Vikurnar líða svo hratt að það virðist alltaf annað hvort föstudagur eða mánudagur. Í dag er föstudagur. Siggi fór í Snóker með vinnufélögunum en ég sit heima og hef það gott á netinu og tók kerlingamynd á myndbandsleigunni. Nú er verið að sýna Psyco í sjónvarpinu en ég þori ekki fyrir mitt litla líf og mitt litla hjarta að horfa á hana ein. Tók hana upp fyrir Sigga, sjáum til hvort að ég þori að horfa á hana einhverntíma með honum.
Í dag eru þrjú ár síðan ég átti einkasoninn, já ótrúlega fljótt að líða. Að sjálfsögðu er ég eins og flestar mæður og segi það hiklaust að þetta sé stærsta upplifun lífsins og besta og mesta afrek sem ég hef gert. Á þessum tíma fyrir þremur árum var ég búin að vera með hríðir í rúmlega sólahring og búið að sprengja belginn, komin með dripp í æð og ljósmóðirin sem var að fara að vakt var hálf svekkt yfir því að þurfa að fara þar sem hún var viss um að barnið væri að koma. Hann leit dagsins ljós sex tímum seinna.
Ummæli