Ég og einkasonurinn drifum okkur til Hveragerðis í gær að hitta vinkonu mína sem býr þar ásamt annarri vinkonu minni. Okkur var boðið uppá dýrindis lasange með fullt af grænmeti sem framreitt var í nýjum pottum húsfreyjarinnar. Matarboðið var úti á palli í sól og smá íslensku roki. Já, það er komið sumar á Íslandi. Á heimilinu voru til alls konar plast bílar sem hægt var að sitja á og keyra út um allt. Einkasonurinn skiptist á að keyra hina mismunandi bíla allan tímann sem við vorum þarna og fannst það ekki leiðinlegt. Þegar við komum heim var faðir hans einmitt búinn að finna svipaðan bíl niðri í geymslu frá því síðasta sumar og hann hefur ekki farið af þeim bíl síðan.
Í dag eru þrjú ár síðan ég átti einkasoninn, já ótrúlega fljótt að líða. Að sjálfsögðu er ég eins og flestar mæður og segi það hiklaust að þetta sé stærsta upplifun lífsins og besta og mesta afrek sem ég hef gert. Á þessum tíma fyrir þremur árum var ég búin að vera með hríðir í rúmlega sólahring og búið að sprengja belginn, komin með dripp í æð og ljósmóðirin sem var að fara að vakt var hálf svekkt yfir því að þurfa að fara þar sem hún var viss um að barnið væri að koma. Hann leit dagsins ljós sex tímum seinna.
Ummæli