Hefði nú aldrei trúað því að ég gæti talað tvo daga í röð um stjórnmál og kosningar en ó jú, annað kemur á daginn.
Var að kenna einkasyninum hvað stjórnmálaflokkarnir heita og þuldi upp hina ýmsu langlokur eins og Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, Samfylkinging og Íslandshreyfingin sem eru örugglega eins og kínverska í eyrum tveggja ára barns. Enda fékk ég engin viðbrögð fyrr en ég sagði Vinstri grænir. Þá hermdi hann eftir mér og sagði vinstri grænir, vinstri gulir, vinstri brúnir, enda er brúnn uppáhalds liturinn hans. Einkasonurinn kýs sem sagt vinstri græna. Ég er hinsvega engu nær en tók þetta próf. Engar yfirlýsingar um hvort ég sé sammála eða ekki enda veit ég það ekki á þessari stundu, en mínar niðurstöður eru eftirfarandi:
Stuðningur við Sjálfstæðisflokk: 0%
Stuðningur við Framsóknarflokk: 20%
Stuðningur við Samfylkinguna: 37.5%
Stuðningur við Vinstri-Græna: 62.5%
Stuðningur við Frjálslynda flokkinn: 37%
Stuðningur við Íslandshreyfinguna: 50%
Var að kenna einkasyninum hvað stjórnmálaflokkarnir heita og þuldi upp hina ýmsu langlokur eins og Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, Samfylkinging og Íslandshreyfingin sem eru örugglega eins og kínverska í eyrum tveggja ára barns. Enda fékk ég engin viðbrögð fyrr en ég sagði Vinstri grænir. Þá hermdi hann eftir mér og sagði vinstri grænir, vinstri gulir, vinstri brúnir, enda er brúnn uppáhalds liturinn hans. Einkasonurinn kýs sem sagt vinstri græna. Ég er hinsvega engu nær en tók þetta próf. Engar yfirlýsingar um hvort ég sé sammála eða ekki enda veit ég það ekki á þessari stundu, en mínar niðurstöður eru eftirfarandi:
Stuðningur við Sjálfstæðisflokk: 0%
Stuðningur við Framsóknarflokk: 20%
Stuðningur við Samfylkinguna: 37.5%
Stuðningur við Vinstri-Græna: 62.5%
Stuðningur við Frjálslynda flokkinn: 37%
Stuðningur við Íslandshreyfinguna: 50%
Ummæli