Fór í hádeginu í dag og borðaði hádegismat í Norræna húsinu með samstarfskonum mínum í starfsmannafélaginu. Við vorum að ráðgera hvernig við ætlum að hætta með stæl og hverja við getum fengið til að taka af okkur því lítið er um framboð á þeim bænum. Ekki eins og alþingi Íslendinga þar sem færri komast að en vilja.
Mér finnst Norræna húsið eitt af best geymdu leyndarmálum borgarinnar. Alltaf góður og hollur matur í hádeginu, einstaklega fallegt hús og skemmtilegt bókasafn, svo fátt eitt sé nefnt. Samt gleymi ég því alltaf og verð svo steinhissa þegar ég er allt í einu kominn þangað á fallegum vordegi í dag og skil ekki hvernig þetta fallega hús og umhverfi hefur getað farið fram hjá mér í marga mánuði, jafnvel ár. Mæli með hádegisverði í Norræna húsinu.
Mér finnst Norræna húsið eitt af best geymdu leyndarmálum borgarinnar. Alltaf góður og hollur matur í hádeginu, einstaklega fallegt hús og skemmtilegt bókasafn, svo fátt eitt sé nefnt. Samt gleymi ég því alltaf og verð svo steinhissa þegar ég er allt í einu kominn þangað á fallegum vordegi í dag og skil ekki hvernig þetta fallega hús og umhverfi hefur getað farið fram hjá mér í marga mánuði, jafnvel ár. Mæli með hádegisverði í Norræna húsinu.
Ummæli