Í sveitaferð leikskólans í dag að Bjarteyjarsandi vöktu traktórar og gamlir bílar mestu hylli einkasonarins. Hann er greinilega borgarbarn í húð og hár, hann rétt fékkst til að klappa einu lambi og einum kettling. Mestar áhyggjur hafði hann af ryðguðum Toyota jeppa á bak við fjárhúsið. Á leiðinni heim í rútunni þar sem við héldumst í hendur snéri hann sér að mér og kom með einu athugasemdina um sveitaferðina: "Það er kúkur í sveitinni".
Í dag eru þrjú ár síðan ég átti einkasoninn, já ótrúlega fljótt að líða. Að sjálfsögðu er ég eins og flestar mæður og segi það hiklaust að þetta sé stærsta upplifun lífsins og besta og mesta afrek sem ég hef gert. Á þessum tíma fyrir þremur árum var ég búin að vera með hríðir í rúmlega sólahring og búið að sprengja belginn, komin með dripp í æð og ljósmóðirin sem var að fara að vakt var hálf svekkt yfir því að þurfa að fara þar sem hún var viss um að barnið væri að koma. Hann leit dagsins ljós sex tímum seinna.
Ummæli