Ég komst að því í síðustu viku að það væri bara rúmlega vika í kosningar. Mér brá aðeins þar sem ég hélt að þær væru 20. maí var alls ekki búinn að ákveða hvar ég set X-ið mitt næstkomandi laugardag, og ég er engu nær þegar það er tæplega vika í kosningar. Einhverjar tillögur?
Hins vegar verð ég mjög glöð þegar þessar kosningar eru búnar. Maður hættir að fá flóð af bæklingum inn um lúguna og þá er kannski hægt að horfa á Kastljós og fréttir stöku sinnum, eða kannski ekki. Hins vegar verð ég að viðurkenna að ég hef lítið fylgst með kosningabaráttunni að þessu sinni. Sem skýrir að einhverju leiti af hverju ég hef ekki hugmynd um hvað ég á að kjósa. Finnst asnalegt að kjósa alltaf það sama bara af því að ég kaus það síðast, en á hinn bóginn verður maður að kynna sér stefnumálin til að geta tekið upplýsta ákvörðun.
Að lokum mæli ég með því að allir kjósi, a.m.k. skili auðu þar sem að það eru ekki allir í heiminum svona heppnir eins og við að finnast það sjálfsagt að geta kosið, allir menn og konur 18 ára og eldri.
Hins vegar verð ég mjög glöð þegar þessar kosningar eru búnar. Maður hættir að fá flóð af bæklingum inn um lúguna og þá er kannski hægt að horfa á Kastljós og fréttir stöku sinnum, eða kannski ekki. Hins vegar verð ég að viðurkenna að ég hef lítið fylgst með kosningabaráttunni að þessu sinni. Sem skýrir að einhverju leiti af hverju ég hef ekki hugmynd um hvað ég á að kjósa. Finnst asnalegt að kjósa alltaf það sama bara af því að ég kaus það síðast, en á hinn bóginn verður maður að kynna sér stefnumálin til að geta tekið upplýsta ákvörðun.
Að lokum mæli ég með því að allir kjósi, a.m.k. skili auðu þar sem að það eru ekki allir í heiminum svona heppnir eins og við að finnast það sjálfsagt að geta kosið, allir menn og konur 18 ára og eldri.
Ummæli
Bergrún
En þegar ég er að spá í hvort ég eigi að nenna á kjörstað á kjördegi þá hugsa ég um fólk út í heimi sem fær ekki einu sinni að kjósa því það er einhver einræðisherra sem ræður öllu eða eitthvað annað land þar sem konur fá ekki að kjósa því þær teljast bara ekki með. Þá dríf ég mig af stað.
Skil samt að þú nennir ekki til Parísar.