Til minnis fyrir eiganda þessa blöggs fyrir næsta ár...
Þegar ég vaknaði í morgun þá var snjór á bílnum, það þurfti að skafa. Esjan var hvít en ég lét það ekkert á mig fá og hugsaði í minni bjartsýni að þetta væri bara smá snjór og færi fljótlega. Þegar ég var hinsvegar kominn í vinnuna fór að snjóa aftur og svo kom sól og svo aftur snjór. Þegar ég kom loks heim uppúr kl. fjögur þá var engin snjókoma en við kvöldverðarborðið leit ég út og sá að það var aftur farið að snjóa. Bjartsýnin er búinn í bili en ég hef gert mér grein fyrir því að ég bý á ÍS-landi. Í þessum skrifuðum orðum er þó ekkert sem bendir til allrar snjókomunnar í dag, nema Esjan hún er ennþá hvít.
"Kannski væri bara sniðugt að drífa sig í vorferð til útlanda seinnipartinn í maí á næsta ári".
Ummæli
Bergrún