Á föstudaginn lagði ég uppí langferð. Ég fór nenfilega alla leið á Hvolsvöll, minn gamla heimabæ. Ég fór þar á norrænan fund á vegum vinnunnar og var hann haldinn á mínum gamla vinnustað, Hótel Hvolsvelli. Já, það var heldur furðulegt að koma aftur eftir mörg ár á Hvolsvöll. Á leiðinni úr þorpinu þá keyrði ég framhjá gamla húsinu okkar en fannst ég þá vera búin að sjá nóg þannig að ég lagði bara af stað heim. Þetta var alveg stórfurðulegt.
Ég keyrði fram og tilbaka á sama deginum og mér fannst það nú heldur mikið mál, hérna einu sinni þá kippti maður sér nú ekki upp við það að fara fram og til baka til Reyjavíkur á einum degi. Já, tímarnir breytast og mennirnir með.
Ég keyrði fram og tilbaka á sama deginum og mér fannst það nú heldur mikið mál, hérna einu sinni þá kippti maður sér nú ekki upp við það að fara fram og til baka til Reyjavíkur á einum degi. Já, tímarnir breytast og mennirnir með.
Ummæli