Fara í aðalinnihald

X-Kosningar

Ég komst að því í síðustu viku að það væri bara rúmlega vika í kosningar. Mér brá aðeins þar sem ég hélt að þær væru 20. maí var alls ekki búinn að ákveða hvar ég set X-ið mitt næstkomandi laugardag, og ég er engu nær þegar það er tæplega vika í kosningar. Einhverjar tillögur?

Hins vegar verð ég mjög glöð þegar þessar kosningar eru búnar. Maður hættir að fá flóð af bæklingum inn um lúguna og þá er kannski hægt að horfa á Kastljós og fréttir stöku sinnum, eða kannski ekki. Hins vegar verð ég að viðurkenna að ég hef lítið fylgst með kosningabaráttunni að þessu sinni. Sem skýrir að einhverju leiti af hverju ég hef ekki hugmynd um hvað ég á að kjósa. Finnst asnalegt að kjósa alltaf það sama bara af því að ég kaus það síðast, en á hinn bóginn verður maður að kynna sér stefnumálin til að geta tekið upplýsta ákvörðun.

Að lokum mæli ég með því að allir kjósi, a.m.k. skili auðu þar sem að það eru ekki allir í heiminum svona heppnir eins og við að finnast það sjálfsagt að geta kosið, allir menn og konur 18 ára og eldri.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Hvers vegna að skila auðu? Það er hvergi talið er það nokkuð, nema með ógildum atkvæðum...., eins getur maður sparað sér sporin og setið heima!! Nota bene mér finnst mjög asnalegt að auðatkvæði séu ekki talin vegna þess að með því að skila auðu tekur maður afstöðu sem er annað en að kjósa ekki neitt. Verð þó að viðurkenna að ég mun ekki kjósa í ár, á ekki leið til Parísar í tæka tíð :-( Fleira var það ekki
Bergrún
LBK sagði…
Sammála þér með auðu og ógildu atkvæðin, hef aldrei skilið af hverju þau eru talin saman og það er fáránlegt.

En þegar ég er að spá í hvort ég eigi að nenna á kjörstað á kjördegi þá hugsa ég um fólk út í heimi sem fær ekki einu sinni að kjósa því það er einhver einræðisherra sem ræður öllu eða eitthvað annað land þar sem konur fá ekki að kjósa því þær teljast bara ekki með. Þá dríf ég mig af stað.

Skil samt að þú nennir ekki til Parísar.

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Þrjú ár

Í dag eru þrjú ár síðan ég átti einkasoninn, já ótrúlega fljótt að líða. Að sjálfsögðu er ég eins og flestar mæður og segi það hiklaust að þetta sé stærsta upplifun lífsins og besta og mesta afrek sem ég hef gert. Á þessum tíma fyrir þremur árum var ég búin að vera með hríðir í rúmlega sólahring og búið að sprengja belginn, komin með dripp í æð og ljósmóðirin sem var að fara að vakt var hálf svekkt yfir því að þurfa að fara þar sem hún var viss um að barnið væri að koma. Hann leit dagsins ljós sex tímum seinna.

Níu dagar

Það eru níu dagar þangað til að ég fer til Florida og ég er sko fyrir löngu byrjuð að telja niður. Það verður ágætt að yfirgefa þetta verður og fara í sólina í Orlando, Florida. Ég get ekki beðið...

Mikilvægasta heimilistækið

Við endurnýjuðum mikilvægasta heimilistækið í dag eftir miklar vangaveltur um hvort það borgaði sig því okkur fannst það heldur dýrt. Hinsvegar ef maður skoðar tölfræðina og kr/notkun þá mætti segja að þetta heimilistæki sé alveg peningana virði. Á þessu heimili er þetta heimilistæki notað daglega. Gamla útgáfan var orðinn úr sér gengin eftir margra ára notkun og misgóða meðferð. Allir fjölskyldumeðlimir nota þetta heimilistæki og það er stöðug barátta um yfirráð á því og eins og algengt er, vinnur oftast sá frekasti. Spurning dagsins er því, hvaða heimilistæki er hér verið að lýsa? Ég þreytist seint á að segja sögur af einkasyninum og í dag fór hann með okkur að velja heimilistækið. Í búðinni rakst hann á ísskáp og opnaði hann og sagði svo "enginn matur" og hrissti hausinn og fannst lítið varið þannig ísskáp.