Í dag er páskadagur hérna hjá okkur á Íslandi og í stórum hluta Evrópu, a.m.k.
Við fengum okkur páskaegg í morgun og drifum okkur svo í bíltúr. Við enduðum á Þingvöllum í grenjandi rigningu. Við létum það nú ekkert á okkur fá og drifum okkur í smá göngutúr og tókum nokkrar myndir. Það er aldrei að vita nema að ég komi inn nokkrum myndum á heimasíðuna okkar í dag eða á morgun. Síðustu myndir sem settar voru inn eru frá því í janúar, já það er sko framtaksleysi á þessum bæ. Við röltum smá um Þingvelli og tókum svo lengri leiðina heim, þar sem við keyrðum til Nesjavalla og keyrðum svo Nesjavallaleiðna í bæinn. Sáum fullt af gönguleiðum sem vert væri að kíkja nánar á í sumar.
Á eftir erum við svo að fara í hamborgarhrygg til mömmu og pabba í Hörgatúnið. Ekki er það verra. Já það er sko sælt að vera í fríi og slappa af og borða, enda höfum við nú ekki gert mikið meira en það síðustu daga.
Við fengum okkur páskaegg í morgun og drifum okkur svo í bíltúr. Við enduðum á Þingvöllum í grenjandi rigningu. Við létum það nú ekkert á okkur fá og drifum okkur í smá göngutúr og tókum nokkrar myndir. Það er aldrei að vita nema að ég komi inn nokkrum myndum á heimasíðuna okkar í dag eða á morgun. Síðustu myndir sem settar voru inn eru frá því í janúar, já það er sko framtaksleysi á þessum bæ. Við röltum smá um Þingvelli og tókum svo lengri leiðina heim, þar sem við keyrðum til Nesjavalla og keyrðum svo Nesjavallaleiðna í bæinn. Sáum fullt af gönguleiðum sem vert væri að kíkja nánar á í sumar.
Á eftir erum við svo að fara í hamborgarhrygg til mömmu og pabba í Hörgatúnið. Ekki er það verra. Já það er sko sælt að vera í fríi og slappa af og borða, enda höfum við nú ekki gert mikið meira en það síðustu daga.
Ummæli