Fékk skemmtilegt símtal í gærkvöldi, vinkona mín bauð mér í heimsókn í dýrindis heimatilbúinn ís. Jarðaber, jógúrt og sýrður rjómi voru uppistaðan í honum. Ég elska jarðaber þannig að þetta var auðvitað svaka góður ís og kærkomið boð. Gaman að eiga svona vinkonur.
Varðandi heilsufar heimilisins þá er einkasonurinn víst kominn með streptókokkasýkingu (veit nú ekki alveg hvort þetta sé skrifað rétt). Fórum með hann til læknis áðan eftir að við sáum hvíta depla á rauðri tungu. Hann er því kominn á sýklalyf í fyrsta skiptið eftir að hann fékk rör í eyrun. Hann var svo ekki hrifinn af sýklalyfinu þannig að það verður barátta næstu 10 daga að koma því ofaní hann. Já, það er erfitt að vera tveggja ára.
Varðandi heilsufar heimilisins þá er einkasonurinn víst kominn með streptókokkasýkingu (veit nú ekki alveg hvort þetta sé skrifað rétt). Fórum með hann til læknis áðan eftir að við sáum hvíta depla á rauðri tungu. Hann er því kominn á sýklalyf í fyrsta skiptið eftir að hann fékk rör í eyrun. Hann var svo ekki hrifinn af sýklalyfinu þannig að það verður barátta næstu 10 daga að koma því ofaní hann. Já, það er erfitt að vera tveggja ára.
Ummæli