Jólafríið búið
Núna þegar eini lesandi minn er farinn af landi brott ákvað ég að koma úr löngu og góðu jólafríi og fara að skrifa aftur reglulega á þetta blögg. Ég get nú ekki sagt að ég hafi staðist vonir mínar hvað varðar dugnað við skriftir en það er aldrei að vita hvað gerist á nýju ári. Batnandi mönnum og konum er best að lifa.
Búin að hafa það þrusu gott um helgina. Horfðum á Idol á föstudaginn. Þar sem við erum ekki með Stöð 2 þá nýttum við okkur gestrisni tengdó.
Í gær, laugardag, fórum við í Epal, Ikea, Griffil, Hagkaup og Bónus og gerðum helgarinnkaupin. Eyddum einhverju í öllum þessum búðum nema Epal. Já maður kann sko að lifa í neysluþjóðfélagi.
Í dag elduðum við lambalærið sem við keyptum í Bónus í gær og buðum Ingólfi og Ingu í sunnudagssteikina með okkur. Gerðum reyndar ekki mikið meira nema að við löguðum til í ruslinu hjá okkur og það lítur aðeins betur út fyrir vikið. Já, Holtsgatan bara farin að líta út eins og á alvöru heimili!
Núna þegar eini lesandi minn er farinn af landi brott ákvað ég að koma úr löngu og góðu jólafríi og fara að skrifa aftur reglulega á þetta blögg. Ég get nú ekki sagt að ég hafi staðist vonir mínar hvað varðar dugnað við skriftir en það er aldrei að vita hvað gerist á nýju ári. Batnandi mönnum og konum er best að lifa.
Búin að hafa það þrusu gott um helgina. Horfðum á Idol á föstudaginn. Þar sem við erum ekki með Stöð 2 þá nýttum við okkur gestrisni tengdó.
Í gær, laugardag, fórum við í Epal, Ikea, Griffil, Hagkaup og Bónus og gerðum helgarinnkaupin. Eyddum einhverju í öllum þessum búðum nema Epal. Já maður kann sko að lifa í neysluþjóðfélagi.
Í dag elduðum við lambalærið sem við keyptum í Bónus í gær og buðum Ingólfi og Ingu í sunnudagssteikina með okkur. Gerðum reyndar ekki mikið meira nema að við löguðum til í ruslinu hjá okkur og það lítur aðeins betur út fyrir vikið. Já, Holtsgatan bara farin að líta út eins og á alvöru heimili!
Ummæli