Fara í aðalinnihald
Tveir fiskar og annar í fríi
Soffía sem er að vinna með mér er alltaf að vinna í einhverjum hádegisverðarpottum á hinum ýmsu veitingarstöðum. Ég nýt góðs af því þar sem að hún bíður mér alltaf með, ég heppin. Í haust vann hún á Ask og núna í vikunni fengum við þorramat sendan í vinnuna til okkar frá Múlakaffi. Í dag toppaði hún þetta með því að vinna hádegisverð á veitingarhúsinu Tveir fiskar. Við fórum átta saman og fengum alveg dýrindis fiskirétti, bæði forrétt og aðalrétt. Fínn staður sem að ég á örugglega eftir að kíkja á oftar. Þetta var kærkomin tilbreyting í staðinn fyrir skyrið og samlokurnar sem maður borðar í hverju hádegi.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Pakki

Lilja er á leiðinni heim til sín í dag og keyrir eins og fín frú rólega niður brekkuna að heimili sínu. Allt í einu sér hún glitta í póstbílinn við stigaganginn hjá sér og sér póstmanninn labba út úr stigaganginum. Lilja gefur í eins og versti ökuníðingur, skrensar við dyrnar, hoppar út úr bílnum og grípur póstinn rétt áður en hann sest inn í bílinn. "Ertu nokkuð með pakka handa Lilju?" Að sjálfsögðu var þar pakki handa Lilju og hún er núna stolltur eigandi af Harry Potter and the Deathly Hollows . Næsta mál á dagskrá er að lesa bókina. Núna er ágætt að vera í sumarfríi.

Fermingagjafir

Reddaði þremur fermingagjöfum í gær, þar af tveimur á 13 mínútum og inn í þeim tíma var ganga til og frá bílnum og auk þess innpökkun á fermingargjöfunum og kaup á fermingarkortum. Geri aðrir betur! Ég var reyndar í hópi með tveimur öðrum sem gefa gjöfina með mér og vorum við búnar að velta þessu heilmikið fyrir okkur áður en þegar ákvörðunin var tekin þá var ekkert verið að slóra við þetta. Bíð spennt eftir að fara í tvær fermingaveislur á morgun en alls verða það líklega fimm fermingaveislur sem við förum í þessa páskana og allt systkyna börn foreldra minna eða foreldra eiginmannsins.

Veik

Já, ég er bara veik í dag og er búin að vera heima og láta mér leiðast. Þannig að það er nú ekki mikið að frétta. Er með kvef, hálsbólgu og hita - ojjjjj. Núna er víst komin helgi og ætli hún verði ekki bara að stórum hluta í rúmminu að ná þessu úr mér. Ég var loksins að láta inn nýjar myndir á heimasíðuna okkar en við áttum eftir að láta inn nokkra daga í janúar.