrstu. En fyrir mig er þetta sko ævintýri mánaðarins.
Ummæli