Já, fleiri huga að valdatafli þessa dagana en sjálfstæðisflokkurinn og samfylkingin. Ég er hins vegar að segja mig úr stjórn en ekki að fara í stjórn. Reyndar er það stjórn starfsmannafélagsins en fyrir mér er það jafn mikilvægt og ef ég væri í ríkisstjórn landsins. Er búinn að standa mína "pligt" í eitt og hálft ár og ætla núna að leyfa öðrum að láta ljós sitt skína. Var á fullu að búa til ljósmyndasýningu í PowerPoint í allt kvöld sem á að sýna á aðalfundinum á morgun þegar öll stjórnin (heilir þrír einstaklingar) segir af sér og ný stjórn kemur í staðinn, stjórnarmyndun var í hverju herbergi á vinnustaðnum mínum í dag. Ó, já það er skipt um stjórn á hæðstu og lægstu stöðum þessa síðustu daga í maí. Svo er líka alltaf gaman þegar nýrri og ferskari vindar blása.
Í dag eru þrjú ár síðan ég átti einkasoninn, já ótrúlega fljótt að líða. Að sjálfsögðu er ég eins og flestar mæður og segi það hiklaust að þetta sé stærsta upplifun lífsins og besta og mesta afrek sem ég hef gert. Á þessum tíma fyrir þremur árum var ég búin að vera með hríðir í rúmlega sólahring og búið að sprengja belginn, komin með dripp í æð og ljósmóðirin sem var að fara að vakt var hálf svekkt yfir því að þurfa að fara þar sem hún var viss um að barnið væri að koma. Hann leit dagsins ljós sex tímum seinna.
Ummæli
Þú verður nú að halda smá valdatitli... :)
kv.
IS