Minnið mitt er ekki uppá marga fiska, man ekkert hvað ég ætla að gera um leið og ég stend upp og labba út af skrifstofunni. Þurfti að hlaupa tvisvar sinnum niður á næstu hæð í vinnunni til að kíkja í fundarbók því ég gleymdi því í fyrra skiptið. Í gær gleymdi ég seðlaveskinu mínu heima, í dag gleymdi ég veskinu í bílnum hjá samstarfskonu minni í hádeginu og gleymdi svo að ná í það þannig að hún fór óvart með það heim til sín þannig að ég þurfti að ná í húslykla til eignmannsins í vinnuna hans og eiginmaður samstarfskonu minnar þurfti að koma með veskið til mín. Svo gleymdi ég að kaupa hádegismat fyrir aðra samstarfskonu mína þegar ég fór í Bónus í hádeginu.
Annað hvort er ég að eldast ef sú staðhæfing er rétt að með hækkandi aldri eykst gleymska eða ég er að breytast í gullfisk.
Annað hvort er ég að eldast ef sú staðhæfing er rétt að með hækkandi aldri eykst gleymska eða ég er að breytast í gullfisk.
Ummæli