
Það er komið vor og ég er búinn að hjóla 2x heim úr vinnunni á viku. Ég er þvílíkt stollt af mér, þó ég segi sjálf frá. Við höfum núna lagt um 400 km að baki á nákvæmlega einni viku og hér til hliðar er mynd af hópnum. Upphaflega ætluðum bara að taka þátt í átakinu til þess að vera með og hjóla smá en þegar við vorum komin upp í 20. sæti af 98, æsti það upp keppnisskapið, a.m.k. hjá mér. Ég róaðist þó fljótlega aftur og held mig bara við mitt. Verð bara að lýsa ánægju minni með veðrið sem við hefur verið síðustu viku og við höfum fengið í hjólatúrana okkar. Já, ég held barasta að það sé loksins komið vor.
Ummæli