Tæknisjúklingur
Bara að blögga tvisvar á sama degi. Geri aðrir betur. Hef svo sem ekkert meira að segja síðan í morgun en ákvað samt að prófa að blögga oftar en einu sinni á dag þar sem ég er búin að komast að því að ég er netsjúklingur og sjónvarpssjúklingur.
Lá áðan fyrir framan sjónvarpið og horfði á enn einn raunveruleikaþáttinn, America´s next Top Model. Segir kannski eitthvað um mig fyrst að ég er búin að finna heimasíðu þáttarins en ég ákvað að það væri gáfulegra að finna út hver hefði unnið í staðinn fyrir að sitja fyrir framan skjáinn næstu mánudagskvöld. Nú get ég allavega fundið mér eitthvað gáfulegra að gera, hvort sem ég geri það eða ekki!
Ætli það sé ekki bara best að halda áfram að vafra um á netinu og svo þegar að ég er orðin leið á því, já þá gæti maður kannski bara kíkt á sjónvarpið aftur...
Bara að blögga tvisvar á sama degi. Geri aðrir betur. Hef svo sem ekkert meira að segja síðan í morgun en ákvað samt að prófa að blögga oftar en einu sinni á dag þar sem ég er búin að komast að því að ég er netsjúklingur og sjónvarpssjúklingur.
Lá áðan fyrir framan sjónvarpið og horfði á enn einn raunveruleikaþáttinn, America´s next Top Model. Segir kannski eitthvað um mig fyrst að ég er búin að finna heimasíðu þáttarins en ég ákvað að það væri gáfulegra að finna út hver hefði unnið í staðinn fyrir að sitja fyrir framan skjáinn næstu mánudagskvöld. Nú get ég allavega fundið mér eitthvað gáfulegra að gera, hvort sem ég geri það eða ekki!
Ætli það sé ekki bara best að halda áfram að vafra um á netinu og svo þegar að ég er orðin leið á því, já þá gæti maður kannski bara kíkt á sjónvarpið aftur...
Ummæli